Æskan

Árgangur

Æskan - 25.05.1903, Blaðsíða 3

Æskan - 25.05.1903, Blaðsíða 3
ÆSKAN. 63 „Fallbyssur held eg nú ekki að hann sé meö,“ svaraði kongurinn, „en hað getur vel skeð að hann sé með vasana íulla af fallbyssu-skeytum. Eg ætla nú samt að tala við hann, úr því hann segir, að það sé svo áríðandi; en hann verður að eins að segja eitt einasta oið, og það verður hann meira að segja að hvísla. Tveir vopn- aðir menn skulu standa bak við mig og reka hann i gegn, ef þeir verða þess varir, að hann ætli að gera mér nokkurt mein.“ Fetta var gert. Fjónninn gekk með lotn- ingarsvip fyrir konung, sem haíði komið fram í biðstofuna, hneigði sig fyrir honum og hvíslaði í hálfum hljóðum: „Svínasteik!* „Svínasteik?" endurtók kongurinn hugs- andi og strauk skeggið. Hann leit þangað, sem þjónninn stóð, en þá var hann horfinn. ,Svínasteik!“ sagði kongurinn aftur og varð enn meira hugsi. „Já, sannarlega, það er langt síðan að eg og drotningin •höfum smakkað flesk. Við skulum slátra grís; það skulum við sannarlega gera! Send- ið boð til Andrésar svínahirðis og segið hon- um að taka strax grís og slátra honum; •drotningin og eg viljum fá svínasteik." Annar þjónninn hljóp strax til Andrésar og flutti honum boð konungs. „Já, það er nú hægra sagt en gert,“ svaraði Andrés þurlega. „Eg hefi engan feitan gría sem stendur. Kongurinn getur líka gert svo vel og sagt manui til í tíma.“ „Já, en hann vill fá svínasteik,“ sagði þjónninn með áherzlu. „Það er mér rétt sanaa,“ svaraði And- rés og var nú fokvondur. „Hann geturþá slátrað einhverjum af ykkur, þjónunum. f*ið eruð nógu feitir. “ „Snúningatelpan hefir inndælan grís,“ mælti þjónninn vingjarnlega, því að honum þótti sjálfum góð svínasteik. „Geturbu ekki tekið hann?“ „Fað er satt,“ sagði Andrés. „Fví var eg búinn að steingieyma. Já, þá skal kong- urinn fá svínasteik. * Pið getið getið því nærri, að snúninga- telpan litla grét og kveinaði, þegar hún heyrði, að grisinn hennar átti að deyja. Hún hafði svo þungan ekka, að við sjálft lá að hún mundi springa, og tárin runnu í lækjum niður kinnar hennar. „Ó, lofið honum að lifa! Hann er svo góður og vin- gjarnlegur." En bænum hennar var ekki sint, og hljóp hún þá loks inn í eldhús og faldi sig að hurðarbaki og stakk fingrunum í eyrun til þess að heyra ekki hljóðin í grísinum. En hann hljóðaði ekki. Hann var búinn að missa alla von um að fá að liía; hugsaði hann nú að eins um það að alt var þetta hans eigin sök, og olli það honum enn meiri sorgar. „Æ, eg vildi að herbergisþernan væri komin upp úr kja!laranum,“ andvarpaði hann. „Ó, hvað eg var vondur! Hvað eg var vondur! Mennirnir, sem áttu að slátra honum, höfðu nú alt tilbúið og lögðu hann niður við trogið. Þegar hann sá hnífinn, stóran og beittan, lokaði hann augunum. En í sama bili fanst honum sem líkami sinn væri allur að liðast í sundur. Mennirnir ráku upp hJjóð, hann opnaði augun aftur og sá að hann var aftur orðinn sami litli kongssonurinn, sem hann hafði verið áður.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.