Nýtt land - 24.01.1941, Side 1

Nýtt land - 24.01.1941, Side 1
ÚTGEFANDI: Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur. Félagsprentsmiðjan hJ. NYTT LAN D Ritstjóri: Arnór Sigurjónsson, Sími 1019. AFGREIÐSLA: Hafnarstræt 21. Sími 5796. IV. ÁRG. REYKJAVÍK, FÖSTUDAGINN 24. JANÚAR 1941. 4. TBL. KOSNINGA-: ÞANKAR. | T« KKl mun ofmælt, að stjórnar- ' skiptin i Dagsbrún fyrir ári sé einn af lánlausustu viöburö- j unum í sögu félagsins. Nýja stjórn- j in lagði strax á flótta, sem var'Ö æ meir áberandi, eftir þvi sem lengra leið, og náði hámarki í af- . skiptum hennar af verkfallinu, sem nýlega er afstaðið. Undanhakl for- mannsins var strax i byrjun svo ofboðslegt, að hefði hann verið eins gerður og aðrir, þá hefði hann stór- slasað sjálfan sig; og væri honum hollast að muna það sem lengst. Þá tók varaformaðurinn við, og tókst ekki betur en svo, að liann gekk þeim á hönd, sem hann átti að berjast gegn. I fyrsta sinn í sögu verkamanna, sem kjarabæturn- -ar eru auSsóttar með sæmilegri forustu, gerist fonnaðurinn þjónn atvinnurekenda, og lætur þá hugsa málin fyrir sig. Hann var enginn maður til þess sjálfur. Haim hafði ekki heldur vit á að sernja við Bret- ann, og lofa honum aS öSru leyti aS vera í friði. Hann gat sem sagt ekkert af því, sem honum bar að gera. Það þýðir ekki að rekja þessa raunasögu, hún er öllum kunn. En Irvernig halda menn að farið hefði, ef gamla stjórnin hefSi ráSiS? ÞaS kann að vera erfitt að svara því í einstökum atriðum, en það má fullyrða, að verkamenn hefðu nú ekki lakari kjör en þau, sem aug- lýst voru, og urðu orsök verkfalls- ins. Auk þess sem félagið væri styrkara og rneira tillit tekið til þess en nú er. Því nú er þetta stærsta verkamannafélag landsins sundrað og í molum; það cr svo átakanlega niðurrifið, að jafnvel þeir, sem vildu ])að feigt, lita það vorkunnar- augum. Nú eru ekki færri en þrír listar í kjöri, svo er sundrungin mikil. Þó er bót i ntáli, að tveir af þeim, listi Skjaldborgar og kommúnista, eru eingöngu framkomnir vegna pólitiskrar frekju nokkurra foringja sem eru nógu ósvífnir til að skirr- ast ekki við að reyna að vinna sér fylgi með því að trufla saklausa verkamenn í heiðarlegri og virðing- arverðri baráttu þeirra fyrir bætt- um lífskjörum; og mætti því ætla að ])eir hefðu lítið fylgi. Um lista málfundafélaganna er öðru máli að gegna, og má nefna margt honuin til stuðnings. Eg skal aðeins minn- ast á þrennt. 1 fyrsta lagi er þar í formannssæti sá maður, sem hef- ur mesta reynslu sem formaður verkalýðsfélags, — og reynslan er, eins og allir vita, hið sigursælasta vopn, })ó vitanlega sé hægt að mis- beita ])ví vopni. 1 öðru lagi hefur formannsefnið bezta þjóðfélagslega aðstöðu til starfsins, af öllum, sem völ er á. Hann þarf ekkert til ann- arra að sækja. Og allir vita, að ekki hefur hann áberandi tilhneigingu til að ganga þeim á hönd, sem hann á í höggi við. Þrjðja ástæðan til ])ess, að allir verkamenn í livaða flokki sem þeir eru, hljóta að kjósa þennan lista, er eingöngu sú, að Héðinn er í for- mannssæti. Það er sem sé alveg ó- hugsandi, að hann gefi kost á sér til þessa vanþakkláta starfs, til ann- ars en þess, að verða félaginu að liði. Það er á það að líta, að hann hefur stjórnað þessu félagi í 14 ár, og honum hlýtur að vera sárt um það. Þetta hljóta allir menn að skilja, sem einhverja mannslund hafa. Eg sé því ekki, að það sé neinn vandi fyrir okkur verkamenn að kjósa. Og litið höfum við lært af óförum Dagsbrúnar síðastl. ár, ef við tfikum' ekki fegnir góðu boði, ili'IUW VAIIM)llltSSO>: DAGSBRÚNARKOSNINGIN. p FTIR að kommúnistarnir í ** Sósíalistaflokknum rufu stefnuskrá flokksins og gengu aft- ur á mála hjá ríkisstjórn Sovét- lýöveldanna, slitum við nálega all- ir vinstrimennirnir, sem verið höföum íyrr í Alþýöuflokknum en gengið til stofnunar Sósíalista- flokksins, öllu sambandi viö þenna flokk og höfum haldið okkur ut- an flokka síðan. Höfum viö haft hér í Reykjavík og nágrenni meö j okkur félagsskap, Jafnaðarmanna- félag Reykjavíkur, en ýmsir sam- herjar okkar innan Dagsbrúnar hafa staðiö að Málfundafélagi verkamanna, sem hefir stefnt að því, að halda Dagsbrún á hreinum faglegum grundvelli, sem samein- aö gæti verkamenn af mismunandi skoðunum. Þegar Dagsbrúnarkosningin stóð fyrir dyrum, komu margir vinstrimannanna fram með það, að nú ættum við að sjálfsögðu að stilla upp sérstökum lista óháöra verklýðssinna í Dagsbrún, bæði til aö kanna fylgið meðal verka- manna, því að engin kosning hefir enn komiö, sem greinilega hafi skilið sundur það lið, sem Sósíal- istaflokknum fylgdi, svo mismun- andi sem það nú var, og jafnframt til að halda til streitu kenningum okkar um að verklýðsstarfsemin eigi að vera sameinandi fyrir alla verkamannastéttina, en ekki or- ustuvöllur fyrir pólitískar klíkur. Allir voru sammála um, að ekki væri hægt að mannskemma sig á því, aö hafa neitt kosningasam- band í Dagsbrún við Skjaldborg- ina né kommúnistana. Skjaldborg- in hafði svö oft vegið í hinn sama knérunn gegn sínum gömlu sam- herjum úr Alþýðuflokknum með atvinnukúgun og margvíslegu of- beldi við einstaka menn, árásum á Dagsbrún, undirróðri til að veikja félagið faglega og í haust með því að formaður félagsins og starfs- maður, sem báðir voru aðaltrún- aðarmenn Skjaldborgarinnar í fé- laginu, stálu eins og kunnugt er nær öllum sjóöuin félagsins, að ekki var hugsandi samvinna við Skjaldborgina á neinn hátt, þó aö ekki hafi bætzt ofan á þetta að aðalmenn Skjaldborgarinnar, sem ýmsir verða nú í kjöri hjá henni, tóku sig til og svældu undir sig vinnuskýrslugerðir við Bréta- vinnuna, sem Dagsbrún hafði haft og fengið fyrir 1% af útborguðum vinnuláunum. Var annar starfs- maður félagsins fenginn til að taka sumarlcyfi, en á meðan settur í hatis stað auglýsingastjóri Alþýðu- blaðsins, og er starfmaðurinn kom aftur, höfðu Skjaldborgarar dreg- ið undan félaginu þcssa skýrslu- gerð, og framkvæmdu hana sjálfir á skrifstofu Alþýðublaðsins, Tryggingarstofnananna og Vinnu- miðlunarskrifstofunni, en stungu þessum 1% af vinnulaununum í ; sina víðu vasa. Þar sem vinnu- ; launin hafa numið allt að 240 þús. kr. á viku eða 1% gjaldiö numið allt að 10 þús. kr. á mánuði, þá er og launum það meÖ þvi aÖ kjósa allir okkar gamla formann, hvaða pólitískar hugsjónir, sem við kunn- um að hafa. 21/1. ’4i. Gísli Erlciuisson. hér um tugi þúsunda króna að ræða, sem runnið hafa til ein- stakra.Skjaldborgara eða Alþýðu- blaðsins í stað félagssjóðs Dags- brúnar, nema þeir hafi notað ein- hvern hluta þessa illa fengna fjár til að greiða með sjóöaþjófnaðinn í Dagsbrún. Það þarf meira en litla ósvífni fyrir Skjaldborgina til að bjóða íram menn til trúnaðar- starfa i Dagsbrún eftir framkomu siua þar, og engum óháðum verk- lýðssinna gat komið í hug kosn- ingasamstarf með þessum mönn- um. Þá höfðu einnig konunúnistarn- ir í Dagsbrún, sem nú starfa línu- rétt eftir fyrirskipunum Moskva- mannanna, Brynjólfs Bjarnasonar og Einars Olgeirssonar, sýnt svo greinilega stefnu sína og starfsað- ferðir, að kosningasamvinna við þá var einnig óhugsandi. 'Þegar í Finnlandsmálunum upplýstist það, á miðstjómarfundum Sósíalista- ílokksins, að höfuðmenn kommún- ista mundu ekki láta undir höfuð leggjast að gerast landráðamenn, ef stefna Sovétríkjanna og alþjóð- lega konunúnistaflokksins yrði þannig, að þessir aðilar teldu sér hag af slíkri starfsemi hér á landi, hvernig svo sem ylti á um hina ís- lenzku verkalýðshreyfingu i því sambandi. Moskva-rétttrúnaður- inn var „línan“, en velferð ís- lenzka verkalýðsins aukaatriði, á móts við „heimsbyltingarstarf- semi“ og aðrar réttlinu-kommún- istískar starfsaðferðir. Þess vegna hurfum við líka þegar haustið 1939, þegar skorið var úr þessum málum í flokknum, úr pólitísku samstarfi við þessa menn. í fram- kvæmd og í Dagsbrúnarmálum hefur þessi stefna kommúnistanna fyrst orðið almenningi Ijós í nýaf- staðinni vinnudeilu, þar sem kommúnistarnir fórnuðu kjara- bótamöguleikum verkamanna, til þess að reyna að koma af stað illindum við brezka setuliðið, með þeim árangri að auki, að mörg hundruð manns misstu atvinnu um ófyrirsjáanlegan tíma í Bretavinn- unni. En í dagsljósið kom land- ráðastefnan algerlega með drcifi- bréfinu. Öllum er það ljóst,að með- an brezka setuliðið (Jvelur hér, þurfum við íslendingar að gæta hinnar mestu varúðar í sambandi við það, til þess að ekkert það komi íyrir, er orsakað geti, að það hverfi frá þeim ákvörðunum, að skipta sér ekkert af innanlands- málum Islands, heldur starfa ein- göngu að sinum sérstöku hernað- araðgerðum. Allir vita það, að brezka setuliðið á í öllum höndum við íslendinga, vopnlausa þjóö, og það er hvorttveggja níðingsskap- ur og landráð, ef einhverjir ís- lendingar verða til þess, með fullu ráði, að haga sér svo við brezka setuliðið, að það geti haft ástæðu til íhlutunar um innanlandsmál. En einmitt á þenna hátt stofnuðu kommúnistar sjálfstæði landsins í voða með dreifibréfinu, sem hvatti brezka hermenn til óhlýðni og uppreisnar gegn herstjórninni, sem hún hlaut að gera ráðstafanir i gegn, og dreifibréfið var í þeim einum tilgangi sent, aö kommún- istar gætu sagt yfirboðurum sin- um erlendis, að þeir ynnu í þeirra anda, gegn brezku herveldi, að „heimsbyltingu“. Það lá þeim í léttu rúmi, hvaða afleiðingar þetta tiltæki gæti haft fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar, hvað þá held- ur að þetta yrði naglinn í líkkist- una undir þær kjarabætur um styttingu vinnutímans, sem Dags- brún óskaði að fá um síðastliðin áramót. Þeir, sem þekkja starfs- háttu konunúnista, og hið einræð- islega flokksstjórnarfar þeirra, vita, að dreifibréfið var ekki að- eins sent út samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun, heldur beinlínis í ! anda og eftir skipun aðalmann- í anna. Það villir engum sýn, þó að nokkrir af dyggustu fylgismönn- um undirpáfa kommúnistanna hér á landi verði látnir taka á sig alla sökina, þeim verði „fórnað fyrir hið góða máleíni réttlínu-komm- únismans." En þessir atburðir hafa læst sig svo inn í meðvitund óháðra verkamanna, að ekki var hugsandi til kosningasambands við kommúnista, jafnvel þó að þeir beittu fyrir sig mönnum, sem ekki væru útlærðir í hinum kommún- istísku fræðum. Enda hefur svo farið, að þeir, sem handsainaðir hafa verið út af dreifibréfinu, eru nær allir í kjöri nú í einhverjar stöður í Dagsbrvin hjá kommún- istum. Við nánari umræður um kosn- ingarnar kom óháðum verkamönn- um saman um það, að þótt æski- legt gæti verið að fá liðskönnun í félaginu á venjulegan hátt, þá væri nú mest um-vert að reisa fé- lagið við úr þeirri niðurlægningu, sem það væri að komast í og hindra það, að þeir aðilar, sem að skemmdajrverkum stæðu innan þess, gætu náð völdum og riðið félagsskapnum að fullu. En til ])essa varð að safna því liöi öllu, sem treysta mátti til að vilja vinna að endurreisn félagsins á fagleg- um grundvelli, án tillits til póli- tískra skoðaná. Þar sem verka- menn í óðni höfðu sömu afstöðu í þessum Dagsbrúnarmálum, komst þegar á samkomulag milli þeirra og óháðra verkamanna um sam- vinnu við kosningarnar á þessum umsamda grundvelli og með fullu jafnrétti beggja aðila. Verður að treysta því að óreyndu, að hvað sem pólitískum ágreiningi líði, þá standi verkamenn við þessar skoð- anir sínar og samninga með full- um drengskap og að með kosn- ingu A-listans takizt að rétta að fullu við Verkamannafélagið Dagsbrún á heilbrigðum grund- velli. En til þess útheimtist náið samstarf alls þess þorra Dags- brúnarmanna, sem skilur hvers virði heilbrigður verklýðsfélags- skapur er fyrir stéttina og þjóðina í heild og vill uppræta úr félag- inu þau skemmdaráhrif, sem þar hafa sýnt sig svo greinilega upp á síðkastið. Þess vegna veröa verkamenn að standa saman um A-listann næstkomandi kjördaga í félaginu, helzt allir kjósa næsta laugardag og sunnudag. Héðinn Valdimarsson. Ilíimlilcy piii' 1 ISi'ctimniiiiniii! Hverjir eru þeir leyndardómsfullu dugnaðarmenn Sig. Tómasson, Freyjugötu 10 og Siggeir Vilhjálmsson, Laugavegi 69? ■fjEGAR starfsmaður Dagsbrún- * ar, Alfred Guðmundsson, kom úr sumarfríi í sumar, fann hann á skrifstofunni samrit (copíur) í tveimur eintökum af vinnulistum í Bretavinnunni vikurnar, sem hann hafði verið burtu. Þessi sainrit áttu að vera afrit af vinnulistum verk- stjóranna ásamt útreiknuðu kaupi, og voru þau með rithönd Siggeirs ! Vilhjálmssonar auglýsingastjóra ] Alþbl. Höfðu þau verið afhent j Marteini Gíslasyni, sem snöggt varð um á skrifstofunni, og urðu eftir, 1 er hann fór. En ekki komu þvílik ( samrit vinnulista til skrifstofunn- \ ar etfir að hann var farinn. j Það vakti eftirtekt starfsmanns- ins, að síðast á einum listanum fyr- ir vikuna 28. júlí til 3. ág. hafði á öðru eintaki samritsins síðar ver- i ið fariÖ með strokleðri yfir tvö sið- ; ustu nönfin á listanum, og það er skráð hafði verið um vinnutima 1 ])eirra og kauþgjald, en á hinn ein- takinu var límt yfir þetta pappirs- ræmu. Síðan hafði útreiknað kaup þessara tveggja inanna verið dregið frá heildarútkomunni á listanum, og var ])að blýantsritað. Ekki var þó betur strokið en svo, að vel mátti lesa. Hjá báðum mönnum hafði verið skrifaður nákvæmlega jafn vinnutími. Annar þeirra er skráður Sig. Tómasson, Freyjugötu 10, en hirin Siggeir Vilhjálmsson, Lauga- veg 69. Vinna þeirra hvors um sig er skráð á þessa leið: > > = ý. « «» w. n tí J «■= c 2: E eð 00 S.d. 28. júl. . . 18 18 Má.d. 29. — .. 10 4 4 18 Þr.d. 30.— .. io 4 5 Mi.d. 31.- . . 10 4 10 24 Fi.d. 1. ág. . . j 0 4 2 16 Fö.d. 2. —- .. 10 2 12 L.d. 3. — .. 10 10 Alls klst. 60 18 31* 109 Kaupgjald hvors þeirra yfir vik- una er reiknað kr. 282.75**. Eru tvær villur i útreikningnum hjá hvorum og sú sama hjá báðum. A vinnulista þessa sama flokks vikuna á undan skýtur upp í viku- lokin, á föstudág og laugardag, nöfnum tveggja manna síðast á list- anum, og hafa ])eir Sig. Tótnasson og Siggeir Vilhjálmsson síðan erft sæti þeirra. Þessi nöfn eru Sig. Guðmundsson, Freyjugötu 10, og Arni Árnason, Bergþórugötu 20. Þessir menn hafa samkvæmt list- anum unnið í Bretavinnu hvor 15 stundir á dag, 10 st. dagvinnu, 4 st. efitrvinnu og 1 st. næturvinnu og fengið greiddar kr. 63.26 fyrir báða dagana — og er það rétt reikn- að. Sig. þessi Guðmundsson,Freyju- götu io, getur tæplega verið annar Frh. á 3. síðu. * ætti að vera 39. ** skakkt reiknað! 1

x

Nýtt land

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land
https://timarit.is/publication/387

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.