Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1906, Side 2

Æskan - 01.11.1906, Side 2
10 Æ S K A N því, er eg var barn á 8. ári, fékk eg í hendur lítið kver. Framan til í því voru Ijóð, og þau svo falleg, og eg stautaði mig í gegn um þau hvað eftir annað og lærði mörg þeirra. Aldrei gat eg orðið þreyttur á að lesa þau. Eg man sérstaklega eftir einu kvæði það heitir: Gullöni og Bláfugl. Það heillaði mig, og' örfaði ímyndunarail mitt. Svo var um Heiri kvæðin. Síð- an finst mér alt af vorblær og æsku- gleði hvila yfir kvæðum Gröndals. Aft- an til i kverinu voru »Nokkrar greinir um skáldskap« og þær las eg með miklum unaði og á þeim greinum mikið að þakka. Eg hugsa að fleiri haíi fundið það sama og að þið, sem nú eruð börn, hafið einnig haft góðar og mentandi stundir við lestur hinna fögru ljóða skáldsins. Þó getur verið að ljóð þessa skálds, hafi ekki verið í eins margra höndum sem skyldi á síðari tímum, en þaðeru til önnur verk eftir hann, sem eg held að ílest börn og unglingar kannist við. »Heljarslóðarorusta«í er vist öllum í fersku minni, og mörgum hefxr vökn- að um augu af heilnæmum hlátri, er þeir lásu um hana. Ennfremur vil eg minnast á eítt þjóðkunnugt verk, sem eg er viss um allir þekkja, það er þúsund ára minningarspjaldið: »Is- laník, þið sjáið það lianga á veggnum i stofunni, á myndinni hér í blaðinu. Það var mín fyrsta tilsögn í íslands- sögu, og liafði eg talsvert mikið fyrir að lesa úr nöfnunum sem standa í hlöðunum í kring um myndina. Það er eitthvert hið innihaldsríkasta mynda- spjald, sem eg þekki. Með verkum sínum hefir Gröndal rist nafn sitt djúpt inn i sögu oghjarta þjóðarinnar. — Heill og hamingja hrosi við honum og ljómi á ókomnu æfi- tímum hans! — Um æfiferil Gröndals, rit lians og stai’fsemi alla, getið þið lesið í ágætu minningarriti, sem Sigurður Kristjáns- son gaf út, er Gröndal vai’ð áttræður. Það er mjög vel úr gai-ði gert, og eru í því ágætar myndir, og' fagrar rit- gjörðir. Það kostar að eins krónu, og æltu allir að heiði'a hinn háaldraða skáldmæring með þvi að eignast í'itið og lesa það vel. Þess í'æð eg öllum lesendum »Æskunnar« lil að gera. Fr. Fr. U'olinnt minn. (Úr sænsku). Já, folinn minn er fimur og fallega sig her; svo liðugur hver limur, og létlur folinn er. Ei neinn má fram hjá fara, ei finst honum um það. Hann brettir eyrun Ixara og bi'jótast vill af stað. Eg síðast sendi di'enginn að sækja fola þann;

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.