Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 22.08.1950, Blaðsíða 3

Bjarmi - 22.08.1950, Blaðsíða 3
3 Erlendir ræöu menn á stúd entamótinu. Dr. O. Hallesby, prófessor, Oslo. Ilagnvald Indrebö, Björgvinjarbiskup. Dr. med. A. Langvad frá Danmörku. Dr. theol. G. A. Danell, dósent í Uppsölum. Dr. theol. Martti Simojoki, frá Finnlandi. L í A R M 1 Enn einu sinni. Hefir þú veitt því athygli, hve margnotuð orðatiltæki geta orðið gersamlega áhrifalaus? Jafnvel þótt í þeim felist mikilsverð og örlagarík merking, þjóta þau sem vindur um eyru manna, svo að þeir gefa engan gaum sannleika þeim, sem 1 þeim felst. Þetta á ekki hvað sízt við um sannleika þann, sem Guðs orö boðar. Og það er hið átakanleg- asta af öllu, sem hugsazt getur að bæöi hinn sælasti sannleikur og hinn alvarlegasti boðskapur Guðs fer gersamlega framhjá mönnum af því einu, að þeir, sem eiga að skila honum, verða sífellt að segja það með hinum sömu orðum. Vekur það til dæmis nokkra umhugsun hjá þér,þegar spurt er, hvort þú trúir á Jesúm Krist? Eða hvort þú hafir snúið þér til hans og viljir vera lærisveinn hans? Vekur það nokkra umhugs- un hjá þér, þegar talað er um þá eilífu áhættu, sem sál þín er í og óumflýjanleg verður, ef þú eign- ast ekki samfélag við Guð? Og er það ekki eins og að stökkva vatni á gæs, ef reynt er að vekja sam- vizku þína til meðvitundar um það, sem Guös orð kallar synd? Ertu ekki orðinn daufur gagnvart þessari raust Guðs orðs? Ó, hve margir verða ekki að viðurkenna þaö„ Arne Fjellbu, biskup í Þránd- heimi, ritaði eftirfarandi frá- sögn í safnaSarblað. Bamaguðsþjónusta fór fram í fagurri kirkju víöáttumikillar fjallabyggðar. Mörg smábörn voru viðstödd. Ég œtlaði að rœða við þau um skírnina. Börnin voru dugleg. Þau gátu sagt mér, hvern- ig skírnin færi fram og hvað kver- ið segði um hana. — Þau vissu talsvert um barnarétt vorn hjá Guði. Já, eitt þeirra sagði mér meira að segja, að þegar vér vœr- um skírð vœru nöfn vor rituð í bók lifsins. Þetta tókst allt mjög vel. Þá spurði ég börnin: „Getum við verið afmáð úr bók lífs- ins?“ Þau voru sammála um, að svo væri. Og um það urðum við ásátt. Þegar ég því næst spurði: „Hvenœr eru nöfn okkar afmáð úr bók lífsins?“, svöruðu þau án minnstu umhugsunar: „Nöfn okk- ar eru afmáð úr bók lífsins, ef við syndgum.“ Ég gekk þá til stálpaðrar telpu, sem liafði svarað þessari síðustu spurningu mjög svo eindregið. Ég spurði hana: „Heldur þú, að ég Og þrátt fyrir það berst þessi sama raust aftur og aftur til þín, og reynir að vekja þig til að gefa raust Guðs sjálfs gaum. Hún reynir enn einu sinni að ná til þín með þessum fáu og fátæklegu línum. Reynir að fá þig til þess að nema staðar og athuga gang þinn, og gera þér ljóst áhættu þess og alvöru að vera maður — og það maður, sem þekkir ekki Guð sinn og frelsara og á ekki líf í trúarsamfélagi við hann. Blátt áfram mætir spurningin þér, og biður þig að svara í fullri ein- lægni fyrir Guði og samvizku þinni: Ertu kristinn? Ertu vitandi vits og með viljaákvörðun orðinn lærisveinn Jesú Krists? Heíir þú reynt það, sem þúsundir, já, millj- ónir manna hafa vitnað um, að fyrir skýrt og ákveðið kall Guðs hafa þeir stigið yfir frá myrkri til ljóss, frá dauða til lífs. Þeir vitna um það, að breyting hafi orðið á trúarlífi þeirra, á afstöðu þeirra til Guðs, svo að nú geti þeir vitn- að um það, sem þeir hafa reynt. Þeir hafa eignazt lifandi trú — vitandi trúarsamfélag við frels- ara sinn. Vantrú hvarf en trúin veittist. Og meira en það: Það er samhljóma vitnisburður allra trú- aðra manna, að það sé gæfan mesta, já, lífið sjálft, að eignast samfélag við Guð sinn og frels- ara, Drottin Jesúm Krist. bók lífsins. liafi syndgað?“ Nú hófust erfið- leikarnir. Hverju átti barnið að svara? Átti hún að dirfast að segja, að biskup hefði syndgað? Þegar henni varð Ijóst, að lienni var óhœtt að vera einlœg, hvísl- aði hún: „Já, þú hefir syndgað.“ Ég sagðist vera algerlega sam- mála henni. Það væri ekki nokkr- um vafa undirorpið, að biskupinn hefði syndgað. „Þið segið, að sá, sem syndgi, sé afmáður úr bók lífsins. Biskup ykkar liefir syndgað.Ég er þá ekki lengur skráður í bók lífsins, börn? Hvernig eigum við að snúast við þessu?“ Börnin tóku nú til við að hugsa, svo að nærri því brast í heilum þeirra. Hvað áttu þau nú að gjöra? — Aðstaðan var mjög erf- ið. Allt í einu rétti laglegur, lítill tíu ára drengur upp hendina: „Hvað álítur þú?“ spurði ég. — Hann svaraði hátt og greinilega, svo að allir gátu heyrt: „Jú, þú ert ritaður þar, því að Kristur dó fyrir syndir þínar.“ Barnaliópurinn varp öndinni. Auðfundið var, hve þeim létti. Biskupinum þeirra hafði verið bjargað. Þrátt fyrir allt var hann ritaður í bók lífsins. Sjá, enn einu sinni berst þetta kall til þín, sem segir: Viltu vera kristinn? Viltu ekki geíast Drottni og lifa í trúarhlýðni við hann, eftir því, sem hann gefur þér náð til? Enn einu sinni færðu nú að heyra það, að eilíf örlög þín velta á afstöðu þinni til hans, í honum er frelsi. Án hans er glöt- un. í honum er ljós, en án hans eilíft myrkur. Vinur. Sértu sannur og einlæg- ur þá veittu þessum boöskap at- hygli. Prófaðu samvizku þína í ljósi Guðs orðs. Gefðu því gaum, hvað Biblían sjálf segir, án allrar útlistunar manna. Hún talar skýru og auðskildu máli um kjarnaatriðin: Synd þína og frá- hvarf frá Guði, — en þó fyrst og fremst um kærleika hans, sem kallar þig til sáttar og nýs lífs í honum, fyrir endurlausnina í Kristi Jesú„ Hlýddu þessu kalli Guðs og láttu frelsast til þess að lifa hon- um dag hvern af fúsu og þakk- látu hjarta. Klrkju- clíilkur Fríkirkjusöfnuðurinn. Eins og kunnugt er hafa nú um nokk urt skeið verið allharðar deilur i Frí- kirkjusöfnuSinum í Reykjavík, vegna prestskosninga þeirra, sem þar fóru fram síSastliðinn vetur. Á aukafundi og aSalfundi safnaðarins, sem haldinn var i vor, kom í ljós, aS klofningsmenn voru ekki nærri eins sterkir og látiS hafði verið i veðri vaka. Meirihluti safnaðarstjórnar hafði yfirgnæfandi fylgi á báðum fundum. Visitatia. Bislcup visiteraði Suður-Þingeyjar- prófastsdæmi fyrrihluta júlímánaðar. Eins og venja biskups er á slíkum fcrð- um prédikaði liann í mörgum kirkjum, er liann visiteraði. Prestsvígsla. Sunnudaginn 30. júlí kl. 10,30 vígði biskupinn þrjá guðfræðikandidata, er aliir höfðu verið settir til þess að þjóna prestslausum köllum. Þeir, sem vígðir voru, voru þessir: Gisli Kolbeins, sett- ur að Sauðlauksdal, Kristján Róberts- son, settur að Raufarhöfn og Magnús Guðmundsson, settur að Ögurpresta- ltalli. Sextugsafmæli. Sigurgeir Sigurðsson, biskup, varð sextugur þann 3. agúst síðastliðinn. Meðal annarra gjafa og heillaóska, sem biskupi barust, var málverk eftir Kjar- val, sem prestar landsins gáfu honum. Skálholtshátíð. Þann 23. júlí var liin árlega Skálliolts- IiátiS haldin að Skálholti. Margt manna kom þangað, þrátt fyrir ólientugt veð- ur. Síra Bjarni Jónsson prédikaði við guðsþjónustu, sem fram fór í kirkjunni, en síðar um daginn flutti dr. Björn Þórðarson, fyrrv. ráðlierra, erindi. Kór Dómkirkjunnar i Reykjavík aSstoðaði með söng, undir stjórn dr. Páls ísólfs- sonar. Biskupinn og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.