Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1910, Blaðsíða 1

Æskan - 01.05.1910, Blaðsíða 1
 \ zÆsnan. Barnablað með myndnm. XII. árg-. Reykjavík. — Maí 1910. 9.—10. 1)1. 9 oa fS o jijirnarjjojTin. ííí' MagneJ. ANN orgaði hræðilega þegar hann kom í kirkju í fyrsta sinn. En þegar presturinn jós hann vatni og nefndi hann Þorkel, þá þagði hann eins og steinn. Hún föðuramma hans gamla, sem orðin var bæði heyrnardauf og sjóndöp- ur og haltraði áfram við stóran staf, stóð á því fastara en fótunum, að hún hefði séð einhverja litla veru svífa til lians í þeim svifum, sem hann var vatni ausinn, og kyssa liann á volt ennið; og hún þóttist heyra veruna segja um leið með svo undur hljómþýðri rödd: »Hér er skirnargjöfin mín«. En hvað þessi skirnargjöf Þorkels var í raun og veru, í því gat enginn skilið. Óþekkur var hann, og ekkert sagði hann eða gerði, sem vit var í, þegar hann eltist; það sagði faðír lians að minsta kosti. Hann var eitthvað svo undarlegur. Hann vildi helzt alt af vera að syngja, og lalaði elckert nema í Ijóðum. »Hvað á þessi fíflslca annars að þýða?« sagði faðir hans gramur i geði. »Þú ert auma barnið, það segi eg satt«. »Það gengur svo glalt«, svaraði Þorkell. »Og ekkert kunnirðu í námsgreinunum þínum í gær«, sagði faðir lians þá, enn önugri í skapi; »það er nú reyndar engin nýjung, því þú kant þær alt af jafnt«. »Mér er það ei tamt en er þó að vona að það takist samt«, svaraði Þorkell litli þá og söng svarið með nýju lagi. Hann söng æfinlega ný lög, en hvar hann lærði þau, eða hvaðan þau voru, það vissi hann ekkert. Hann vissi það eitt, að inndælustu tónar hljómuðu sífelt

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.