Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1918, Blaðsíða 5

Æskan - 01.09.1918, Blaðsíða 5
Æ S K A N 69 en svo kom þeim ekki saman, hvað þeir ættu að láta það heita, og svo lenti þeim öllum i hár saman út af því. Hann Byrgir litli, yngsti bróðirinn, yndi pabba síns og eftirlæti móður sinnar, fékk ekki að vera með; liann var svo lítill. En hann vildi engin utanvelta vera. Hann fór til Ingu systur sinnar með eineyring, sem ein- hver hafði geíið honum. Það fanst honum vera stórfé. Hann vildi ekki vera minni en þau, hann Byrgir litli. En það var annað, sem honutn var ákaflega mikill hugur að ná í og það voru brjóstsykurmolar, dökkmórauðir, eins og stórar þríhyrntar hnetur og linolukjarni innan í. Hann álti nú í mikilli barállu við sjálfan sig út af þessu. Á næsla götu- liorni var kjallari og þar seldi kona þessa inndælu mola og liver moli kostaði eineyring. Systkini hans gerðu ekki annað en hlæja að honum þegar liann kom með eineyringinn. Því hafði hann sízt búist við; hann vonaði, að þeim mundi íinnast að hann legði drjúgan skerf í sjóðinn. Honum lá við að gráta út af þess- um viðtökum, en harkaði þó af sér, því liann vildi sizt af öllu láta þau sjá að hann bæri sig illa. Hann gekk þá inn og seltist út í horn á bak við kistu pg fór að brjóta heilann um þetla. Ég skal gefa henni mömmu sjálfur, fyrst ég fæ ekki að vera með systkinum mínum. Milli þils og gólfs var rifa. Þarna skal ég geyma eineyringinn minn, hugsaði hann með sér, þar finna systkini mín hann ekki og enginn fær neitt um hann að vita; ég get náð honum út aftur með bandprjóni mömmu. En svo kom hann út að kjallara- gluggunum og sá molana góðu — þá lá nærri, að hann stæðist ekki freist- inguna; hann fór inn og potaði ein- eyringnum út, en hann áttaði sig fljótt; hann mundi eftir mömmu; svo ýtti hann eyrinum liið bráðasta inn aftur og hljóp inn í leikstofu sína. Daginn eftir gaf Karl bróðir hans honum fimmeyring eða réttara sagt 5 eineyringa; það gerði hann til þess, að liann þegði um pípuhausinn hans pabba, sem brolnað hafði einhvern veginn grunsamlega. En hvað hann átti bágt með sig við miðdagsborðið að segja þá ekki upp alla söguna, en þá mundi hann eftir því, að fimm- eyringurinn var i veði, Karl hefði þá tekið liann aftur; þá gæti liann ekki keypt fyrir liann handa mömmu. Svo stilti hann sig, enda gaf Kalli honum ekki gott auga; fyrir því augnalillili vildi hann ekki verða aftur. Þá bað einhver slúlka Byrgi að sækja mjólk fyrir sig og fékk lionum eineyring fyrir ómakið. Nú var hann orðinn æði ríkur, þó ekki væri hann eins stórríkur og systkini hans, sem nú átlu í sjóði hvorki ineira né minna en tvær krón- ur, enda voru þau of montin af ríki- dæmi sínu til þess að liann mætti leggja eineyring í þann stóra sjóð. En hann ællaði nú einu sinni að sýna þeim að hann kynni líka að spara eins og þau. Nú var komið að afmælisdeginum loksins. Byrgir fór í búð og keypli og lét búa vandlega um og bögglinum stakk hann svo niður í annað stíg- vélið sitt, og hafði það svo undir rúminu sinu. En hvað hann átti bágl með að þegja yfir þessu öllu — það er enginn hægðarleikur. Loks kom háttatími. Byrgir litli var heldur hróðugur með sjálfum sér yfir afmælisbögglinum. Mamma breiddi vel ofan á hann, slökti svo ljósið og kysti litla drenginn sinn, en hann lagði saman hendurnar og las: »Nú

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.