Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1906, Blaðsíða 3

Æskan - 01.11.1906, Blaðsíða 3
ii ÆSKAN en eg' held þurfi enginn sér ætla’ að taka hann Eg sjálfur folann sæki, Þá sér hann lætur ná. Eg kannast við hans kæki; svo klárinn legg ég á. Valdimar Briem. Bækur. Gullöld íslcndinga. Samiö heíir sagnfræöingur Jón Jónsson- Kostnaðarm. Siguröur Kristj- ánsson. Kostar 4,00. Þegar eg var drengur, 10—13 ára las eg allílestar Islendinga sögur. Sum- ar þeirra las eg aftur og aftur. Það sem einna mest örfaði lestrarfýsnina, var það, hve laðandi skemtilegar sög- urnar voru í sjálfum sér,en þar næst það sem nú skal greina. Eg' átti þá heima á Svínavatni í Ilúnavatnssýslu, vorum við fimm drengir á bænttm og var á- gætt vinfengi með okkur. Við höfð- um okkur það til skemtunar á vetr- um er gott var veður að leika okkur úti í rökkrinu; lékunt við þá ýntsa at- burði úr sögununt. Við skiftum með oss hlutverkum og létum leikina fara líkt og sagt var frá í sögunni. Vopn áttum við allgóð úr tré, er háru nöfn frægnstu vopna í fornöld. Við höfð- um af leikjum þessum beztu skemtun og þeir gerðtt oss enn áfjáðari að lesa sögurnar og efnið minnisstæðara. Viðgerðum oss margskonar hugmyndir um þá hluti, er nefndir voru í sögun- um. en opt voru hugmyndir þærfjarri í’éttu lagi, sem von var, því við höfð- um ekkert að styðjast við, er gæti leið- beint okkur i rétta átt. Þessir æskuleikir komu mér ein- alt í hug, er eg hér á dögunum var að lesa bókina nýkomnu, sem nefnd er hér að ofan, og hvað eftir annað kom sú ósk upp í huga mínum, að »Gullöld Islendinga« helði útkomið á þeim dögum er eg lék barnaleiki rnína með fjórum góðuni félögum, sem seint munu mér úr minni líða. Þá hefðum við fengið hetri skiln- íng á sögunum og glæsilegu líti forfeðra vorra, og urn leíð hefðu leikir okkar orðið enn ánægjuríkari en þeír voru. Nú er hók þessi útkomin. Er þar sannast að segja að hún er hin rnesta gersemi fyrirþá sent vilja fræð- ast um líf og háttu forfeðranna á hlómaöld Islands. Bókin er hin hezta frœðibók. Hún skýrir frá lífernisháttum, híbýlaskipan, klæðaburði, siðum og venjum forfeðr- anna. Hún segir frá þingum og rnann- fundum, mentun og listum þeirra. Hún sýnir oss æskuleiki ungra, frjálsbor- inna sveina, og glæsilegar utanferðir týginna ungmenna. Sá sem les hók- ina vel, auðgast að margskonar þekk- ingu og fróðleik. Bókin er ennfremur ágætasta skemiibók, svo vel er hún sarnin. Þar er ekki strembinn fróðleikur á horð borinn fyrir lesandann, heldui' ljúf- fengi, sem veitir andlega nautn.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.