Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1914, Side 5

Æskan - 01.12.1914, Side 5
Æ S K A N. 93 Herra Febrúar var í mjög góðu skapi þetta ár, því það var hlaupár. Yfirlæti hans var því svo mikið, að hann bauð Norðanvindin- um aftur heim til sín. Ú hú! En hvað þá varð kalt og hráslagalegt fyrir vesalings litlu Snjósnleyjarnar t hvítu þunnu fötunum. Þegar þær opnuðu húsdyrnar um morguninn, tróðst hinn ófyrirleitni Norðanvindur strax inn og hiópaði: »Góðan daginn! Hvernig lízt ykkur nú á?« Sólin gat ekki rofið skýin þétt og grá og Sólskríkjan lét ekki framar til sín heyra. Það voru slæmir dagar. Snjósóleyjarnar héngu alveg niðurbeygðar á stönglum sínum. Svo bar það til einn morgun, er þær höfðu opnað nokkuð seinna en vant var, að þær sáu undurfagra rós, sem stóð rétt hjá þeim. Hún var snjóhvít og hafði stór blöð umhverfis hinn fríða bikar, og horfði svo glöð og bljúg til himins. Litlu Snjósóleyjarnar urðu bæði forviða og feimnar, og fóru að hvíslast á um það, hver þessi fagra og tigna kona mundi vera. Hvíta blómið, sem heyrði bað, sagði vin- gjamlega: »Eg er Jólarósin. Við skulum vera góðir nágrannar. Verið ekki angurværar, litlu systur, og hengið ekki höfuðin; þetta batnar bráðum. Herra Marz er á leiðinni og hann kemur með kveðju frá vorinu«. »Æ, það er svo kalt«, sagði ein Snjósól- eyjan með titrandi röddu. »Og maður deyr nú ekki af því«, svaraði Jólarósin; xmaður venst öllu. Eg skal nú l(ka segja ykkur dálitla sögu, okkur til dægra- styttinwar«. »Æ já, segið okkur sögul« sögðu Snjó- sóleyjarnar, og glaðnaði auðsjáanlega yfir þeim. »Okkur þykir svo skemtilegt að hlusta á sögurk »Það eru nú mörg hundruð ár síðan«, sagði Jólarósin, »og þjóðirnar hér á Norðurlönd- um voru þá heiðingjar og þektu ekki Guð. Þá komu ókunnugir menn hingað til landsins og prédikuðu fyrir þeim um Krist, drottinn vorn og frelsara. Margir tóku á móti kenn- ingunni, en sumir héldu þó stöðugt fast við hina gömlu trú, og meðal þeirra var konung- ur nokkur, sem bar brennandi hatur til hinnar nýju kenningar. En hann átti dóttur, sem elskaði og trúði á hinn heilaga Krist. Og þeg- ar leið að árslokum, sagði hún einu sinni: »Pabbi, jólin koma á morgun!« »Jólin?« sagði konungurinn. »Hvað er það?« »Fæðingardagur Krists«, svaraði kóngsdótt- irin og strauk siða, gula hárið frá enninu. Þá varð faðir hennar reiður og hæddi hinn heilaga Krist. Seinast sagði hann í hátíð- legum róm: »Ég skal trúa á hann, ef blórn spretta upp úr snjónum á morgun«. Þá gekk kóngsdóttirin út í blaðlausan skóg- inn. Hrafnarnir flugu yfir berum trjákrónun- um og hrollkaldur vindur þaut í greinunum. En kóngsdóttirin litla kraup þar sem hljóð- ast var og kyrrast í skóginum og bað Guð að láta spretta blóm upp úr snjónum. Svo kom jólanóttin. Tindrandi snjóbreiða lá á jörðunni og skógurinn var dularfullur og dimmur. Þá gekk engill fram hjá húsinu, þar sem kóngsdóttir svaf; hann hélt á plöntu, sem hann gróf niður í jörðina og sagði hún skyldi verða til blessunar um aldur og æfi, og mönnunum eilfft tákn. Þegar konungur gekk út fyrir hallarhliðið morguninn eftir, spruttu blóm upp úr snjón- um. Með bæn á vörum féll hann á kné, en dóttir hans hljóp til hans, breiddi út faðminn og sagði fagnandi: „Jólarósin! Jólarósin!" — Sfðan höfum við haldið þessu nafni og sprett- um alt af á kaldasta líma ársins". Jólarósin hafði breitt út hvftu og breiðu blöðin sfn, og þegar hún hafði lokið sögu sinni, horfðu Snjósóleyjarnar hugfangnar inn í fagra blómbikarinn hennar. Já, það var sannarlega tákn frá Drotni, að svo dýrðlegt blórn skyldi spretta upp úr snjónum! Það hafði nú dregið niður í Norðanvind- inum; hann hafði Iíka hlustað á söguna og fór nú heim til sfn, því það var ekki laust við, að hann blygðaðist sín fyrir, hve grimm- ur og hranalegur hann hafði verið. Nú brauzt sólargeisli gegnum skýin. Sól- skríkjan flaug upp f blaðlausan runn og söng svo dillandi; en Sunnanvindurinn kinkaði kolli svo blíðlega í fjarska, og herra Febrúar setti upp hattinn og bjóst til brottferðar, Snjósóleyjarnar fögnuðu hjartanlega, en Jólarósin horfði til hirnins og geislar stóðu af ásjónu hennar; hún þakkaði skapara sfn- um fyrir, að það hafði orðið hlutskifti hennar að hugga hryggu Snjósóleyjarnar. (V. E. þýddi). í bókhlöðu einni f Ameríku tóku bókaverð- irnir eftir því, að svaitur drengur kom þangað á hverjum degi og fékk alt af sömu bókina. Hann fletti upp einni opnunni, horfði snöggv- ast í hana, rak svo upp hlátur og skilaði

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.