Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1974, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.01.1974, Blaðsíða 4
Ávarp til kristniboðsvina Þær alvarlegu fréttir hafa borizt fra Konsó, að vegna lítillar úrkomu á síðasta ári líði nú margt fólk í héraðinu skort. Verst er ástandið í Kolme, 40—50 km vestur af kristniboðsstöðinui, og í þorpum næst Seggen-ánni. Ástand- ið fer hríðversnandi með hverri viku sem líður. Stjórn S.t.K. kom saman til skyndifundar þann 14. janú- ar og samþykkti að senda strax um 225 þúsund krónur til matarkaupa. Þetla eru óvænt útgjöld, sem hætast við um 4 milljón króna fjárhagsáætlun starfsins í Konsó fvrir árið 1974. Um leið og kristnihoðsvinum eru faerðar innilegar þakkir fvrir framlög og stuðning á liðnu ári, er þeim hent á þörfina í ár. Drottinn hefur falið okkur á hendur þjón- ustu í Eþíópíu. Verkefnin eru óþrjótandi, hjálpi Ilann okk- ur til að reynast trú, svo að sá Jesús Kristur, sem gaf okk- ur lífið, megi einnig dýrðlegur verða íneðal þeirra, sem sitja í myrkri og skugga dauðaus. „En í því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesúm Krist.“ (Jóh. 17,3). Hjálparstofnun kirkjunnar hefur ákveðið, að hin árlega fórnarvika hennar, sem í ár verður 3.—10. inarz, skuli lielguð söfnun vegna yfirvofandi hungursneyðar í Konsó. Biðjum og stuðlum að því, að söfnunin takist vel. Gísli Arnkelsson. Uft veröa börnin einna haröast úti, ]>egar liungursneyö ber aö höndum. Myndin sýnir, hvar svöngum börnum cr gefið aö boröa. Komið saman, trúaðir menn! „Þegar þér komið saraan," segir postulinn í fyrra bréfi sínu til Korintumanna (14,26). Hann veit, þegar hann skrifar læri- sveinunum, að þeir eru menn, sem koma saman. Þetta er ekk- ert efamál. Það er eitt sérkenni hins nýja lífs, að vér tökum að þrá að vera með öðrum börnum Guðs. Það er ástæða til að leggja áherzlu á þetta. Samfélag kristinna manna er lífsnauðsyn. Tveim stoðum má renna undir það. Það er annars vegar nauðsynlegt hverjum kristnum einstaklingi að eiga sér samastað í samfélaginu. Það stríðir svo gegn eðli þess að vera kristinn að blanda ekki geði við aðra um orðið og til- beiðslu, að það nálgast sjálfs- morð að einangra sig, nema nauður reki til. En samfélag kristinna manna er líka hinn eðliiegi og nauð- synlegi grundvöllur, sem vöxt- ur guðsríkis hvílir á. Þar sem trúarsamfélagið er lifandi og öflugt, þar bætist við í hópinn. Þannig hefur því verið farið frá fyrstu hvítasunnu til þessa dags. Óvinurinn leggur sig mjög fram um að hindra, að kristnir menn komi saman. Ástæðan hlýtur að vera sú, hvílík nauð- syn samfélagið er. Og þó vit- um vér og höfum fyrir oss sögu kirkjunnar fyrr og síðar, að höfðingi þessa heims fer með sigur af hólmi, ef börn Guðs hætta að koma saman. Það er þetta, sem gerist: Áhugamálin verða mörg, hugurinn skiptur. Það þarf æ meira átak til að koma sér af stað til að hitta 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.