Æskan - 01.11.1906, Side 4
12
Æ S K A N
Bókin er bæði lykill að fornsög-
unurn, og leiðarhnoði við lestur þeirra.
Lestu »GullöId íslendinga«. Hafir
þú ekki lesið fornsögurnar áður, þá
fer þig að langa til að kynnast þeim.
Hafir þú lesið þær, þá veitir hún þér
leiðbeiningu, útskýrir margt sem þú
skildir ekki, og sögurnar verða þér
dýrmætari en áður.
Að lesa sögurnar sjálfar, er eins
og skemtileg ferð um fallegar sveiiir í
góðu veðri á blíðum sumardegi. Það
er skemtílegt að ferðast, og fróðlegt að
kanna nýja stigu, en bezt gagn er þó
ókunnugum að hafa kunnugan til
fylgdar.
Sá sem einn er og ókunnugur, sér
að visu margt fallegt bera fyrir augun
og hrifinn verður hann af náttúrufeg-
urðinni. Á einum stað blasa við bæð-
ir og hálsar; stundum sér hann inn i
fagra djúpa dali. þar sem áin líður
fram milli grænna bakka, og bæirnir
standa í röðum beggja megin árinnar.
Yegurinn liggur síðan fram hjá stöðu-
vatni, eða fram með hrykalegu gljúfri,
þar sem hann, ferðamaðurinn, heyrir
í fjarska þungan foss í þröngu gili
duna. Hann virðir þetta alt fyrir sér,
verður gagntekinn af fegurðinni, en
hann þekkir ekkí örnefnin, veit ekki,
hvað er á bak við hæðirnar, og hvernig
umhorfs er inni í dalbotninum. Það
verður og ávalt margt, sem hann veitir
enga eftirtekt, af því hann er einn og
ókunnugur.
Við skulum ímynda okkur slíkan
ferðamann. Hann heldur glaður leið-
ar sinnar, en svo kemur alt í einu
maður þeysandi og slæst í förina. Hann
er nákunnugur héraðinu og þekkir
þar hverja þúfu. ókunnugi ferðamað-
urinn fær nú fyrst full not af ferðinni,
og yndi hans margfaldast. Hann fær
nú að vita, hvað á bak við sé hólana
þá arna. Hann fræðist um bæjarnöfn
og önnur örnefní, og förunauturinn
bendir honum á margt eftirtektavert
sem honum annars hefði dulist.
Að lesa fornsögurnar er eins og
slíkt ferðalag um fegurstu héruð. Margl
ber þar stórkostlegt fyrir augu. Þeim,
sem er ókunnugur þeim, og leiðbein-
ingarlaus, dyljast margir hlutir eftir-
tektaverðir, og margtskilur hann ekki.
»Gullöld lslendinga« er nákunn-
ugur förunautur. Þeir sem hlýta fylgd
hans geta lesið sögurnar sér til veru-
legs gagns og yndis. Eg vildi að hún
hefði verið komin út, þegar eg var
litill! En golt er að hún er nú komin, og
vinsæl mun hún verða. Vel sé þeim
er samdi hana svona vel. Og vel sé
þeim, sem gaf hana lit. I samanburði
við stærðina og fráganginn er hún alls
ekki dýr, en erfilt má það verða ung-
um piltum fátækum að eignast hana, et
þeir eru einir sér, en fjórum drengjum
í félagi mundi veita það létt. Jeg
vildi að allir skynsamir, og fróðleiks-
fúsir drengir ættu kost á að lesa hana,
og gerðu það.