Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1988, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.01.1988, Blaðsíða 28
fjórðaparts alls mannkyns, sýnir það greinilegast, mikil- vægi hrísgrjónanna í matvælaneyslu þjóðanna. Meira en 90% hrísgrjónauppskeru jarðarinnar fæst í Asíu, í belti, sem liggur frá Japan vestur í íran og suður í Indónesíu. Þar er þessi gjöfula planta ræktuð á 320 milljón ekrum lands. Öll vinna við ræktunina er unnin með hand- afli, og handtökin eru mörg, sáning, umplöntun ung- plantna, hreinsun illgresis, uppskera og þresking. Sáning, meðferð og uppskera á einni ekru hrísgrjónalands, þarfnast 365-800 vinnustunda karls eða konu. I vélvæddum löndum Ameríku, þar sem tæknin er komin svo langt, að jafnvel flugvélar eru notaðar við sáningu, tekur þetta 7 klukku- stundir. Hrísgrjónasérfræðingurinn Edwin Bingham Copeland heldur því fram í bók sinni, Hrisgrjón, sem kom út 1924, að hrísgrjónaræktendur séu mjög friðsamir í öllu sínu fram- ferði, vegna þess hve fastbundnir þeir séu við hrísgrjóna- blettina sína. „Engin starfsgrein, sem menn iðka heldur þeim jafnbundnum við jörðina, og hrísgrjónaræktin og gerir þá um leið friðsama og íhaldssama.“ Á öðrum stað segir hann: „Iðnþróun gerir hverri þjóð kleift að lifa af framleiðsluvörum annarra landa og jafnframt að þróa meira þéttbýli en nokkur möguleiki er í landbúnaðarlönd- um. En í allri mannkynssögunni finnast engin merki þess, að nokkur atvinnugrein leiði til meiri menningar og and- legs þroska en ræktun hrísgrjónablettsins hefir gert.“ í sumum tungumálum merkir hrísgrjón sama og matur almennt. Faðir Budda var prins, sem hét Suddodhana, sem merkir „hrein hrísgrjón“. Japan hefir verið kallað Mizo- mono, sem þýðir land hinnar miklu hrísgrjónauppskeru. Hrísgrjón eru ekki sérlega nærandi, um 80% af efni þeirra eru kolvetni, 12% vatn og 7-8% eggjahvíta eða prótín. Síðan er einhver óvera af trefjaefni. feiti, steinefnum, thia- mini, riboflavini og niacini, hin þrjú síðasttöldu efni heyra til B-fjörefnaflokknum. Þessi fjörefni fara forgörðum þegar hrísgrjónin eru afhýdd. Heil hrísgrjón eru því betri fæða en afhýdd, en þau geymast verr, sakir feitinnar, sem er í hýð- inu. Vegna þessa bæta hrísgrjónamylnur í Ameríku B-fjörefnum í afhýddu hrísgrjónin. Á Filippseyjum sækjast bændur eftir hrísgrjónahratinu, svo að unnt er að afhýða þau fyrir andvirði hratsins. Enda þótt fullgildar sannanir séu fyrir því, að hvítu hrísgrjónin ein saman fullnægi ekki næringarþörf manns- ins, og menn sýkist af fjörefnaskorti, ef ekki er annars neytt, kjósa menn þau heldur til matar en brúnu grjónin, sem eru með hýðinu, og meira að segja er stráð yfir hvítu grjónin hvítu dufti til að gera þau enn lystilegri útlits. Japanir hinsvegar bönnuðu neyslu afhýddra hrísgrjóna í síðari heimsstyrjöldinni, til að forðast sjúkdóma af fjörefnaskorti. Skortur á thiamini í afhýddum grjónum veldur sjúkdómn- um Beri-beri, sem óhjákvæmilega kemur fram ef afhýdd grjón eru aðaluppistaða fæðisins. A hinn bóginn varnar hrísgrjónaát ýmsu ofnæmi, og skiptir hýðið þá engu máli. Japanir hafa ráðlagt hrísgrjónaát við æðakölkun. þreytu og bræðiköstum og einkum þó til að mýkja vöðva fjölleika- manna fyrir sýningar. Kínverskir læknar fyrr á tímum græddu sár með ösku úr hrísgrjónastönglum og læknuðu gylliniæð með hrísmélskökum steiktum í úlfaldafloti. Þar sem svo margir læknar hafa staðhæft lækningamátt hris- grjónanna, mætti það furða kallast, ef engir hefðu mótmælt þeim. Vinnuþrælkun hrísræktarmannanna hefir oft verið harðlega gagnrýnd. Um 1880 sagði mexikanskur læknir, að gefa bæri réttum yfirvöldum rétt til að banna hina hefð- bundnu vinnuaðferð við ræktunina og dæma hana sem sjálfsmorðstilraun, saga hrísgrjónaræktunarinnar væri blóði drifin og sýndi, að 16 hektólítrar af hrísgrjónum kosti eitt mannslíf. Sá kvittur kom upp, að holdsveiki mætti rekja til hinnar fúlu leðju, sem hrísgrjónaræktarfólkið stóð í dag eftir dag. Þetta var talið næstum fullvíst á Spáni, og gekk það svo langt, að með konunglegri tilskipan 1860 var bannað að rækta hrísgrjón, nema í trjálausum mýrafenjum, sem vindar næddu tálmunarlaust yfir og ekki nær mannabú- stöðum en í 1500 m fjarlægð og helst fjær. Þegar slíkum skoðunum var haldið fram var næsta eðlilegt, að læknar tækju að kanna, hvort nokkurt samhengi væri milli holds- veiki og hrísgrjónaræktar og raunar fleiri sjúkdóma. Margir læknar urðu dálítið undrandi, en E. B. Copeland hrósaði sigri, þegar það kom í ljós, að dánartíðni mýrar- köldu reyndist drjúgum lægri á hrísgrjónasvæðunum en utan þeirra. Af því drógu menn þá ályktun, að moskító- flugan sem ber sýkilinn milli manna forðaðist hrísgrjóna- akrana. Kom það og í Ijós síðar við nánari rannsókn. að moskítóflugur, sem dreift var yfir hrísgrjónaekrur í Kali- fomíu, dóu flestar, áður en þær kæmust til fulls þroska. Engu að síður heyrist því haldið enn fram, aðallega þó af lítt menntu fólki, að hrísgrjónaræktinni fylgi beinlínis ýmsir kvillar svo sem taugaköst, lungnabólga, miltis- og lifrarsjúkdómar og alls konar útbrot á hörundi. En hvað sem því líður er sennilegt, að það sé ekki heilsusamlegt að standa allan daginn í vatni og leðju eins og hrísgrjóna- ræktarfólkið verður að gera. Hrísgrjónabóndi i Georgíu fullyrti endur fyrir löngu, að negrar væru ónæmari fyrir hitasótt en hvítir menn, og amerískur læknir hvatti Japani til að flytja inn verkafólk frá Georgíu. Japanir létu sér fátt um finnast, ef til vill vegna þess að þeir voru hvorki hvítir né svartir. í Japan var það trú manna að hrísgrjónabrenni- vínið væri varnarráð gegn þurrkum. Var því beitt á furðu einkennilegan hátt. Þegar þurrkar ógnuðu uppskerunni var tekið til þess ráðs að færa guðunum fórnir til þess þeir létu koma regn. Var þá aðalpresturinn fylltur af brennivíni og honum svo hent út í vatn, ef hann kom upp, var hellt i hann nýjum skammti og honum kastað aftur í vatnið. Þessu var haldið áfram, uns hann kom ekki framar sjálfkrafa upp á yfirborðið. Þótti það vera tákn þess, að guðirnir hefðu heyrt bænir bændanna. Stundum var presturinn þá dreginn upp úr vatninu með lífsmarki. Hrísgrjónin geta verið ýmislega lit. Til eru svört grjón, önnur eru purpurarauð, þau telja Burmabúar öðrum grjónum betri til að brugga úr þeim bjór og brennivín. Rauð hrísgrjón eru öðrum grjónum auðugri af prótíni og eru þau mjög eftirsótt í Malasíu, íran og norður Ghana, en annars staðar forðast menn þau vegna litarins. Goðsaga 24 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.