Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1966, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.12.1966, Blaðsíða 7
BJARMI 7 ugum skemmtunum. Hann skrifar: „Ég hlakka mikið til næsta sum- ars í Strandheim. Við skulum samt ekki gleyma því, að einn, Jesús, er ávallt nálægur okkur. Við get- um fagnað yfir þeim sannleika á hverjum degi.“ Jólapósturinn er mikilsvert atriði fyrir alla í Strand- heim, og fallegu orðin eru lesin upphátt fyrir drengina. Við skulum nú virða svolítið nánar fyrir okkur erlendu gestina. Fjórum sinnum á dag setjast þeir að borði. Þeir hafa lært borðbæn, þeii' syngja við morgunguðræknis- stundirnar og þeir biðja „Faðir vorið“ saman upphátt kvölds og morgna. Þeim þykir gaman að og hlusta fúslega á það, sem sagt er um Jesúm. Allan daginn milli mála eru þeir úti á skíðum og koma aft- ur inn blautir og svangir. Á kvöld- in dunda þeir við ýmiss konar handavinnu, iesa bækur, tefla tafi eða raða frímerkjum. Fyrstu dag- ana tók ég eftir einum, sem hegð- aði sér dálítið einkennilega við borðið. Hann var líka að læra ýmsa mannasiði. „Hvei's vegna sit- urðu svona óvenjulega við borðið, þegar við förum að borða?“ Hann svaraði: „Ég hef aldrei setið við borð, fyrr en ég kom hingað.“ „Hvar siturðu þá, þegar þú kem- ur heim til þín aftur?“ „Ég sit á gólfinu með diskinn milli fótanna.“ Á eftir kom dálítið langt samtal um vagninn, sem hann átti heima í ásamt föður sínum, sem oft hafði verið settur í fangelsi vegna ölæð- is, og móðir hans bjó einnig í vagn- inum, en hún hefði gjarnan mátt vera betri. Það er óþarfi að segja frá þyí, að áður en langt um ieið var hann til fyrirmyndar við borðið. Annar drengur sá í fyrsta sinni pentudúk við diskinn. Hann tók hann og spurði: „Hvað er gert við þetta?“ Hann vildi helzt nota fing- urna til þess að borða með og þurrkaði sér síðan um munninn á skyrtubrjóstinu sínu. Ég sagði við hann: „Þú sem ei’t svona ágætis náungi hlýtur að geta lært að nota gaffal. Skyrtan þín lítur út eins og gamalt koi’t af Evrópu. Komdu með mér, þá skaltu fá nýja skyrtu, það verður að þvo þá, sem þú ert í.“ Hann lærði fljótlega að nota gaff- al og það sást aldrei matarblettur framar á skyrtubrjósti hans. Heimilislausu mennirnir frá Osló og flóttamannadrengirnir, sem oft komu frá fjölskyldum, sem tvístr- azt höfðu, eru eins og faileg, fín- gerð blóm, sem haglél hefur leikið illa. Jólin eiga að flytja þeim boð- skapinn um Jesúm, sem kom, af því að hann elskaði alla og hann getur afmáð syndir, læknað hjarta- sár og gefið kraft og vöxt og heil- agar minningar fyrir framtíð alla. Okkur langaði til að sýna þeim í verki og umhyggju, að þeir geti allir fengið aðstoð til þess að standa á fætur og komast áfram og geti fengið kraft til þess að mæta haglélum þeim, sem á þeim munu dynja á ævibrautinni. jcjcjcjcjcjcjtjcjtjcjcjcjcjcjcjcjcjcjcj -k * -k -k -k--k -k-F -K-kk -k k -k -k -k -k -k -k j ÉG ER Á LANGFERÐ UM LÍFSINS HAF Það, sem ég ætla að segja núna, hefur leitað ákaflega sterkt á mig nær því daglega öll árin, eftir að það gerðist. Ég held, að óhætt sé að segja, að ég geti sagt um sjálf- an mig, að ég sé raunsær maður, sem öll hjátrú og dulrænt tilfinn- ingavingl sé ákaflega fjarri. Þessi atburður sannfærði mig samt um það, að það er meira til milli him- ins og jarðar en vér menn skilj- um. Sjálf getið þér dæmt um það: I seinni heimsstyrjöldinni, þeg- ar baráttan um Atlantshafið stóð sem hæst, stjórnaði ég skipi. Það var 9 þúsund smálesta vöruflutn- ingaskip, sem sigldi milli Banda- ríkjanna og Englands. Vér vorum í hverri ferð fullhlaðnir alls kon- ar lífsnauðsynjum til Bretanna, sem áttu í harðri baráttu. Vér höfðum farið mai’gar vel heppnað- ar ferðir, þegar vér voi'um staddir um 200 sjómílur norðvestur af Ir- landi. Þá hitti tundui’skeyti óvin- anna skipið og sökkti því. Vér höfðum verið i stórri skipalest, sem í voru yfir 100 skip, en þeir ægilegustu vetrarstormar, sem ég hef nokki’u sinni lent í á Norður- Atlantshafinu, di’eifðu skipalest- inni, og h’ver varð að sjá um sig. Vér létum í'eka undan vindinum í þi’já sólarhringa, og þegar stoi’m- inn loks lægði, var ekkert skip að sjá eins langt og augað eygði. Kaf- báturinn, sem sökkti skipinu, hafði staðizt óveðrið og allan tímann verið í nálægð. Nokki’um klukku- stundum eftir að vér höfðum tek- ið rétta stefnu að nýju, sprakk tundui’skeytið neðarlega í skipinu, og á örstuttum tíma var glæsilega skipið aðeins nokkur í’eköld á yfir- borði sjávar. Um helmingur skips- hafnarinnar, sem var 36 menn, hvai’f í djúpið með skipinu. Hafið var enn úfið eftir stoi’m- inn, en oss tókst samt að koma tveim bjöi'gunai’bátum á flot. 1 bjöi’gunarbátnum, sem ég. var í, vorum vér níu. Mai’gir þeirra voru mikið særðir. Bát 1. stýrimanns hi’akti fi'á oss um nóttina, og vér sáum hann ekki framar. Að vera vitni að því, að skip, sem maður lxefur verið tengdur sterkum bönd- um um langan tíma, hvei’fi að fullu og öllu í hafið, er líkast því að standa á barmi opinnar grafar og sjá bai'nið sitt grafið. Og þegar skipsfélagax’nir, sem hafa átt sam- eiginlega sorg og gleði mánuðum og árum saman, hvei’fa í djúpið með skipinu, skilur það eftir ægi- iegt sviðasár í sálinni, sem tíman- um tekst aðeins að lina og það mjög hægt. Ég gleymi aldrei deg- inum. Það var 22. desember 1941. Fyrsta nóttin í bjöi’gunarbátn- um var óslitin martröð. Vér kveikt- um á neyðai’blysum við og við í von um, að hjálp bærist. Nóttin var niðadimm og stjöi’nulaus og nístandi kuldi æddi yfir hafið. Þungar öldur ýfðust, og vér sáum hvíta öldutoppana koma eins og fnæsandi í myrkrinu. Oss var öll- um óskaplega kalt. Þeir sem særð- ir voru, stundu sífellt og hi'ópuðu í óráðshita. Vér gátum lítið að- hafzt til þess að lina þjáningu þeii’i’a. Vér voi’um örmagna, getu- lausir og biðum þess eins, að dag- ur í-ynni. Þegar gráleitur moi’gunn i'ann undir dimmum skýjakömbum, 'voru tveir særðu mannanna dánir. Þeir lágu samanhnipi-aðir í botni bátsins með galopin, slokknuð augu í fölu, afmynduðu andlitinu. Ekk- ert skip var að sjá. Óendanlegt og einmanalegt hafið umkringdi oss á alla vegu og veitti enga huggun. Tímarnir liðu, og kraftar vorir, sem enn lifðum, tóku að dvína. Með miklum ei’fiðismunum var þeim dánu lyft upp á borðstokkinn og síðan vai’pað í hafið. Ég gaf þeim „Faðir voi’ið“ í vegarnesti og lét síðan hafið taka þá. Það var ekk- ert annað að gjöra. Meðal hinna særðu var nýliði, 17 ára piltur, sem Kjell hét. Hann átti heima í einum smábæ Suður- Noi’egs. Jái’nflís úr skipinu hafði skorið sundur brjóst hans. Hann lá mestallan tímann í móki, og höf- uð hans var í fangi mér. Við og við stundi hann og bað um svolit- ið vatn. Einu sinni í’eis hann upp til hálfs, starði út yfir hafið, eins og hann hlustaði, og með augun dauf af sótthita, sagði hann: „Ég heyri í kirkjuklukkunum, skipstjóri!“ Nótt í viðbót ieið, koisvört eilífð fyllt þjáningu, angist og örvænt- ingu. Það var tekið að snjóa, og ís- kaldur vindurinn smaug í gegn um mei’g og bein. Föt vor voi’u blaut eftir ágjöfina og urðu gaddfreðin utan á oss. Á þeirri nóttu lærði ég svo að um munaði, hvað felst í kulda, þeim miskunnai’lausa kulda dauðans, sem leggur klakabrynju sína umhverfis bæði líkama og sál. Það er ei’fitt að missa ekki kjark- inn, þegar engu er líkai’a en jafn- vel hjartað, sem þó slær enn, sé í þann veginn að stirðna í ógn dauðans! Þegar liðið var á nóttina, reis 2. stýrimaður upp af þóftunni, sem hann sat á, muldi’aði eitthvað um það, að hann yrði að ná sér í leigu- bíl, til þess að komast heim fyrir jól, steig yfir boi’ðstokkinn og hvai’f í hafið. Ég hafði ekki þi’ek til þess að hreyfa fingur til þess að koma í veg fyrir þetta. Þegar nýr dagur seitlaði hægt út úr gi’á- um, skýjum huldum himni, lá loft- skeytamaðurinn einnig gaddfreð- inn og dáinn í botni bjöi’gunai’- bátsins. Hann hafði farið úr jakk- anunx og breitt hann yfir fáklædd- an vélstjóra, sem hann áleit að þyi’fti hans fi’ekar við. Skipsdrengurinn var enn á lífi. Ég gat gi’eint, að hann dx’ó and- ann hægt, en fölvinn á andlitinu talaði sínu glögga máli um það, að dauðinn væri í þann veginn að ná yfirhönd. 1 hálf sljórri undrun fór ég að hugsa um það, að dauð- inn tæki sér aldrei frídag. Jafnvel ekki í dag, á aðfangadegi ... Klukkan mun hafa verið nálægt þi’jú síðdegis, þegar skipsdi'engui’- inn iauk upp augum og sagði svo lágt, að ég gat tæplega heyrt það: „Syngdu fyrir mig, skipstjóri!“ „Syngja? Hér, í einmana björg- unai’báti á Norðui’-Atlantshafi, með dána og deyjandi menn um- hverfis sig og dimm, þjótandi vetr- ai’ský yfir höfði sér? Varir mínar voi’u spi'ungnar og þurrar, og það var engu líkara en röddin væri botnfi’osin, ef til vill kæmi ég ekki nokki’u hljóði upp. Ég vissi, að pilturinn stóð á þröskuldi dauðans, og ég ákvað þegar, að ég skyldi uppfylla síðustu ósk hans: „Hvað viltu, að ég syngi, di’eng- ur minn?“ Hann hoi’fði beint í augu mér og svaraði hiklaust: „Ég er á langferð um lífsins haf . ..“ Ég segi alveg satt, vinir mínir, þegar ég segi fi’á þvi, að ég þekkti þennan söng ekki, og ég vissi ekki til þess, að ég hefði heyrt hann áð- ur. Lagið var mér gjörsamlega ókunnugt og textinn einnig. Samt sem áður lauk ég upp munninum og söng, orð bættist við orð, lína við línu, vei’s við vers: „Ég er á langferð um lífsins haf og löngum freistinga kenni, mér stefnu frelsarinn góði gaf, ég glaður fer eftir henni.“ Það var engu likara en einhver héidi opinni bók fyrir framan mig með textanum og nótum, eða eins og kvikmynd liði fyrir augum mér. Ég skynjaði það, að ég hefði aldi’ei á ævi minni sungið betur. Röddin kom innan að, og samt fannst mér það ekki vera í’ödd mín, heldur að ég myndaði óþekkt oi’ð með vör- um mínum og léti þau hljóma lengra. Vindinn lægði og öldui’nai' lægði á meðan ég söng. Skýin, sem höfðu þotið dimm og ógnandi dög- um saman yfir hafið, greiddust yfir höfðum voi’um, og himnesk, mild bii’ta flæddi yfir oss. Skipsdrengurinn lá kyi’r í fangi mínu. Ég hafði á ái’um þeim, sem liðin voru, oft orðið að sjá menn deyja, en aldrei hefi ég séð fall- egra andlit í dauðanum. Veikt bi’os lék um varir hans, eins og hann hefði verið stöðvaður í skemmti- legum leik. Hann var lítið meira en stórt barn. Gleði Ijómaði úr hverjum andlitsdi’ætti. Umhvei’fis oss var eins og hafið væri að hvila sig í kyrrð, og vindurinn hafði bi’eytzt í veikt hvísl, sem jók á kyrrðina. Mér fannst ég skynja nálægð Guðs og vængjatök eilifðarinnar um- hverfis mig. Þegar söngnum var lokið, vissi ég, að skipsdrengurinn væri dáinn. Þá risu öldui’nar á ný, skýin þétt- ust og vindurinn tók að þjóta kveinandi yfir auðum haffletinum. Þetta var einkennileg reynsla, sem ég mun aldi’ei gleyma. Skipsdreng- ui’inn fékk „Faðir voi’ið" sitt í vegai’nesti, eins og hinir höfðu fengið, og hvai’f þannig í djúpið. Þetta aðfangadagskvöld var dimmt og óhugnanlegt. Við og við svipti vindurinn samt skýjum fi'á Framh. á 8. síöu.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.