Æskan

Árgangur

Æskan - 25.05.1903, Síða 7

Æskan - 25.05.1903, Síða 7
ÆSKAX. 67 ekki, hvað slíkt hafði að þýða. En nú varð hann þess var, að þegar alveg flaut yfir steininn, var hann orðinn svo léttur, að hann gat bisað honum upp eftir rifinu þar til svo grunt var orðið, að hann gat ekki flutt steininn lengra. Þaðan mátti komast á annað rif, sem var upp úr sjó um háflæðí, og vildi til að reipið var svo langt, að apinn gat hoppað þangað og þurkað sig í sólskininu. Par datt apanum gott ráð í hug, og var það líkara mannlegri skynsemi, en búast má við af öpum. Hann tók eftir því, að reipið lá á hvassri klettanybbu, og var það farið að slitna eftir nagið. Tók hann því að nudda reipið á nybbunni. Þetta tók langan tíma og varð hann að hvíla sig með köfium. Loks fór reipið í sundur. Var þá komið undir miðnætti, og litlu siðar var apinn kominn upp klettana heim að hreysi bóndans. En þá sá Luks, að kotið stóð í björtu báli. Fólkið hafði ekki fengið mat í marga daga og þurfti því að taka til snæðings, þegar búið var að gera við brunninn. Var eldað fram á nótt, og þegar dimt var orðið flugu neistar úr reykháfnum, og lcveiktu í stráþakinu. Um Bama leyti tók að hvessa. Jók það eldinn og stóð kotið í Ijósum loga, þegar Luks kom heim. Hann var hungraður, og fór því ofan um reykháfinn að vanda, en þar var ekki kviknað í þakinu. Vagga ungbarnsins stóð rétt við eldavél- ina, sem vant var, og hlýtur Luks að hafa komið við það með halanum, því barnið fór að hljóða svo hátt, að bóndinn hljóp upp úr rúminu. Mátti ekki tæpara standa, því hefði aumingja maðurinn vaknað seinna, eða apinn komið flmm mínútum síðar, hefði alt fólkið brunnið inni. Reykurinn hafði fylt herbergið, sem næst var, og rudd- ist nú inn um eldhúsdyrnar. Höggdofa af skelfingu sá bóndinn, að Luks, sem hafði vakið í tækan tíma, var kominn í vanalega sætið sitt. upp á mjöltunnuna, og blés og ínæsti þar af reyknum, og hugsaði, hvort ekki hefði verið betra að drukna en kom- ast í þetta. Bóndinn rauk í skyndi inn í herbergið, sem kviknað var í, bjargaði þaðan tveimur elztu börnunum, og bar þau út í fanginu, því næst bjargaði hann konu sinni og hinum börnunum, en Luks var auðvitað á hælum þeirra. Litlu síðar var alt fólkið komið út og horfði skjálfandi af kulda og ótta á kotið, sem stóð í ljósum loga. Pakið hrundi ofan litlu síðar, og morguninn eftir var ekki annað eftir sýniiegt af kotinu. en fáeinir eldibrandar. Reisulegur viti er nú bygður þar, sem kotið var áður. Var hann bygður fáum mánuðum eftir oldsvoðann, og er bóndinn fyrverandi umsjónarmaður við vitann. Annar maðurinn þar hefir frá mörgu að segja og talar oft um það, sem við hafi borið þegar hann var stýrimaður á skipinu „Vulkan.* Og sá þriðji, sem er þar, er ferhentur, og heitir Luks. Hann og bóndinn eru nú aldavinir. Er sagt að saga sé að segja frá, hvernig á vináttu þeirri standi, en bóndinn minnist sjaldan á það. Sé hann spurður, livort satt, sé, að ómögulegt sé að drepa apann, svarar hann jafnan: „Já, en það er ekki af þeirri orsök að hann lifir.‘ Aðeins einu sinni heyrðist bóndinn segja meira. Var það eitt kvöld, þegar yngsta barnið var nýfarið að skríða, og

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.