Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1980, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.01.1980, Blaðsíða 9
Hópur ungmenna aöstoðaði meö söng og hljóð- fœraleik á samlcomu- vikunni á Akureyri. KSKIJI.VIKKVÖLI) KFUM og K i Reykjavík efndu til aeskulýðskvölda í húsi félagsins við Amtmannstig dagana 15. til 18. nóvember sl. Æskulýðskór félag- anna sá um samkomurnar, en stjórn- andi kórsins, Sigurður Pálsson, námsstjóri, var aðalræðimaður öll kvöldin. Æskulýðskórinn og söng- flokkurinn Sela sungu, og einnig sagði ungt fólk frá trúarreynslu sinni. FERUASTAIIFID Gunnar Sigurjónsson og Benedikt Arnkelsson dvöldust á Akureyri og heimsóttu auk þess nokkra staði norðanlands í nóvember siðastliðn- um. Þeir tóku fyrst þátt i unglinga- móti, sem KFUM og K efndu til við Flólavatn í Eyjafirði um fyrstu helg- ina i nóvember. Voru þátttakendur alls tæplega 30. Mótsgestir fóru til kirkju á Flólum i Saurbæjarhreppi. Þar þjónaði sr. Bjartmar Kristjáns- son, sóknarprestur, tyrir altari, en Benedikt predikaði. Á sunnudaginn hófst kristniboðs- og æskulýðsvika í kristniboðshúsinu Zíon á Akureyri. Var kristniboðið kynnt þar að vanda. Hópur ungs fólks söng, lék á gítara og vitnaði. Ferðastarfsmennirnir predikuðu, svo og Ólafur Jóhannsson, guðfræði- nemi, en hann kom frá Reykjavík seint i vikunni ásamt fjórum ung- mennum, sem báru fram vitnisburð í tali og söng. Til kristniboðsins söfnuðust 142 þúsund krónur. Samkomuvikan endaði á kristni- boðsdaginn, 11. nóvember. Bene- dikt var í Reykjavik þann dag, pre- dikaði i útvarpsmessu hjá sr. Jóni D. Hróbjartssyni í Laugarneskirkju, en hélt siðan norður attur. Meðan þeir félagar voru á Akureyri, heim- sóttu þeir elliheimilin í bænum og i Skjaldarvík og lögðu annars lið í starti kristniboðsfélaganna og KFUM og K. Frá Akureyri lá leið þeirra til Hofs- óss. Þeir kynntu kristniboðið á fundi Lionsfélagsins þar, svo og í grunn- skólanum. Þá héldu þeir samkomu í barnaskólanum i Hegranesi. Sam- koma var haldin að kvöldi dags i barnaskólahúsinu á Hólum i Hjalta- dal, og morguninn eftir voru þeir á meðal nemenda skólans og sögðu FRÁ STARFINU trá kristniboðinu og sýndu myndir. Þeir heimsóttu lika skólann að Stóru-Ökrum í Blönduhlið. Um síðustu helgina í nóvember dvöldust þeir félagar í Höfðakaup- stað í Húnavatnssýslu. Komu þeir fyrst í ,,kirkjuskóla“ barnanna á laugardeginum. Morguninn eftir messaði sóknarpresturinn, sr. Pét- ur Þ. Ingjaldsson, og töluöu ferða- langarnir báðir, en sýndu myndir frá kristniboðinu i lok samveru- stundarinnar. Gáfu kirkjugestir rúm- ar 32 þúsund til kristniboðsstarfs- ins. Nú sem fyrr nutu ferðastarfsmenn- irnir fyrirgreiðslu og gestrisni kristniboðsvina og velunnara starfs- ins, og var þeim hvarvetna vel tekið. LOFSVERT FRAMTAK Það er gleðilegt, þegar unga fólkið sýnir kristniboðinu áhuga og vill leggja fram krafta sina í þágu þess. Kristileg skólasamtök stóðu fyrir barnagæzlu í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg í Reykjavík 22. des- ember síðastliðinn — fyrir þá, sem kynnu að vera á terðinni i bænum t. d. í verzlunarerindum. Var aug- lýsingarmiðum dreift á samkomum i húsinu og fjölmiðlum send frétta- tilkynning. Forráöamenn 28 barna notfærðu sér þessa þjónustu og skildu börnin eftir í umsjá unga fólksins. Hatt var ofan af fyrir þeim með leikjum, föndri, kvikmyndasýningu og ,,jóla- haldi“ með jólatré og jólasveini. Tekjurnar at þessu urðu 39 þúsund krónur, og runnu þær til kristni- boðsins. — Sira Guðmundur Óli Ólafsson, sókn- arprestur í Skálholti, kom i desem- berbyrjun i skrifstofu Kristniboðs- sambandsins og athenti rúmlega 150 þúsund krónur til kristniboðs- ins. Hann sagði, að upphæðin væri ágóði af innansveitar happdrætti, sem skólabörn í Reykholtsskóla i Biskupstungum hetðu efnt til með leyfi hreppstjórans. Vinningur var veturgamalt trippi, sem gefið hafði verið í þessu skyni. Börnin höfðu sjálf útbúið happdrætt- ismiðana og sýnt mikinn áhuga við sölu þeirra, sérstaklega tveir dreng- ir. Annar þeirra hafði selt 50 miða, en hinn milli 40 og 50 miða. Alls seldust um 300 miðar. Verð mið- anna var 500 krónur. Annars voru börnin um 20 talsins, sem unnu að þessu. Unga fólkinu eru hér með færðar alúðar þakkir fyrir þessa framtaks- semi þess. Guð blessi þau og heim- ili þeirra, svo og aðra þá, sem stuðl- uðu að því að gera þetta kleift og sýndu með þvi kærleika sinn til kristniboðsins og útbreiðslu Guðs ríkis. 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.