Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.06.1950, Blaðsíða 3

Bjarmi - 07.06.1950, Blaðsíða 3
B J A R M I 3 kenni kristinna manna, að’ þeir taka vitnisburö postulanna og hinna fyrstu votta gildan, einn- ig það, sem óþægilegt er fyrir vilja og viðhorf vor nútímamanna. Hitt er svo annað mál, aö oss er frjálst að velja eða hafna þessum vitn- isburði. Aðeins skulum vér gæta þess, að klippa ekki og skera heimildirnar eftir vorum vilja. Látum annaö stjórna mati voru en viljan til þess aö fá þá mynd, sem vér viljum. Tökum heldur af- stöðu vora til myndarinnar eins og hún birtist oss 1 guðspjöllun- um. Þar er hún sönn og lifandi. Kristur var engin einhliða glans- mynd. Hann opinberaði oss lífið eins og það er með möguleikum þess og ægilegu áhættu. Heyrt frá ræðustólum „Stundum hefi ég reynt að gera mér grein fyrir einni spurn- ingu og hún er þessi: Hvers vegna er ég trúaður? Ég hefi velt henni fyrir mér á ýmsa vegu. Ég hefi t. d. spurt: Varð ég trúaður, vegna þess, að það sé skynsamlegt að trúa? Hefir tekizt að koma með svo skýr rök, að ég hafi orðið að sannfærast, af því að það sé vit- urlegast að trúa? Ég verö að viöurkenna það, aö það var ekki á þann hátt, að ég varö trúaður. Það var allt annað, sem réði. Ég mætti fagnaðarer- indinu — Guðs orði. Og það var þetta orð, sem náði tökum á hjarta mínu. Fyrir áhrif þess geröist eitthvað innra með mér. Ég varð fyrir aíjturhvarfi. Það var einvörðungu verk Guðs orðs. Það er eins og postulinn segir: „Orðræða mín studdist ekki við sannfærandi vísdómsorð, heldur við sönnun anda og kraftar; til þess að trú yðar væri eigi byggð á vísdómi manna, heldur á krafti Guðs.“ „Vantrúin hefir ekkert næring- argildi. Trúin styrkir og veitir nýjan kraft.“ „Hin tóma gröf (hins upprisna Jesú) er ekki ginnungagap efa og óvissu, heldur grundvöllur sigur- vissu og trúar. — Trúaður mað- ur hefir leitað að líkama Jesú — eins og María — en hefir fundið lifandi frelsara.“ Æ thutjiö að tilkynningarfrestur fyrir þátttöku í mótinu 1 Vatna- skógi er útrunninn 17. júní og verður ekki tekið viö þátttakendum eftir það, þar sem reynsla undanfarinna ára hefir leitt í ljós, að það er svo miklum erfiðleikum bundið, að halda verður fast við tilkynningafrestinn. Dásamlegasti Dásamlegasti boðskapur, sem til er, er lítið prédikaður á ís- landi. Það er vegna þess, að það þykir heldur lítið til hans koma. Hann á meira að segja formæl- endur fáa. Og þó er hann stór- kostlegri en flest annað. Það er boðskapurinn um fyrirgefningu syndanna. Boðskapur þessi er eitt af því, sem mörgum veitist erfitt að trúa. Vantrúarmenn segja sem svo: Þaö er ekki hægt að afmá hið fyrra. Sé nokkurt réttlæti til í heimi þessum, veröur hver maö- ur að bera ábyrgð gerða sinna. Kenningin um, aö honum sé í einni svipan veitt lausn frá henni, er fráleit. Hver og einn verður aö taka afleiðingum lífs síns og synda. Þannig tala þeir, sem skilja ekki, hve ægileg afleiðing synd- anna er. Hún er svo ægileg, að á henni fær enginn maður sigrazt. Fyrir þeim, sem séð hefir, hver afleiðing syndarinnar raunveru- lega er, blasir svört framtíð. Hin- ir geta talað borginmannlega. En það eru fleiri en vantrúar- mennirnir, sem erfitt eiga með að trúa kenningunni um fyrirgefn- ingu synda sinna. Margir þeirra, sem mest þurfa á þeim boðskap að halda, eiga mjög erfitt að treysta honum og hvíla í honum, hvaö þá sjálfa snertir, þar eð þeir séu alls óverðugir að verða hlut- takendur þeirrar náðar, sem þar er boðin. Og þó er sannleikurinn sá, að Guð hefir af gæzku sinni og ríkdómi náðar sinnar látið flytja þennan boðskap til synd- ugra manna sem eina björgunar- möguleika þeirra. Kirkjunni hefir ekki verið trú- aö fyrir nokkrum boöskap, sem er eins unaðslegur og boðskapurinn um fyrirgefningu syndanna. Hann er bundinn við kjarna kristinnar trúar. Já, á vissan hátt er hann kjarni boðskaparins. Kirkjufaðirinn Ágústín hefir sagt á þá leið, að það sé í einni grein trúarjátningarinnar, sem munur- inn á kristnum manni og ekki kristnum komi 1 ljós, og það sé í greininni: „Ég trúi fyrirgefningu syndanna.“ Allar aðvar greinar trúarjátningarinnar geta ýmsir aörir samþykkt og trúað staðfast • lega á sinn hátt. Illir andar og djöfullinn trúa staðreyndum trú- arinnar um Guð, og um líf og hjálpræöisstarf Jesú Krists. En eitt geta þeir ekki tileinkað sér í trúnni. Þeir geta ekki sagt: „Ég trúi fyrirgefningu syndanna.” Þessi boðskapur er ekki manna- verk. Hann er tilboð Guðs til syndarans. Enginn hefir vald til að fyrirgefa syndir nema einn — það er Guð. Og vilji Guð gera það, þá getur enginn mannlegur máttur sagt: Það er ómögulegt. Fyrirgefning er ekki til. boðskapurinn Vissulega er það á Guðs valdi að fyrirgefa syndir. Og nú er það hin dýrðlegasta staðreynd og hið sælasta fagnaöarerindi, aö oss stendur þetta til boða 1 Jesú Kristi. Hann hefir vald á jörð til aö fyrirgefa syndir. Hann hefir rétt til þess, vald til þess og vilja til þess. Og nú hefir hann sent kirkju sína með þessi skilaboö til syndaranna: Komið allir þér, sem þjáizt af syndum yðar og sektar- tilfinningu. Komið til mín. Sjálfur sendi hann postula sína út til þess að boða öllum þjóðum fyrirgefningu í hans nafni. Pétur postuli segir á einum stað: „Hon- um bera allir spámennirnir vitni, að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn synda-fyrirgefn- ingu.“ Þessi heilögu réttindi er hvergi aö fá, nema í fagnaðarerindi því, sem Guð sendir oss og hefir trúað hinni sönnu kirkju sinni fyrir. Það er undarlegt um það að hugsa, að menn skuli lítilsvirða þvílíkan boðskap sem þennan, sem kominn er frá Drottni sjálf- um. Þeim ætti þó að vera ljóst, hvílík náð og hvílíkt tækifæri þeim stendur til boða, er Guð býð- ur fram fyrirgefningu sína. Hvað er að óttast, ef Guð fyrirgefur syndir? Er ekki þvert á móti svo, að þessi boðskapur skapi nýja von, nýja bjartsýni og gleði í Guði? Gagnrýni. Velvildartímar eru ekki eftir- sóknarveröir fyrir kirkjuna. Drott- inn kirkjunnar varaði vini sína við þeim tímum, er allir töluðu vel um þá. Reynsla kirkjunnar hefir í þessum efnum, eins og öðr- um, staðfest orð hans. Það er miklu árangursríkara fyrir kirkj- una að varpað sé á hana ljósi að- finnslu og gagnrýni. Gagnrýni er ágætis lyf við syfju. Venjulega er líka einhver sannleikur fólginn í gagnrýninni. Það er hættulegt að halda sannleika þeim, sem að- finnslan flytur, niðri með kirkju- legri móðgun. Það er betra að taka honum með sjálfsprófun. Þar get- ur árás gagnrýninnar orðið til þess, að kirkjan svari með nýjum kristnum aðgerðum. Það er mikilsvert, aö einhverjir af mönnum kirkjunnar dragi sverð úr slíðrum gagnvart að- finnslunum. Þeim mönnum, sem falin er varðstaða á sviði hins rit- aða máls, má vera ljóst, að þeir hafa mikilsvert starf á hendi fyr- ir þá kirkju, sem ávallt á að vera reiöubúin að gera reikningsskil fyrir þeirri von, sem hún á. En vér allir, sem erum óbreyttir liðs- menn, eigum einnig að gefa vort Vissulega. Ekkert skapar jafnmik- ið þakklæti og jafnmikla þrá til að þjóna Guði eins og lifandi með- vitund um það, að Guð hafi fyrir- gefið syndirnar. Þess vegna sagði Jesús líka: „Sá elskar mikið, sem mikið er fyrirgefið“. Fyrirgefning syndanna veitir nýja gleöi og djörfung. Þess vegna segir líka Ritningin: „Sæll er sá, sem af- brotin eru fyrirgefin, synd hans hulin.“ Og nú stendur oss til boða að trúa þessu boði og taka því, hvað sem mennirnir segja. Það er til- boö Drottins Jesú og hið sanna fagnaðarerindi. Öruggt bjarg að byggja á, því að það er grundvall- að í hjálpræði Guðs í endurlausn- arverki hans í Kristi Jesú. Sæll er hver sá, sem kýs sér það hlutskipti að veita viðtöku fyrir- gefningu syndanna fyrir Jesúm Krist. Hann hefir höndlað hið nýja, sem fagnaðarerindiö flytur oss og hvergi fæst nema þar. Heimsóknir í þessum mánuði er von á allmörg- um hcimsóknum erlendis frá og er þar að rœða um menn, sem koma til þess að kynnast kristnilífi hér á landi eða til að starl'a hér um skcið. í byrjun mánaðarins er von á Vestur- íslendingnum Kristni Guðnasyni og konu hans. Upp úr miðjum mánuði munu koma sjö gestir frá Norðurlönd- um og verða þeir á vegum ncfndar, sem synodus kaus til að auka kynni milli erlendra kirkna og islenzku kirkjunn- ar. í lok mánðarins mun svo Steinunn Hayes kristniboði koma bingað, en hún er cdzti íslenzki kristniboðinn og fyrsti kristniboðinn, sem hingað kom frá kristnitöku og til síðustu aldamóta. í kirkjuna svar. Það getur einnig verið þyngra á metunum, en hið skrif- aða orð, ef vér birtum þaö í lífi voru.--- Lifandi söfnuður er hópur þeirra, sem eiga líf í Guði. Ábyrgð safnaðarins er ábyrgð einstakl- ingsins. í leitarljósi aðfinnslunn- ar verðum vér hver einstakur að gera oss ljóst, hvort vér aukum kraftinn eða eyðum krafti í lífi safnaðarins. Svariö veltur á af- stööu vorri til Drottins safnaðar- ins. í þeim mun ríkari mæli, sem vér gefumst Kristi á vald eykst líf safnaðarins. Ástand samtíðar vorrar er því kall til safnaöarins um að safnast saman um gjafir Guðs eins og þær standa oss til boða í húsi hans, frá prédikunar- stóli og altari. Vér verðum að ganga inn í hús Drottins til þess að veita viötöku. Því næst eigum vér að fara út og leiða það í ljós í lífi voru, sem vér höfum eign- azt. Brennandi hjörtu eru bezta svar kirkjunnar til gagnrýnenda hennar. Við þau á orð Drottins, að trú þeirra mun sigra heiminn. (Útdráttur úr grein eftir norska prestinn E. Tobiassen).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.