Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1950, Blaðsíða 16

Æskan - 01.09.1950, Blaðsíða 16
ÆSKAN o o O OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO O o Nij íslenzk frímerki. 12. október s. 1. voru gefin út ný ís- ienzk frímerki. Hin nýju frimerki eru í eftirtöldum litum og verðgildum: 10 aura grá með mynd af togara. 20 aura gulbrún með mynd af dráttarvél. 60 aura græn með mynd af fjárhóp. 90 aura rauð með mynd af höfn. 1 krónu brún með mynd af dráttarvél. 1,50 kr. blá með mynd af togara. 2 króna blágrá með mynd af liöfn. 5 króna grænlcit með mynd af fjárhóp. v. oo OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOC OOCOOCOOOOOCOOOOOOOOOOOOOOOO o o Bryndísarminning. Haustið 1948 misstu þau lijónin Giss- ur Pálsson rafvirkjameistari og Sig- þrúður Pétursdóttir, Kjartansgötu 2 í Reykjavík, dóttur sína, Bryndisi að nafni, aðeins 9 ára gamla. Var lnin fé- lagi barnastúkunnar Æskunnar nr. 1 og hafði, þótt ung væri, tekið mikilli tryggð við stúkuna sína. Til minningar um þessa látnu dóttur sína stofnuðu þau hjónin sjóð, er þau nefndu „Bryndísarminning“ með 5000 króna framlagi frá sjálfum sér, en á- formað er að auka hann árlega sam- kvæmt skipulagsskrá sjóðsins. Tilgangur þessa sjóðs er að styrkja tónlistarstarfsemi barna i barnastúk- unum i Reykjavík til samæfingar i söng og hljóðfæraleik. Hafa þau hjónin á þennan hátt reist ástkærri dóttur sinni fagran minnis- varða, er getur orðið mörgu ungmenni verulcg stoð og styrkur á námsbraut þeirra í þessari grein. ^gGátur^f 1. I hvaða mánuði talar fólk minnst? 2. Hvað er það, sem svífur hátt, flýg- ur lágt, hefur enga fætur og er samt á skóm? 3. Hvaða fugl lyftir þyngstri byrði? 4. Hvað er sameiginlegt með litlum manni og góðri bók? 5. Hvers vegna éta svartar kindur minna en hvitar? 6. Ef systir móðurbróður þins er ekki móðursystir þín, hvað er hún þá skyld þér? 7. Hvað er það, sem hækkar, þegar af fer höfuðið? 8. Hvenær eru tvö cpli eins? 9. Hvaða munur er á snjó og sunnu- degi? Svör cr að finna á hls. 99 i þessu blaði. v. Gangandi egg. Töframaðurinn hefur tvo liatta fyrir framan sig og lætur þá báða snúa upp. Ofan í annan þeirra lætur liann egg, sem hann hefur áður sýnt áhorfendum sín- um. Segir hann þcim, að liann ætli að láta cggið ganga sjálfkrafa úr öðrum hattinum í hinn. Er þá vel viðeigandi, að hann þylji yfir því einhverja kröft- uga þulu, en láti þó engan lieyra orða- skil. En meðan liann er að þvi og hag- ræðir egginu i hattinum, klessir hann ofurlitlu vaxi á það, — en i vaxinu er annar endinn á tvinnaspotta, sem vcrð- ur að vcra svartur. Hinn endi spott- ans er festur i hnappagat á vesti töfra- mannsins. Nú þarf hann ekki annað en hreyfa sig ofurlitið aftur á hak og til hliðar, til þess að láta cggið hoppa úr einum hattinum í annan, cf spottinn cr hæfilega langur. Hann verður líka að vcra svo langt frá áhorfendunum, að þeir cygi ekki tvinnaspottann, og liaga svo hreyfingum sínum, að þær sýnist eðlilegar. Þannig getur hann sagt egg- inu að fara hjálparlaust milli liattanna, og mun margan furða á hlýðni þess við töframanninn. v. Símasamtalið. Jón litli kemur inn i verzlun og spyr búðarmanninn, hvort hann geti lánað sér síma. „Sjálfsagt, gerðu svo vcl, Jón,“ sagði búðarmaðurinn. Hann gat ekki varizt ]>vi að heyra allt það, sem Jón sagði i simann. „Halló,“ sagði Jón, „Er þctta prófess- or Páll? .... Heyrið þér, prófessor, þér þurfið víst ekki að fá yður dreng til að sjá um garðinn yðar? .... Nú, hafið þér dreng til starfsins? .... Og er hann á- gætur? Eruð þér ánægður með störf lians? .... Nú, jæja, er hann alveg ágætur? .... Eruð þér alveg vissir um það, lierra prófessor? .... Jæja, úr þvi að svo er. Þakka yður samt fyrir. Verið þér sælir.“ Búðarmaðurinn sagði að loknu sam- talinu: „Svo að þú gazt ekki fengið vinnuna, Jón? Það var slæmt fyrir þig-“ Ég hef vinnuna lijá prófessornum. Eg var aðeins að vita, hvernig honum líkaði við mig,“ svaraði Jón litli um leið og hann skundaði út úr búðinni. v. 96

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.