Æskan

Årgang

Æskan - 25.05.1903, Side 1

Æskan - 25.05.1903, Side 1
ÆS A N. Kignarr£tt boflr 25. Mal 1903 j Stíir-míiltn litlimcl* (I. 0. 0. T.l Hj &luar Sigurduon. 16,—17. VI. ÁRG. Kongssommnn sem ekki vildi láta J>vo sér. [Æfintýri oftir E. Hcnningsen, með myndum eftir H. N. Hansen]. ----- (Niðurlag.) III. Kongurinn og drotningin sátu nú inni í tiöllinni, horfðu hvort á annað og grétu ■söltum tárum. „Það eru ljótu vandræðin!" sagði konung- urinn og reif í skeggið af örvæntingu. „Við fáum aldrei son okkar aftur.“ „Ó, elsku, væni kongssonuvinn minn!* kveinaði drotningin. „Hann var svo góð- ur, svo góður, og nú er hann — týndur!“ Pau sendu menn út um alt land til að leita uppi kongssoninn. En sendimennirnir komu aftur jafnnær. Enginn hafði sóð hann, og enginn vissi neitt um hann. Alt fólk í landinu skar þrjú göt á kornpokana sína, ■eitt á botninn og sitt á hvora hlið. Svo smeygði það höfðinu út um gatið á botnin- um, og handleggjunum út um hliðargötin, og svo bar það ösku í hárið — landslýður- inn klæddist allur í sekk og ösku. En inni í höllinni sátu þau konungur og drotning, horfðu hvort á annað og grétu beiskum tárum. Það var alt saman ósköp sorglegt. En á meðan á öllu þessu stóð hafðist grísa-prinsinn við úti í svínastíunni, og leið honum þar alls ekki vel. Gamla gyltan, sem var langamma allra hinna grísanna, var vond við hann, og það þýddi ekkert, þótt hann hljóðaði og segðist vera sonur kongsins. Hinir grísirnir vildu ekki trúa því, og gamla gyltan skellihló, svo að rumdi í henni: „Hö — hö — hö — hö — hö!“ og svo gekk hún að sorptroginu og hrein: ,0—es, o—es, uí—e!“ Hún var víst að segja Andrési svínahirði frá lyga-grísinum litla, sem kominn væri inn í stíuna. Kongssyn- inum leið mjög illa. Hinir grísirnir, sem voru stærri og sterkari en hann, stjökuðu við honum, bitu í rófuna á honum, ertu hann og hentu gaman að honum. Hann var vanur að sofa í dálitlu Ijómandi fallegu rúmi með silki-ábreiðu, en nú varð hapn að liggja á blautu og forugu heýi, og i staðinn fyrir allar dýrindis kræsingarnar, sem hann hafði fengið áður, varð hann nú að gera sig ánægðan með sömu ógeðslegu og vondu fæðuna, sem hin svínin fengu. Hann varð svo magur og rýr af hungri og harmi, að sólin skein í gegnum hann, svo að hann kastaði ekki frá sér neinum skugga. Og svo gengu félagar hans fram hjá hon- um, grútforugir, ertu hann, bitu í rófuna á honum og x-ýttu: „Hö—hö—hö! Grísa- prins! Hö—hö—hö! O—es, o—es, uí—e!“ Bvo kom Andrós svínahirðir, og allir þyrptust saman kringum hann og sögðu honum frá lygalaupnum, sem segðist vera kongssonur. En svínahirðirinn skildi því miður ekki grísamál. Kongssonurinn lagð- ist fyrir úti í horni; þar lá hann og óskaði sér dauða.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.