Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1953, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.10.1953, Blaðsíða 2
2 B J A R M I Melstu fréttir úr heintuh öyu nt Margir lesendur Bjarma vilja fá að fylgjast sem bezt með í því, sem gerist í kristilega starfinu. Ætti að segja frá þvi helzta svo að gagni yrði, yrði það langt mál, svo langt, að ekki veitti af megin- lesmáli blaðsins. Hér skal því að- eins i mjög stuttu máli sagt frá helztu fréttum frá starfinu. Er þá fyrst að segja frá mótum þeim, sem haldin hafa verið síðari hluta sumars. Kristileg skólasamtök höfðu sunnudagaskóli og yngri deildir fyrsta sunnudaginn i október. Laugarnesdeild KFUM hefir fundi fyrir pilta á UD aldri hæði á miðvikudögum og laugardögum. Unnið er að flutningi „Drengja- horgar“ (timburhússins, sem Laugarnesstarfið var áður i) á lóð þá, sem félögin hafa fengið á horni Réttarholtsvegar og Langa- gerðis, og er í ráði að hefja félags- starf þar strax og húsið er not- hæft á ný. blæbrigði, sem fá má úr orgelinu. Að loknum leik hans, sem mun bafa staðið um hálfa klukkustund, cða fyllilega það, talaði síra Bjarni Jónsson aftur nokkur orð til upp- liyggingar, cn blandaður kór KFUM og K söng tvö lög. Sam- koman var á fómarsamkomu- kvöldi og komu inn kr. 4740,00. Rann það fé til orgelkaupanna. Orgel þetta er mikill fengur fyr- ir starfið. Tildrög þess að orgelið er komið í salinn er upprunalega áhuga eins af meðlimum KFUM að þakka. Hafði hann í kyrrþey safn- að um 14 þúsund krónum til orgel- kaupanna, og var sú upphæð al'- hent í fyrra vetur, og varð það lilefni þess, að hafizt var banda um orgelkaupin, meðan hægt var að fá gjaldevrisleyfi. kristilegl skólamót í Vindáshlíð, fyrstu helgina i sept- ember. Þátttakendur voru um 50 og var samveran til mikillar upp- örvunar þeim, sem þátt tóku i móti þessu. Félagið hefir auk þessa móts haft Biblíulestra fyrir skóla- nemendur og aðra unglinga á föstudagskvöldum í sumar. Hafa þeir verið prýðilega sóttir. Bibliu- lestrarnir eru nú hættir, en funda- starf hefst nú með sama sniði og undanfarna vetur. 1 Vindáshlíð var einnig annað mót haldið nú í haust. Fyrstu lielgina í október efndi Kristilegt stúdentafélag til kristileg-s stúdentamóts þar í skálanum. Ræðumenn voru Guðmundur Óli Ölafsson, guð- fræðingur, Gunnar Sigurjónsson, guðfræðingur, sira Jóhann S. Hlíðar og sira Magnús Runólfsson. Mótið var frá föstudegi til sunnu- dagskvölds. Umræður og samtal var á hverjum fundi og góður andi yfir samverunni. Loks má svo geta þess, að eins og áður hafði verið auglýst var Biblíunámskeið í Vatnaskógi 19. -27. sept. Þátttaka var ágæt, yfir 80 manns, þegar flest var. Fyrirkomulag var hið sama og verið hefir. Ein klukkustund á dag til lesturs Nýjatestamentisrits, og önnur klukkustund fyrir lestur Gamlatestamentis kafla. Auk þess voru svo kristniboðssögutímar og fræðsla um kenningarmismun og sögu utanþjóðkirkjuflokka. Á kvöldin voru samverustundir með fróðleik og frásögnum, og sagði Steingrímur Benediktsson þá með- al annars frá sunnudagaskóla- starfi. Eitt kvöldið, á miðvikudag, var farið til Akraness og samkoma haldin þar í kirkjunni. Á fimmtu- dagskvöld var heilög stund í Saurbæjarkirkju við altarisgöngu hjá síra Sigurjóni Guðjónssyni, prófasti. Nú er vetrarsvipur á ný kominn á starf K.F.U.M. og K. Deildarfundir eru byrjaðir, bæði í yngri og eldri deildum. Hófust AJmenna samleoman fyrsta sunnudaginn í október var með noklaið óvenjulegu sniði. Á þeirri samkomu var ^ ------------ víg't nýtt orgel, sem félögin hafa eignazt. Er það rafmagnsorgel frá kanadískri verksmiðju, svo nefnt Minsliall orgel. Umboðsmaður þess hér a landi er Elías Bjarnason, kennari, og var hann mjög hjálplegur við útvegun orgelsins og tók m. a. engin umiioðslaun fyrir sölu orgelsins. Samkoman var mjög vel sótt. Síra Bjarni Jónsson, formaður KFUM, stjórnaði samlíomunni og liélt vígsluræðu. Dr. Páll Isólfsson, organleikari, lék því næst á orgelið nokkur orgclvei’k, samlxomugest- um til mikillar gleði og upplxygg- ingar. Hafði liann gefið góð ráð í sambandi við orgelkaupin, og lét nú samkomugesti heyra ýmis Rétt er með nokkur orðum að minnast á ferðastai'fið. Benedikt Jasonarson átli að stai’fa í Vestmannaeyjum fram til 19. ]). m. Hei’borg og Ólafur Ólafsson fóru til Akureyrar 8. þ. m. og ætluðu að vei’a þar til 19. olvtóber. Var ætlunin m. a. að lialda sam- komuviku þar. Síðan mun Ólafur fara vestur á Snæfellsnes. Þá er og ráðgert að hafa kristniboðsviku í Reykjavík vikuna 18. -25. októ- ber. Verða samkonxurnar í húsx KFUM og K. Kristniboðsvika mun einnig vci’ða á Aki’anesi fyrstu vikuna i nóvember. Ferðaáætlun liefir verið gerð í stórum dráttum fyrir starfsmenn Kristniboðssam- bandsins. Vex’ður nánar auglýsí síðar það, sem ekki er getið lxér. AFIMEITIJN Einu sinni var afneitun tízka, og er það enn í vituncl sumra manna. Sumum þijkja þeir menn fínastir, sem eru afneitarar, og ijmsir virðast lialda, að þá fyrst hafi þeir sjálfir komizt á andlegan liefðarpall, er þeir telja sjálfa sig í hópi afneitara. Heilög ritning talar um afneitun. 1 hennar hoðun er meira að segja til lwatning til afneitunar. Það er önnur afneitun en sú, sem þeir eiga við, sem afneita sannindum trúarinnar. Ritningin segir t. d. á einum stað: „Náð Guðs — — kennir oss að afneita óguðleika og veraldlegum girndum, og lifa hóglátlega, réttvíslega og guðrækilega í heimi þessum." í þessum orðum er vísbending, sem kristnir menn mega ekki glegma. Vér hljótum ávallt að lifa í neikvæðri afstöðu til margs, ef vér viljum vera í sannleika lærisveinar Drottins. Vantar oss ekki mikið af hinni heilbrigðu afneitun? Kunnum vér eins vel og vera skyldi að segja nei við ýmsu því, sem ekki fær samrýmzt kristnu líferni og trú. Feður vorir i trúnni byrjuðu trúarjátninguna á afneitun, og það gjöra margir enn í dag: „Ég afneita djöflinum og öltu hans athæfi og öllum hans verkum." Það er í samræmi við orð Guðs um að afneita óguðleika. Vér hljótum einnig að afneita mörgum kenning- um, sem fluttar eru í nafni kristni og kirkju, en eiga enga stoð i Guðs orð. Og síðast en ekki sízt: Vér megum ekld gleyma þeirra sjálfsafneitun, sem Drottinn Jesús sjálfur brýnir fyrir lærisveinum sínum, er hann segir: „Vilji einliver vera tæri- sveinn minn, þá afneiti hann sjálfum sér, taki upp kross sinn og fylgi mér eftir." Þurfum vér ekki að gefa betri gaum því, sem Guðs orð segir um kristna afneitun? Sigurgeir Sigurðsson * biskup yfir Islandi Er unnið var að þessu tölulxlaði Bjarma barst sú óvænta fi’étt, að Sigui'geir Sigurðsson, biskup, Iiefði orðið bi'áðkvaddur á lieimili sínu þann 13. þ.m., sextiu og þi’iggja ára að aldri. Hann var fæddur á Eyrai’bakka árið 1890 og tók guð- fræðipróf við Háskóla íslands árið 1917. Sama ár varð hann prestur á ísafii’ði, fyrst aðstoðar- prestur, en árið eftir sóknarprest- ur þar. Gegndi hann því starfi, á- samt pi’ófaststörfum frá 1927, unz liann vai’ð biskup 1. janúar 1939. Hann lét mjög til sín taka í bisk- upsstörfum sínum og varð þjóð- kunnur maður, ekki einvörðungu vegna stöðu sinnar, heldur einnig stai'fa. Einföld atriði Orðin í fyi'sta Jóhannesarbréfi 3, 13 og 23 geyma boðslcap, sem okkur rná ekki gleymast. „Undrist eldd, bræður, þótt heimurinn hati yður.“ Þetta er sannleikur, sem okkur gleymist svo oft. Það er ekkert undarlegt að þeir, sem vilja ti'úa á Drottin og lifa honurn, rnæti andstöðu frá heiminum. Okkur er sagt það í orðinu, að heimurinn skilur oklcur alls ekki, af því að hann er af öðrum anda. Það get- ur oft verið erfitt fyrir trúaðan mann, hvernig hann eigi að snúast við einu og öðru. Það getur vei’ið erfitt að sigla milli skers og báru eða vita, lxvað við eigum að gera. Það er okkur sagt í seinna vers- inu, sem ég gat um: „Og þetta er boðorðið: að vér skulurn trúa á nafn sonar lians Jesú Krists og elslva lxver annan, samkvæmt því, sem liann hefir gefið oss boðorð um.“ Við eigum að trúa á hann —• eigurn að Ixoi'fa á Jesúm. Við liorf- um allt of mikið á sjálfa okkur og baráttu okkar. Við horfurn á um- hvei’fið og hvernig mennirnir eru, og við horfum á stai’fið — en ekki á Jesúm. Þess vegna gengur margt svo erfiðlega i trúarlifinu og af- stöðunni til heimsins. Ef vxð ti'yðum meii'a á Jesúm, ti’eystum lxonum og horfðum á hann, þá yrðum við glaðari en við erum. Og svo er annað ráð gefið i þessu versi. Við eigum að elska hver annan. Það er ákaflega erfitt fyrir okkur. Það bjátar margt á x samstarfi og samveru. Við verðum oft óþolinmóðir og jafnvel reiðir. Við eigum bágt með að umbera. En hér stendur, að við eigum að elska bræðurna í Ki'isti. Það segir okkur, að við eigum að vera ein- lægir hver við annan, og reyna að skilja hver annan, og taka meira tillit hver til annars. Það vantar oft mikið á. Og við vitum, Frh. á 4. síðu.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.