Æskan

Árgangur

Æskan - 25.05.1903, Síða 8

Æskan - 25.05.1903, Síða 8
68 ÆSKAN. hafði Luks þá bjargað því, svo það datt ekki ofan af klettunum. Gaf bóndinn þá Luks dálitinn sinápoka fullan af hnetum og mælti brosandi: „Apinn sá arna vill ekki láta drepa sig, og hann vill ekki heldur, að neinn annar farist.“ Látið eggin í friði! Um það leyti sem þetta blað berst út til kaupenda „Æskunnar, “ stendur eggtíðin sem hæst, og því læt eg nú berast þau boð til allra lesanda blaðsins, að þeir láti eggin í friði. Er það ekki inndælt að heyra til fuglanna á vorin? Eru það ekki ómetanleg gæði, ómetanlegur unaður, að svo margir fuglar skuli koma hingað til landsins á vorin til að verpa og gleðja okkur með kvaki sínu á sumrin? Finst ykkur ekki, að dauflegt mundi verða, efþeirhættu því? En hverju launið þið þá fuglunum þennan unað, sem þeir veita ykkur? Haldið þið, að þeir muni geta þakkað ykkur fyrir sumarvistina, ef þið rænið þá öllum eggjunum þeirra? Hugs- ið ykkur, hve hryggir þeir hljóta að fara héðan í haust, ef þeir geta ekki haft unga- hópinn sinn með sór. Eg veit það af eingin reynslu, að gleðin yfir því að finna egg getur stundum verið stutt og að sár iðrun getur komið á eftir. Þegar eggjaræninginn sér, hve fuglarnir barma sér yfir missinum og þegar hann kemst að raun um, að eggin eru gráunguð og því óæt, þá fer gleðin af, en sár sorg kemur í staðinn. Vissasta ráðið til að los- ast við þá sorg er það að gera sór það að fastri reglu að láta öll egg í friði. Sérstaklega ættu öll börn að varast að taka egg seint á eggtiðinni, því að þá eru þau venjulega orðin unguð. Og enn fremur ættu þau að setja sór þá reglu að láta jafnan í friði öll smáfuglaegg, sem ekki verða notuð til matar. Með því að taka þau gerið þið einungis ilt en ekkert gagn, því þess skuluð þið minnast, að hver smá- fugl hefir sitt verk að vinna, og enginn þeirra fellur svo til jarðar, að faðir ykkar á himn- um sjái það ekki. Fuglavinur. ^móvegis. — Enginn er svo heimskur, að hann kunni ekki að kveikja í vindli; en margir eru svo heimskir, að þeir halda að þeir verði „miklir menn“ við að gera það. — Það er göfugra að hjálpa druknum manni, en hlæja að honum. — Það er mikilmannlegra að neita brenni- vinsstaupinu, en að drekka úr því. Kaiipcndur og útsölumenn „Æskunn- ar“ eru hér með mintir á, að gjalddagi blaðsins er í apríl. Eru þeir því vinsaml. beðnir um að gera skil á borguninni 'svo fljótt sem unt er. Eldri árgangar „Æslíunnar“ fást nú innh. hjáafgreiðslumanniblaðsins, í Vestur- götu 21. Verðið á þeim er: I—III. árg. 1 kr. hver, IV.—V. árg. 50 aura hvor fyrir nýja áskrifendur að blaðinu, en 1 kr. fyrir aðra. Úrsagnir úr „Æskunni* tilkynnist skrif- lega til afgreiðslum., og eigi síðar en fyrir lolc júlímánaSar. Aldar-prent«miðja. Pappírinn trk Jóni Olafaayni.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.