Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1941, Blaðsíða 10

Æskan - 01.04.1941, Blaðsíða 10
ÆSKAN Réttardagur. Eftir Óskar Þórðarson frá Haga. — Þetta var kveld eitt í rökkurbyrjun, fyrri hluta septembermánaðar. Sólin var bnigin til viðar, en gullrauður aftanroði sveipaði Hálsbrúnirnar og hærri fjöll í fjarska. Við sátum þrir, hver á sinni þúfu, í grænni taut, vestan undir Hlíðarásnum, eins og hann hét. Við vorum allir vikadrengir þarna á bæjunum: Símon í Holti, Magnús í Mógerði og eg í Hlíð. Umræðurnar, þetta kvöld, snerust aðallega um réttirnar, enda var nú orðið stutt að bíða þeirra, aðeins ein vika. ... En sjö dagar er langur timi fyrir þann, sem hlakkar ákaft til hins áttunda. Það var Mangsi, sem hafði orðið. — Farið þið ekki í réttirnar, strákar, báðir tveir? spurði hann. — 0, jú, ætli það ekki, sagði eg alldrýginda- lega. En Nonni var ekki jafn ákveðinn, liann tók dauft í þetta og svaraði seint: — Eg veit það ekki. — Uss, allir strákar fara í réttirnar, sagði Mangsi alvarlegur og Jeit á okkur til skiptis. En Nonni varð þrjózkulegur á svipinn. — Eg fæ liklega ekki að fara, hann Guðmundur sagði það, þegar eg fann ekki (hrossin, og hann varð sjálfur að leita að þeim, meir en hálfan dag. — Já, en ef þú kemur nú til hans og biður hann um að vera nú svo góðan að lofa þér að fara, þig langi svo mikið; heldurðu þá, að hann neiti þér, sagði eg ógn spekingslega. — Nei, það hefir enga þýðingu, hann mundi aðeins segja sem svo: — Það þýðir ekkert fyrir þig að vera að þessu nöldri, þú ferð ekki eitt fet. Og þó svo færi, að eg fengi nú að fara, þá yrði eg að ríða honum „Kerrujarp“, sem aldrei kemst nema fetið, svaraði Nonni og leit niður. —- Duglegir strákar kæra sig nú kollótta um, hvaða bykkju þeir liossast á í réttirnar, ef þeir fá á annað borð að fara þangað, sagði Mangsi. —• Nei, Nonni, þú mátt til með að koma líka; við verðum samferða, þessir þrír, bætti hann við. — En karlarnir; haldið þið nú kannske, að þeir 46 vilji ekki vera ineð til þess að sjá til að við bræð- um ekki mörinn í klárunum, sagði eg. Hinir litu undrandi á mig. —• Bræða mörinn í klárunum, átu þeir upp eftir mér, báðir i einu og skildu ekki neitt í neinu. — Hvað er nú það? spurði Nonni svo. —■ Hún Þorgerður gamla sagði mér einu sinni, að ef hestunum væri riðið liart á haustin, þá bráðnaði í þeim Jnörinn, sagði eg afsakandi. —• Ha — a — a —. Báðir strákarnir fóru að skellildæja. — Trúirðu þessu? sögðu þeir. — Æ, nei, eg veit ekki, mér finnst það nú ári ótrúlegt, sagði eg og sá nú eftir að liafa farið að hafa orð á þessari vitleysu. — Nei, þessu trúir enginn heilvita maður, sagði Mangsi og var merkilegur; eða haldið þið kann- ske, að hann Kobbi gamli af Eyrinni væri ekki búinn að bræða mörinn í þeim skjótta sínum fyrir nokkru, ef þetta væri rétt. Ekki ríður hann alltaf svo hægt, þegar hann kemur fullur heim úr réttunum. — En hvað körlunum viðvíkur, þá lield eg, að þeim sé ekki of gott að fylgjast með okkur, ef þeir bara vilja, sagði Nonni. Svo var þetta útrætt mál. Allt í einu stóð Nonni snöggt á fætur: — Hvað liugsa eg að sitja svona? Það er farið að rökkva, segir hann. Við fórum að dæmi hans, höfðum líka ýmsum skyldum að gegna. Svo kvöddumst við félagarnir og lilupum af stað. — Farðu nú að hypja þig í rúmið strákur, ef þú ætlar að komast einhvern tíma á fætur í fyrramálið, ekki lætur Sigurður bíða eftir sér fremur en vant er. Bödd Þorgerðar gömlu berst frá bæjardyrunum út í svalt og kyrrt kveldloftið. Eg stend fyrir framan fjósdyrnar; dagsverki mínu er lokið. Eg er að liugsa um morgundaginn, réttarkarlana og kindurnar.------- (Framhald.)

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.