Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 22.08.1950, Síða 1

Bjarmi - 22.08.1950, Síða 1
11. tbl. Reykjavík, 22. ágúst 1950 44. árgangur Mótið í ¥atna§kógi. Þátttaka í mótinu í Vatnaskógi var svipuS og verið hefir undan- farin ár, en þó heldur minni en í fyrrasumar. Að þessu sinni voru fastir þátttakendur, sem létu skrá sig og voru algerlega á vegum mótsins, um 360 að tölu. Auk þeirra komu margir á mótið á sunnudeginum og munu ekki vera ýkjur, að þátttakendur hafi þann dag verið 5—600. Mót þetta var að nokkru frá- brugðið fyrri mótum, og er pessa helzt að geta í því sambandi: Veöur var erfitt. á laugardaginn. Aöfaranótt laug- ardagsins hvessti af norðaustan, og geta stormsveipir orðið all- snarpir í þeirri átt í Vatnaskógi. Mæddi mjög á samkomutjöldun- um, og var lengi barizt við að halda þeim uppi, en þó fór svo að lokum, að annað samkomutjald- ið var orðið svo rifið, að ekki var fært að hafa það uppistandandi, og var það því fellt. Hitt sam- komutjaldið hafði líka skemmzt nokkuð á tveimur stöðum, en þó ekki meir en svo, að óþarfi var að • fella það. Vegna þessa, og einnig vegna þess, að veður lægði ekki nóg, var ekki hægt aö hafa fyrstu samkomurnar í tjaldinu, svo sem venja hefir verið. Setningarguðs- þjónustan fór fram í sumarskála Skógarmanna K.F.U.M. Sátu þátttakendur í borðsalnum og í gangi og nærliggjandi herbergj- um. Síra Friðrik Friðriðsson pré- dikaði, en síra Sigurður Pálsson tónaði. Messusöngurinn varð vegna þessa ekki eins hátíðlegur og verið hefir, en prédikunin náði, ekki síður hjartanu og átti erindi til allra, sem á hlýddu. Um kvöldið kl. 9 var sam- koma og var efni hennar: ,,Eg vil kveða kvæði um víngarð hans.“ Annaðist síra Jóhann S. Hlíðar það efni. Sú samkoma var haldin í kjallara skálans. Er þar rúm- gott mjög, því að kjallarinn má heita einn óinnréttaður geimur að sunnanverðu, eftir endilöngu húsinu, sem er 30 metra langt, og er vesturhluti hans rúmgóöur salur, af sömu stærð og borðsalur skálans, sem á annað hundrað manns geta setið til borðs í. Aðal- gallinn á kjallaranum sem sam- komusal er sá, að lágt er undir loft, svo að skuggsýnt veröur, þeg ar risið er úr sætum. Þarna fór vel um þátttakendur og urðu þeir veðursins síður varir en þeir vei’ða í samkomutjaldinu, þegar stormur er. Á sunnudagsmorgun kl. 10 var Biblíulestur á sama stað og ann- aðist Gunnar Sigurjónsson, cand. theol., hann. Þann dag var veður mjög batnað og hlýnaði er á dag- inn leið. Samkoma, sem vera átti kl. 2 e. h., var höfð úti við kapell- una og var þar skjólgott og hlýtt og naut sólar, meðan samkoman stóð yfir, en á þeii'ri samkomu töluðu bræðurnir Albert og Ólaf- ur Ólafsson Annar óvenjulegur páttur. á mótinu fór fram í samkomu- tjaldinu klukkan rúmlega hálf fimm. Var það skírnarathöfn. Síra Friðrik Friðriksson skírði dreng, sem komið hafði verið með neðan af Hvalfjarðarströnd til skírnar 1 Vatnaskógi. Var það kyrrlát og heilög stund, er sú at- höfn fór fi'am. Einu sinni áður hefir skírn farið fram á móti, og var það 1 Hraungerðiskirkju. Klukkan fimm var kristni- boðssamkoma og töluðu þar kristniboðsnemarnir Benedikt Jasonarson og Felix Ólafsson, sem komnir eru heim til sumar- dvalar í kennsluhléinu. Von var á heimsókn á þessa síð- degissamkomu og voi’U það full- trúar þeir frá Norðurlandakirkj- unum, sem verið höfðu á synodus. Dróst til klukkan rúmlega hálf sjö að þeir kæmu og hafði sam- komu þá verið frestað. Aukasamkoma sem ráð hafði ekki verið gert fyr- ir á dagskránni, var haldin kl. 7 svo að þátttakendur fengju að hlýöa á þessa erlendu gesti. Síra Sigurbjörn Á. Gíslason kynnti þá og þýddi kveðjur og ávörp gest- „BRAND V.“ Flestir þátttakendur kristileRa stúdentamótsins, sem haldið var í Reykjavík 26.—30. júlí, komu með skipinu Rrand V, sem grein birtist um í síðasta blaði. Hér er mynd af skipinu, er það lá í Reykjavíkurhöfn. — Grein um stúdentamótið birtist á 2. síðu. Frá Vatnaskógarmótinu. Á myndinni sjást Sigurjón Jónsson, Ólafur kristni- boði og Albert Ólafsson. anna, þeirra Dr. theol. Johans- son, biskupsfrúar Björkqvist, síra Finn Tulinius og frú hans, síra Dag Möller og Kristian Hansson skrifstofustjóra, en þessir fluttu allir ávörp. Auk þess talaöi finnski prófasturinn Menjennen út frá guðspjalli dagsins og túlk- aði Magnús Guðmundsson, cand. theol., það. Dr. theol. Regin Pren- ter, prófessor frá Árósum, hélt erindi um skírnina, og endur- sagði Ólafur Ólafsson, kristni- boði, meginhugsanir þess fyrir þá þátttakendur, sem kynnu að hafa átt erfitt með að skilja það á dönsku. Loks mælti síra Sigur- bjöi’n Gíslason nokkur orð. Lauk þar með þessari samkomu, sem var mörgum þátttakendum til uppöi’vunar og uppbyggingar. — Þess jBkal getið, að Björkqvist Stokkhólmsbiskup gat ekki kom- ið í Vatnaskóg og flutti kona hans því kveðju hans, sænsku kirkj- unnar og kristinnar æsku í Sví- Þjóð. Aðrar samkomur mótsins voru nokkurn veginn eftir áætlun. Kvöldsamkoman, en þar talaði Magnús Guðmunds- son, cand. theol., hófst ekki fyrr en kl. 9,30. Að hugleiðingu hans lokinni var orðið gefið frjálst og notfæröu margir sér þaö. Meðal annars tók þýzk stúlka þar til máls og sagði frá afstöðu þýzkrar æsku til fagnaðarerindisins. Var þaö óvenjulegt og hrífandi að heyra. Samkoma þessi stóð til klukkan 11,30, en þá var all mik- Framh. á 4. si'ou.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.