Bjarmi - 01.03.1981, Blaðsíða 3
DANMÖRK:
Frgáls preslaskóli
Safnaðarprestaskólinn í Árósum
hefur nú starfað í nokkur ár, og
hafa nemendur þaðan þegar látið
í'ð sér kveða í kirkjulífi Danmerk-
ur. Níu nemendur skólans eru orðn-
‘r prestar, og- meðal þeirra 18 ann-
arra nemenda, sem lokið hafa guð-
fræöinámi í skólanum, eru tveir að
verki úti á kristniboðsakrinum, og
sex eru starfsmenn í kirkjulegum
félagssamtökum. Gert er ráð fyrir,
að 12 manns ljúki prófi í skólanum
a þessu ári, og hafa fjórir þeirra
Þegar verið ráðnir til starfa í Líb-
eríu í Afríku, á vegiun Dansk Etlii-
°Per Mission.
Alls eru nemendur skólans nú
140. Skólinn ætlar að safna sex
uiilljónum danskra króna til ný-
ðygginga. Stofnunin nýtur ekki op-
mberra styrkja, en á áttunda þús-
und manns gefur reglubundið í
skólasjóð, enda er það þessum gef-
endum að þakka fyrst og fremst,
að unnt er að relca skólann.
SVÍÞJÓÐ:
Stjörmispá í kirkju
„Velkominn í Stórkirkjuna. Eáttu
bunna stjörnuspámenn lesa fyrir
Þlff úr stjömunum". Þetta býður
ein stærsta kirkja Svíþjóðar. I>að
er alkunna, að veraldleg blöð og
tímarit birta stjörnuspár, en sjald-
ífaeft mun vera, að kirkjur bjóði
fólki slíka „þjópustu“. Samt hafa
nokkrir sænskir prestar gengið í
l*ð með stjömuspámönnum, enda
I'ótt Biblían tali greinilega gegn
óllu slíku. Má minna á eina ritn-
’ngargrein í þessu sambandi:
„Þegar þú kemur inn í landið,
sem Drottinn Guð þinn gefur þér,
|*á skalt þú ekki taka upp svívirð-
'ngar þessara þjóða, Eigi skal nokk-
"r finnast hjá þér, sá er láti son
S|nn eða dóttur ganga gegn um
eldinn, eða sá er fari með galdur
eða spár eða fjölkynngi eða töfra-
niaður eða gjörningamaður eða
su^ringamaður eða spásagnamaður,
‘'ða sá er leiti frétta af framliðn-
"ni“ (5. Mós. 18).
HöNGKONG:
Flóttamenn trúboðar
Handaríska kristniboðsféiagið
f bristian and Missionary Alliance
’ fur ráðið tvo víetnamska flótta-
nienn í þjónustu sína, lijónin Tot
van Truong. I>au starfa nú í Hong-
°ng, og er sagt, að á tólfta liundr-
flóttamanna hafi tekið trú á
rist vegna starfs þeirra.
Eþíópar gera sér
dagamun af ýmsu
tilefni. Eftir bylt-
inguna er fólki auk
þess smalað
saman á áróóurs-
fundi, þar sem
valdhafarnir lýsa
,,gæðum“ guð-
leysis og kommún-
isma. Myndin er
frá útifundi í
Konsó.
Prestarnir í Konsó látnir lausir
Enn er samt þjarmað aÖ kristnum mönnum
Svo virðist sem ástandjð í Konsó
sé svipað því, sem sagt var frá í
síðasta blaði Bjarma. Safnaðar-
starfið er enn heft vegna ferða-
bannsins, sem sett var á prestana.
Prestarnir notuðu þó tímann vel,
meðan þeir höfðu frjálsar hendur
um stundar sakir í desember, og
svo virðist sem hinir erfiðu tímar
hcifi þjappað fólkinu í söfnuðunum
saman. Fyrstu þrjá sunnudagana
í desember fóru allir prestarnir í
Konsó, þeir sem eru frjálsir, út í
sveitirnar, til Gahó, Geldeha, Gá-
vada, Negellí, Kolme og Dúró og
víðar og héldu fjölmennar sam-
komur á flestum stöðunum. Ketil
Fuglestad, búfræðingur, sem vinn-
ur að hjálparstarfinu í Konsó, var
í för með þeim.
í Negellí skírði presturinn Sokka
20 fullorðna og fimm börn. í Kolme
fylltist kirkjan þrisvar sinnum af
fólki, sem neytti heilagrar kvöld-
máltíðar. Það var mikil uppörvun,
bæði fyrir prestana og fólkiö, að
þeir máttu heimsækja fólkið þessa
þrjá sunnudaga.
Tveimur dögum fyrir jól, 22.
desember, kom nýtt bréf fra ráða-
mönnum, þar sem sagði, að prest-
unum væri óheimilt að fara út í
sveitirnar. En prestunum vex hug-
ur. Kússía er nú logandi af áhuga
og hvergi hræddur. Hann hafði áð-
ur verið niðri í öldudal. Sokka og
Bórale starfa líka.
Norski búfræðingurinn fór með
eiginkonur Barrisja og Beyenne til
Gídole. Þetta varð að ýmsu leyti
gleðidagur, enda voru Barrisja og
Beyenne frjálsari en áður, svo að
þau hittust á markaðstorginu. Þeir
voru hressir í bragði. Nú í marz
bárust svo þær gleðifréttir, að
Barrisja og Beyenne hefðu verið
látnir lausir úr fangelsinu í Gídole
og er það mikið þakkarefni.
Þriðjudaginn 6. janúar voru 13
manns frá Gávada fangelsaðir, þeg-
ar þeir komu á kristniboðsstöðina
í Konsó til þess að taka þátt í jóla-
haldinu í kirkjunni þar. Sokka var
ákærður fyrir að hafa boðið þeim,
þegar hann var í Gávada á dögun-
um. Þeir voru látnir lausir daginn
eftir, enda kom „yfirvöldunum“
ekki saman um, hvort réttmætt
hefði verið að taka þá höndum.
Fuglestad hefur lýst því yfir, að
ekki sé unnt að halda hjálpar-
starfinu áfram nema hömlum verði
létt á starfi safnaðanna. — í Gí-
dole virðast þeir vera tið herða
tökin enn frekar.
Allt kallar þetta á kærleika og
fyrirbæn kristniboðsvina.
KO\SÓ kallar
á íórn og frrirlia>ii
kriistiiíbodsviiaa
V__________________ V
3