Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 25.05.1903, Qupperneq 5

Æskan - 25.05.1903, Qupperneq 5
ÆSKAN. 6B að dansa, og sögðu þau sjálf, að það yrði i síðasta skiftið, sem þau gerðu það. Apinn sem ómögulegt sar að drepa. Eftir Henry Drumraond. ------ (Niðurl.) 4. Kapltuli. í fulla þrjá daga eftir að Luks hafði verið „hengdur" kom hann ekki nærri bóndanum eða heimili hans. Api getur haft næmar tilfinningar. Það er nægilega slæmt að vera hengdur, en að fá reipi um hálsinn jafndigurt og kyrki- siöngu og brunnvindu hangandi 1 hinum endanum, það tekur út yfir alt. Luks hélt sig því eingöngu hjá fénu. Og með reipið og vinduna um hálsinn gætti hann þess í þrjá daga. Féð gat reyndar ekki bitið eitt einasta strá dagana þá, þvi apinn hrákti það fram og aftur um eyna, bæði nótt og dag. Lömbin voru nærri dott.in dauð niður af hungri, og fullorðna féð gat naumast heldur staðið á íútunum. Og alt féð þjáðist svo, að þegar þessi liræðilegi tími var á enda, fanst ekki ein einasta heilbrigð kind á allri eyjunni. Vegna hvers tók ekki bóndinn í taum- ana? Vegna þess, að hann hafði annaö nauðsynlegra að gera þessa þrjá daga. fegar lconan hans ætlaði að sækja vatn í graut- inn um morguninn, sá hún að brunnurinn var allur brotinn og hruninn. Konan fór heim, og sagði manni sínum, að eldingu hefði slegið niður í brunninn. Bóndinn varaðist að segja, hvernig í öilu lá, en fór að skoða skemdirnar i þungu skapi. Ástandið var verra, en hann hafði búist við. Vatn var ekki að fá, hvorki til drykkjar né grautargerðar, fyr en búið væri að gera að brunninum, og varð því bóndinn að vinna að því allan daginn að endurbæta brunninn og það með slíku kappi, að svitinn | bogaði af honum. Alian daginn eftir gerði | hann hið sama. Hann fékk hvorki vott . né þurt og hitt fólkið ekki heidur. Aum- ingja börnin urðu að nota sér mat úr I einni skál, sem leifður hafði verið kvöldið í áður, en svo grétu þau af hungri þar á | eftir. Og hefði þessi neyð staðið nokkra j daga lengur, hefði það verið satt, að eyjan væri óbygð, svo sem sagt var 1 landafræð- inni. Að morgni hins fjórða dags var brunn- dælan i lagi aftur, vatnsheld og loftheld sem áður. Aðeins vantaði eitt. og það var vindan. Var því ekki annað til úrræðis en ná Luks, því ekkert var til á eynni, sem hægt, væri að smíöa luunnvindu úr. En nú vildi luiks auövitað ekki láta taka sig. Hann sat mjög rólega á þröskuldin- um og horfði á heimilisfölkið við brunninn. Hafði hann notað tækifærið þegar allir voru úti að ná sér í almennilegan morgun- verð. Hafði hann tæmt mjöltunnuna og naut nú hvíldar áður orustan byrjaði á ný. Bóndinn ætlaði að ráðast á hann — en nú hékk ekki vindan lengur við hann. Dálítill spotti af reipinu hékk enn og dinglaði við háls honum, en vindan var horfin. Tveir dagar liðu áður en vindan fanst, og var þá búið að rannsaka. hvern lcrók og j[kima á allri eynni. Jafnvel næst yngsta barnið varð að fara 1 leitina. Var leitað bæði dag og nótt, en loks fann konan vinduna inni í kanínuholu. Meðan á þessu stóð hafði enginn tími verið til þess að

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.