Nýtt land - 18.05.1940, Blaðsíða 2

Nýtt land - 18.05.1940, Blaðsíða 2
Laugardaginn 18. maí 1940.. NÝTT LAND Brezkar hervarnir á íslandi og hlutleysið Eítir Héðin Valdimarsson. Breska lierliðið 0» íslendingar. Okkur Islendingum er dvöl brezkra hermanna hér á landi ó- geSfelld. Þetta er eSlilegt. Þeir koma hér sem óboönir gestir. Margir efast um, aö tilefni komu þeirra sé þaö, sem upp hefur veriö látiö: hætta á þýzkri innrás. Eg er ekki í tölu þeirra, sem efast um, aö slík innrás hafi veriö hugsan- leg og jafnvel líkleg, ef eitthvert tækifæri bauðst. Dæmi nágranna okkar staðfesta þaö. Mér er þaö líka fullkunnugt, aö þeir, sem hæst mótmæla þessu núna, fornir banda- menn mínir og samherjar, komm- únistarnir, trúöu þessu staöfast- lega, þangaö til vináttan hófst með Nazistunum og Sovét. Þegar Súdetadeilan stóð hæst, rétt fyrir Múnchen-fundinn, fót eg sam- kværnt afar eindreginni ósk Brynj- ólfs Bjarnasonar á fund Eysteins Jónssonar og skýröi honum frá því, að Brynjólfur teldi sig hafa ákveönar heimildir fyrir því, að þýzkir og íslenzkir Nazistar væru að undirbúa uppreisn hér í Reykja- vík. Einar Oigeirsson hefur oft haft mikil tíðindi aö segja af vopnabirgöum Þjóðverja hér. Öll- um er minnisstætt, að hann heimt- aði, að kallað væri á vernd Eng- lands, er Emden var á leið hingað. Seinast í upphafi þessa stríðs, rétt áður en Þjóðviljinn áttaði sig til fulls á sinni siöustu stöðu i heim- inum, varaði hann strengilega við samtökum þýzkra manna jhér í bænum. Það hefur fengiö margíalda s'taðfestingu, að þessi ótti komm- únista viö þýzka innrás, líka hér, hafði viö mjög mikil rök aö styöj- ast. Þau rök voru miklu meiri orðin nú en nokkru sinni fyrr. Hér var oröiö margt æföra þýzkra her- manna í bænum. Vegna hins nýja vinfengis nazismans og kommún- ismans, stafaði kommúnistunum sérstaklega minni hætta af þvílíkri uppreisn en fyrr. En öllum öðr- um Islendingum stafaöi af henni því meiri hætta, því að ekki verð- ur annað ráðið af framkomu kom- múnista nú, en að þeir mundu, ef slík uppreisn væri gerð, hiklaust ganga í lið með nazistunum. Menn skulu líta í Þjóð viljann og athuga það með sjálfum sér, hvort þeir eru læsir! Þessi hætta réttlætir þó ekki innrás Breta frá sjónarmiði okkar Islendinga, því að við vildum mæta henni sjálfir. Ef okkur brast skiln- ing á því að meta, hve mikil hún var og gerðum ekki nægilega ráð- stöfun til að mæta henni, voru það . okkar fulltrúar og ráðamenn, sem báru ábyrgð á því. Innrás Breta er því algerlega gerð samkvæmt þeirra sjónarmiðum og á þeirra á- byrgð, og ef við verðum að gjalda fyrir hana, þá höfum við afdrátt- arlausan siðferðilegan rétt til að kalla þá til reikningsskapar fyrir. 'Hitt er annað mál, hversu mik- ið vald við höfum til þess. En þess verðum við vandlega að gæta, að okkar eina vald er siðferðilegt og menningarlegt vald okkar. Það vald megum viö sizt af öllu rýra. Þar veröum við að gæta okkar vandlega að spilla engu fyrir okk- ur. En við megum heldur ekki hika við að beita því vopni á réttum tíma og á réttan hátt. Skilyrðislaus og skýlaus yfir- lýsing Breta, að þeir muni ekki halda hér hervörð stundu lengur en brýn hernaðarnauðsyn krefur, styrkir að miklum mun okkar sið- ferðilega vald gagnvart þeim. En við verðum þá um leið að vera minnugir þess, að við megum ekk- ert það gera, sem getur ’ réttlætt það, að þeir standi ekki eins hik- laust við þá yfirlýsingu og þeir hafa gefið hana. Eins og Bretar bera einir ábyrgð á hervörnunum hér, þá berum við Islendingar enn ábyrgð á allri framkomu okkar og ekki sizt framkomu okkar gagnvart þeim. Sú ábyrgð er svo þung, að þar liggur við sjálfstæði okkar um langa framtíð, líf okkar sem þjóð- ar. Eins og málum er komið, eig- um við að þola hervarnir Breta I gegnum alla sjálfstæðisbarátt- una fram að 1918 létu stjórnmála- mennirnir íslenzku sér nægja að byggja tilveru sjálfstæðs og full- valda Islands á þeirri trú, að eng- inn mundi ásælast það, að Dönum slepptum, ef alþingi lýsir yfir æ- varandi hlutleysi landsins, aö það væri vopnlaust og hefði hvorki her né flota. Meö fullveldinu 191S var slík yfirlýsing gefin öllum heiminum til vitundar. Þótti þá flestum svo komið, að ekki ein- ungis væri óhætt og sjálfsagt að skilja við Danmörku, þegar hægt væri, enda var sambandið milli Is- lands og Danmerkur raunverulega að litlu gagni fyrir bæði löndin, en gat orðið stórhættulegt fyrir Is- land, eins og sýnt hefir sig við valdanám Þjóðverja yfir Dan- mörku, — heldur jafnvel láta ís- lenzka ríkið standa algerlega sam- bands- og samningalaust um ör- yggi við aðrar þjóðir, en treysta á smæðina, fjarlægðina frá Norður- álfu og hlutleysisyfirlýsinguna. Það er fyrst í Nýju landi, sem tekið hefur verið til umræðu að hlutleysisyfirlýsingin frá 1918 sé enginn grundvöllur sem treyst- andi sé á, ekkert öryggi fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, né heldur smæðin eða fjarlægðin þegar Island geti haft hernaðarlega eða aðra þýðingu fyrir stórveldin, eftir allt það, sem framsókn nazismans og einræðisrikjanna sýni. Islenzka þjóðin veröi eins og aðrar smá- þjóðir að, gera sér grein fyrir hvorum málstaðnum hún fylgi í þeim miklu heimsdeilum, sem stríðið stendur um, og hvor sigri sé henni hagkvæmara. En það munu 99% Islendinga vera sammála um, að enginn vafi sé á að við fylgjum lýðræðisríkjunum að málum og undir sigri þeirra sé sjálfstæöi og hamingja íslenzku þjóðarinnar komin. En þá verði íslenzka þjóðin aö afla sér hins vantandi öryggis fyrir sjálfstæði sinu með því að ná nægum ör- yggis- og bandalagssamningum við Bretaveldi og helzt líka Bandaríkin fyrir því að hún geti hér eins og illa nauðsyn sjálfra þeirra, meðan þeir heyja stríð upp á líf og dauða við nazismann, sem er okkar fjandi um leið og þeirra. En þó að við óskum þeim einlæg- lega sigurs í því stríði, þá eigum við að láta þá skilja það, að Jjeir eru hér aðeins gestir og J^aö jafn- vel óboðnir gestir. Við eigum alls ekki að þola þeim nein afskipti af neinum öðrum málum en þeirra eigin hervörnum. Við eigum að gera skilyrðislausa kröfu til þess, að J}eim hervörnum sé lokið um leið og stríðinu lýkur og minna þá strengilega á þau loforð, sem þeir hafa sjálfir gefið. En svo eigum við líka að meta ]?að, sem vel er um þeirra fram- komu og gjalda með góöri fram- komu sjálfra okkar. Við eigum meðal annars að sýna J)að, að við kunnum að nota okkur skoðana- frelsi og málfrelsi eins og menn, en að við notum það ekki eins og sjálfsníöingar á éinn hátt eður neinn. Við skulum vera minnugir þess, að einmitt þar gefst okkur nú kostur þess, að sýna það öllum heimi og Bretum sérstaklega, að okkar sjálfstæðisþrá, okkar sjálf- stæðiskröfur, okkar sjálfstyðisba átta er ekki eldur sem brennur í þurru limi, heldur eldur, sem í eikistokkinn er lagður. Hann er ekki eldur stundaræsinga, heldur sá eldur, sem lifir 0g varir kyn- slóð eftir kynslóð. Arnór Sigurjónsson. veriö sjálfstæð og lifað menning- arlífi sínu, ná Jjví öryggi, sem hlutleysisyfirlýsingin einhliða ald- rei gæti veitt. Almenningur mundi sennilega hafa skiliö Jietta áöur en skall í tönnunum, ef öll hin pólitísku blööin hefðu ekki verið sammála um, að einmitt hlutleysisyfirlýs- ingin væri það eina öryggi, sem til væri, á sama tíma sem einræð- isrákin svældu undir sig hverja einstaka hlutlausu })jóðina eftir aðra, allt undir forustu Þýzka- lands, og fyrst Jiær sem næst voru eða veikastar fyrir. En nú er þetta loks allt orðið augljóst mál. Eftir að sambandsgrundvöllur- inn milli Islands og Danmerkur hrundi með innrás Þjóðverja og valdatöku yfir Danmörku, og al- þingi gaf út 10. apríl yfirlýsing- arnar um endurheimt æösta valds Jijóðarinnar, utanríkismála hennar og konungsvalds, í hendur henn- ar sjálfrar, þá var þrátt fyrir al- menna samúð með Dönum í Jireng- ingum þeirra, almenn ánægja yfir því, að Island hefði getað safnaö í sínar hendur völdum um öll sín mál á þessum tíma; „að svo stöddu“ var það orðað, en flest- allir munu hafa verið sammála um að pólitískt samband við Dani skyldi ekki aftur upp taka. En þrátt fyrir þessa ánægju yfir upp- fyllingu sjálfstæðisdraumanna, var allmikill geigur í fjölda manna út af öryggi landsins, sem stóð á hálmstrái: hlutleysisyfirlýsing- unni og afsölun á eigin beitingu herafla á Islandi og í landhelgi þess, en með mótmælin ein að vopni gegn ásælni. Aðfarir einræðisríkjanna sýndu æ betur og betur fyllstu samvinnu þeirra i milli, er stefndi að heims- yfirráðum, fyrst með mnlimun og valdaráni yfir smájíjóðunum og síðar lokahríð við lýræðisríkin miklu. Allt bendir til, að um Jietta séu fastir samningar, sem full- gerðir hafi verið, er Þýzkaland og Rússland gerðu með sér griða- sanmingana og samkv. þeim fylgi Island Danmörku undir hramm nazismans, ef einræðisríkin ráða friðarkostunum, en gegn Jjessum ríkjum hefur hingað til ekkert dugað nema mátturinn. Hvorki hlutleysisyfirlýsingar né griöalof- orð hafa dugað. Eítir að Þjóðverjar lögöu undir sig með báli og brandi suður- og vestur-Noreg mátti búast við því hevnær sem var, aö einn næsti á- fangastaður þeirra gæti orðið Is- land, til árásar aftan aö Englandi ogtil að opnaAtlantshafið. A Jress- ari flugöld er fjarlægðin frá Nor- egi til Islands ekki einhlít til aö bægja frá landinu heimsókn her- mannasveitar, sem gæti búið um sig með aðstoð kafbáta í varnar- lausu landi, og þó að Bretar hefðu lofað aðstoð, gat það orðið erfitt og dýrt að koma henni við eftir á, eins og sýndi sig í Noregi. Þá hefðu Islendingar átt yfir höfði sér heimsstyrjöldina og lenda þó lengi undir nazistisku stjórnarfari, sem enginn virðist nú óska eftir nema lærisveinar Jósefs Stalins. Ríkisstjórnin hafði ekki í sínum höndum neitt landvarnalið til að aftra slíkri tiltölulega fámennri innrás eða upphlaupi þýzkra naz- ista í landinu með aðstoð Kuusin- ens og Quislings samherja, held- ru mundi hafa orðið að láta sér nægja að mótmæla. Með allt þetta öryggisleysi Jjjóðarinnar fyrir augum 1 var þess ótrúlega vænst, að hin nýja utanríkismála- stjórn gæti skjótlega borgið þess- .uin málum í höfn, sem ekki var þó auðvelt, þar sem ríkisstjórnin gat ekki fengið sig til að semja við Breta né Bandaríkin um Jná hernaðarlegu vernd, sem landið hafði ekki, en þurfti að fá, og taldi slíka vernd eða aðstoð jafn- vel sjálfstæðisskerðingu, Jdó að Is- lendingar óskuðu hennar sjálfir, en lagði allt sitt traust á hlutleysi og hervarnaleysi. Nú er svo komið, að inn í landið er kominn brezkur herafli, en ekki Jjýzkur, að því er sagt er landinu til varnar' frá 10. maí s.l. Bretar telja þetta hafa verið nauðsynlegt, til að Þjóðverjar næðu ekki yfir- ráðum yfir landinu, bæði vegna ís- lenzku þjóðarinnar sjálfrar og vegna heimsstríðins, en ís- land mundi hafa hernaðarlega þýðingu í því fyrir Þýzka- land gagnvart Bretlandi og Vest- urheimi. Bretar hafa því tekið að sér hermál Islendinga, sem við höfum afsalað okkur sjálfir, og það þrátt fyrir öll mótmæli okkar gegn þessari nýju hermálastjórn hér á landi. Því er ekki að neita, að Jætta tiltæki brezku stjórnarinn- ar er að sjálfsögðu skerðing á hlutleysi og fullveldi íslenzku þjóðarinnar, er Bretar taka sér vald til að fara með landvarnir fyrir Islendinga að þeim forn- spurðum. Annað mál er að Bretar hafa svo skammt gengið í þessum málum, sem hægt virðist með [)vi að ætla sér samt að hafa hén her- varnir. Þeir greiða fullt verð fyr- ir allt, sem Jjeir fá keypt eða leigt, skipta sér ekkert af stjórn lands né bæjar og hafa lofað að hverfa aftur, ]>cgar er friður kemst á. Hér er því á engan hátt hægt að tala um venjulegt hernám, og næg- ir að bera saman ástand Danmerk- ur, sem ])ó hafði eigið landvarna- lið en viö ekkert. En framkoma brezka hersins og brezku stjórn- arinpar mun bezt í framvæmd sýna hver tilgangurinn er og hvort, eins og við væntum, í okkar garð ríki vinsemd ein. Framtíðin ein mun einnig sýna það, hvorj; þetta ör- yggi, sem Bretar telja sig nú vilja gefa okkur með setuliði Jaessu til varnar nazistískri árás, sé nægi- legt, en hinu getum við ekki mót- mælt, að fyrir höfðum við ekki neitt og um annað hernaðarlegt öryggi er ekki að ræða. Þessir síðustu atburðir, sem gerðust sama dag sem þýzki her- inn réðist inn í Holland, Belgíu og Luxembourg, hafa sýnt íslenzku þjóðinni á óvéfengjanlegan hátt hvaða hættur geta steðjað að sjálf- stæði hennar utan að, hversu ó- verjandi er með öllu að ætla sér í framtíðinni að byggja sjálfstæði landsins á ekki meira öryggi en sdmbandi við Danmörku eða ein- hliða hlutleysisyfirlýsingu og her- varnaleysi. Við sjáum Iíka glögg- lega hvaðan okkur er helzt aðstoð- ar að vænta, er mest á liggur og hverjum við eigum mest undir um viðskipti og vinsemd. Helmingur af utanríkisviðskiptum Islands verður að færast yfir til lýðræð- isríkjanna aðallega, Englands og Vesturheims, frá Eystrasalti og Norðurlandaþjóðum. — Reynslan mun fljótt sýna okkur hvort Bret- ar láti okkur í té Jnað hagkvæma viðskiptasamninga, að bætt'geti úr missi þessara gömlu viðskipta- sambanda. Við höfum að vísu ekki nema að tiltölulega litlu leyti á- hrif á örlög okkar eigin þjóðar, sem er undir úrslitum heimsstyrj- aldarinnar komin. Verði einræðis- ríkin ofan á, þá mun pólitísk drep- sótt sennilega ganga yfir ísland eins og önnur lönd Norðurálfu, hinn nýi svarti dauði. Við getum J)ó athugað nú heimsafstöðu þjóðar okkar og hvernig hennar málum gæti í framtíðinni verið skipað, þannig að hún héldi sjálfstæði sínu og hefði jafnframt J)aö öryggi um gæzlu þess, sem hún hefur ekki haft. Er rétt í því sambandi að at- huga að brezka herliðið er enn ekki meira en það, sem Islending- ar sjálfir gætu látið í té til bráða- birgðavarna í landinu, ef þeir hefðu sín eigin herrnál, en ættu hjálp vísa. En hvernig svo sem atburðanna rás verður, og hvernig svo sem málum þjóð- ar okkar verður skipað, þá mun- um að vera sammála um, að gera þá ófrávíkjanlegu kröfu, að halda fast við okkar forna arf: lýðræðið og persónufrelsið, að við eigum einir heimili á þessum hólma og viljum einir afráða um oklcar eig- in forlög, án nokkurrar íhlutunar þar um frá erlendu valdi. Mótmæli íslenzku ríkis- stjðrnarinnar gegn taer- námi Breta og svar sendiherra þeirra. Ríkisstjórnin afhenti sendiherra Breta hér, Mr. Howard Smith, svo- hljóðandi mótmæli daginn, sem Bret- ar settu hér her á land: Reykjavík, 10. mai 1940. Herra sendiherra. Út af atburðum þeim, sem gerÖ- ust snemma í morgun, hernámi Reykjavíkur, er hlutleysi Islands var freklega brotið og sjálfstæði Jiess skert, verður íslenzka ríkis- stjórnin að visa til þess, að þann ix. apríl síðastl. tilkynti hún bresku rik- isstjórninni formlega, fyrir milli- göngu hennar hér á landi, afstöðu íslenzku ríkisstjórnarinnar til til- iögu hennar um að veita íslandi hernaðarvernd, og samkvæmt þvi mótmælir íslenzka ríkisstjórnin kröftuglega ofbeldi J>ví, sem hinn brezki herafli hefur framið. Þess er að sjálfsögðu vænzt, að bætt verði að fullu tjón og skaði, sem leiðir af Jiessu broti á lögleg- um réttindum Islands sem frjáls og fullvalda hlutlauss rikis. Kveðjuorð. 16. j). m. afhenti sendiherrann rík- isstjórninni svohljóðandi svar við mótmælunum og hefir einnig beðið blöðin að birta það: Breska sendiherraskrifstofan, Reykjavík. — 16. maí 1940. (Ávarp). — Eg hefi þann heiður að tilkynna. yður, herra ráðherra, að eg hefi fengið fyrirskipanir frá utanríkis- málaráðherra Hans Hátignar, unv að senda yður eftirfarandi svar við mótmælabréfi því, sem þér stíluð- uð til mín 10. maí síðastliðinn. Stjórn Hans Hátignar í Stóra- Bretlandi hefir tekið til meðferðar mótmæli J)au, sem íslenska ríkis- stjórnin hefir álitið rét að bera fram út af landsetningu brezks herafla á íslandi 10. maí síðastliðinn. Brezka ríkisstjórnin vill um leið minna á það, að brezki aðalræðismaðurinn í Reykjavík hafði fyrir hennar hönd tilkynt íslenzku ríkisstjórninni 9. april, að í augurn brezku rikisstjórn- arinnar væri staða Islands orðin mjög tvísýn, vegna aðgerða Þjóð- verja í Danmörku og Noregi, að brezka stjórnin væri ákveðin í að koma í veg fyrir að ísland yrði fyr- ir sömu örlögum og Danmörk, og að hún myndi gera hverjar þær ráð- stafanir, sem nauðsynlegar væru í þeim tilgangi. Aðgerðir þýzku rík-

x

Nýtt land

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land
https://timarit.is/publication/387

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.