Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 25.05.1903, Qupperneq 6

Æskan - 25.05.1903, Qupperneq 6
ÆSKAN. ráða Luks af dögum, en aubséð var á svip bóndans, að hann haföi mor&ráð í huga. Það var hvorki hægt að skjóta apann né hengja hann. Hann varð því að reyna að drekkja honum. Hann batt því stóran stein við háls apans, og gekk með hann út á hamarsnös, er skagaði fram í sjó. Hamarinn var hundrað feta hár og sjór- inn þar neðan undir svo tær og spegilslétt- ur, að bóndinn gat greiniiega séð haisnígl- ana, marglytturnar og þangblöðin í botn- inum. Tók hann nú apann og steininn í fang sér, reyndi reipið einu sinni enn, og kastaði svo öllu út í sjó. Bóndinn vildi nú helzt fara heim. En hann þorði það ekki, því ekki var gott að reiða sig á apann. Skylda hans við sjálfan sig og heimilið bauð honum að fá trygga vissu fyrir því, að apinn væri dauð- ur. Hann gægðist því út af brúninni, og sá, hversu skvampið hafði komið hreifingu á vatnið, og svo starði hann, unz allir hringirnir voru horfnir af vatninu, og hægt var að aðgreina hvern stein á sjávarbotn- inum. Jú, þar lá apinn á milli krossflsk- anna, það þóttist hann geta greinilega séð. Reipið hafði reynst traust sem akkerisfesti, «g steinninn var svo þungur, að hann gat haldið Luks niðri á botni og verið þar legsteinn hans. Fanst bóndanum sem kökk væri rýmt frá brjóstinu á sér, sem hafði verið þar frá því apinn kom á eyna. Svo gekk hann heim í hægðum sínum og sagði söguna af æfilokum apans. En ekki var komið miðnætti, þegar Luks kom heim aftur. Þið haflð auðvitað ímyndað ykkur, að hann kæmi aftur, af því að reipið rinni af steininum, hyggist sundur á hvassri steinbrún, eða stór fiskur biti það í sundur. Eitthvað af þessu hlýtur að hafa borið við, því Luks var kominn aftur fyrir miðnætti, eða réttara sagt, hann var þá kominn niður aftur, því hann fór sinn vanalega veg í gegnum reykháflnn- En því segi eg frá í næsta kapítula, hvernig þesei merkilega skepna komst heil á hófi upp úr sjónum. 5. Kapítuli. Hefði bóndinn staðið lítið eitt lengur og horft út af hamrinum, hefði hann séð skringilega |bjón. Þið vitið, að steinar eru léttari í vatni, en loftinu; en það er ekki ljóst, hver hafði kent apanum þetta, eða hvort hann hafði nokkra hugmynd um það. Samt sem áður hegðaði hann sér sem spekingur Yæri. Hann lét ekki ólánið vflr- buga sig, heldur beygði sig, tók steininn upp með mestu örðugleikum og rogaðist með hann upp undir land. Með mestu örðugleikum gat hann komið steininum upp á rif eitt, sem hálfflaut yflr. En þegar steinninn kom upp úr sjónum, var hann þyngri en svo, að Luks gæti borið hann, og varð því Luks að liggja á rifinu og vissi ekki, hvernig hann ætti að komast úr þessari klípu. Honum hugkvæmdist ekki annað en naga reipið í sundur, en eftir heillar stundar strit var hann engu nær en áöur. Hann nagaði aðra stundina enn, en þá tók nú gamanið að grána. Sjórinn hafði fallið að; hafði ekki verið dýpra á rifinu en apanum í kné, er hann kom þar, nú var dýpið orðið í mitti, og héldi þessu áfram, hlaut að vera úti um apann. Apinn þóttist þekkja sjóinn sæmilega frá því hann Yar hjá kristniboðanum, en þar var hvorki til flóð né fjara, og vissi hann þvf

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.