Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1914, Page 2

Æskan - 01.12.1914, Page 2
90 Æ S K A N. einkum í dimmu, en það var nú ekki til þess að setja fyrir sig. Til brennunnar hafði verið safnað frá mörgum bæjum i nágrenninu, og sannaðist þar sem ætið, að »safnast þegar saman kemur«, því þó ekki væri svo inikið frá hverjum, var það dálaglegur köstur, þegar alt varkomið í eitt. Pað hafði safnast töluvert af þurrum birkihríslum, stórgerðu heyi, — gæði þess talar maður ekki um; það var nóg, að »rauður« gat gerl sér það að góðu. Það bezta af öllu var þó tjörukaggi, sem einn bóndinn hafði látið af mörkum; hann var að vísu tómur, en tjörugur innan og því gott eldsneyti. Þar að auki var dá- litið af tjöru, lýsi og þrjár ílöskur af steinolíu, og man ég að það þótti rausnarlega gefið; en hvort það þætti í annál setjandi nú, tel ég samt mjög vafasamt. * * # Þrettándadagurinn var runninn upp og hin þráða stund tekin að nálgast. Það var snjór á jörðu og smáél um daginn, en frost var vægt. Veður mátti því fremur heila gotl en vont, þvi logn var að mestu. Sigga vinnukona varð að taka við störfum minum þetta kvöld, að ann- ast fjósið; ég var að vísu búinn að gefa kúnum áður en lagt var af stað, en átti eftir að brynna þeim. Við fórum að búa okkur í rökkur- byrjun, því brennan átti að byrja þegar aldimt væri orðið. Við vorum fjögur af bænum í förinni: sonur bónd- ans, vinnumaðurinn, önnur vinnukon- an og ég, sem var langyngstur, en þó einna ákafastur að fara. Ferðin gekk fremur seint, því ó- færð var og orðið nokkuð dimt, en við væntum þess, að tunglið lýsti okkur til baka, þó kvöldsetl væri það orðið. Brennan var haldin á háum, einstökum hól, sem víða sást að og lá svo miðsvæðis milli bæja, að margir gátu sótt brennuna, enda voru nokk- uð margir komnir á undan okkur. Nú var tekið til óspiltra málanna, að raða niður eldiviðnum eftir því sem bagkvæmast þótli, svo að logans nyli sem lengst og bezt. Það, sem til var af tjöru og lýsi, var strax látið í köstinn, áður en kveikt var í, og ein olíullaskan var látin standa full í tjörukagganum, en hinar geymdar afsíðis, svo að hægt væri að grípa til þeirra, þegar loginn færi að dofna. Síðan var kveikt í kestinum þegar aldirnt var orðið. Komu mér þá í liug sum æfintýrin, sem ég hafði heyrt, þar sem ég horfði á bálið, er log- arnir áttu að nema við himin og hefla för eins eða annars, er áfram vildi halda. Þarna vorum við, milli 20 og 30 manns, á ferð og ílugi í kringum brennuna, sumir að glæða hana á einn eða annan hátt, en sumir að tína upp það, sem eftir hafði orðið, og kasta því í eldinn. Nokkrir voru í állogum eða öðrum ólátum, og voru jiað helzt þeir, sem voru á mínu reki. Það hefir víst ekki verið neitt ósvipað að sjá tii okkar tilsýndar og villi- manna, þar sem þeir dansa kringum næturelda sína. Þegar minst varði, heyrðist hár brestur, og um leið blossaði loginn upp miklu voldugri en áður. Eg varð þess brátt vís, að breslurinn stafaði frá ílöskunni, sem lálin var í kaggann og nú liafði sprungið af hit- anum. Hinum ílöskunum var síðan kastað á bálið til þess að örfa það. Þegar bálið var að mestu útbrunnið, fórum við að bugsa til heimferðar. Við áttum ekki samleið með neinum, því okkar bær lá einstakur skamt frá hólnum í suðvestur. — Okkur var dimt fyrir augum, er við héldum at stað, enda ultum við fremur en geng-

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.