Nýtt land - 26.09.1941, Qupperneq 1

Nýtt land - 26.09.1941, Qupperneq 1
£ ÚTGEFANDI: Jafnaðarmannafélag ,■ # Reykjavíkur. Félagsprentsmiðjan h.f. NYTTLAN D Ritstjóri: Arnór Sigurjónsson. Sími 1019. AFGREIDSLA: Grettisgii' >i 16. Sími 57;ifi. IV. ÁRG. REYKJAVÍK, FÖSTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1941. 33. TBL. BÆKUR James Harpole: Úr dagbókum skurðlæknisins. Dr. G. Claessen þýddi. /\HÆTT er aS mæla með bók þessari til skemmtilesturs, þó aS ekki sé annaS. Höfundurinn virSist munu hafa einstakan hæfi- leika til þess' aS gera þaS efni, sem hann ritar um, heillandi til lest- urs, jafnvel æsilega heillandi. Svo er þarna ýmislegur fróSleikur um læknavísindi nútímans, og nafn þýöandans er trygging fyrir þvi, aS sá fróSleikur sé áreiSanlegur. Rétt er þó, aS menn geri sér grein fyrir þvi, aS raktir eru þarna ein- stakir þættir út úr samfelldri mik- illi fléttu atvika og örlaga og sýn- ast sumir þáttanna þá ef til vill vera enn gildari en þeir raunveru- lega eru. Þetta er ekki fyrir þaS, aS höfundurinn sé aS falsa neitt, því aS hann gerir grein fyrir þessu í bókinni sjálfri, ef eftir því er tekiS, heldur er þaS áSeins til þess aS gera slcýrari grein fyrir hverju hinu einstaka, sem frá er sagt. Frásagnirnar eru um ýmislega sigurvinninga læknavísindanna á síSari tímum, hvernig tekizt hefur aS fá dularfull fyrirbrigSi skýrS og vinna sigur á einstökum sjúk- dómum, ýmist aS nokkru eSa full- komlega. Hofundurinn hefur lag á því, að láta þetta allt vera tengt því starfi, sem hann sjálfur hefur unniS, og þeirri reynslu, sem hann persónulega hefur fengiS í því starfi, og þó getur hann jafnframt brugSiS sér út yfir öll lönd og langt aftur í tímann. Þannig skýr- ir hann, aS því er virSist alveg fullnægjandi þaS, sem biblían seg- ir um íall Sanakeribs, og hefur oft veriS ^lvoSaS annaS hvort sem þjóSsaga eSa kraftaverk, en viS þekkjum flest af kvæSi Byrons í þýSingu Matthiasar: Eins og laufin á vorin á gróandi grund var hinn gunnsterki herinn um sólarlagsstund eins og laufin á haustin um hél- aSan völl lágu heiSingjar dauSir, er sól skein á völl. Því aS fárengill GuSs kom þá niS- dimmu nótt og lés náþyt í andlit^ sofandi drótt á hvert andlit féll hræleiftur hel- kalt og stirt og hvert hjarta tók viSbragS og stóS síSan kyrrt. Um skýringuna skal annars vísaS til bókar Harpoles, enda er hún aSeins ein af mörgum, er telja má samkynja. Bók þessari má enn telja þaS til ágætis, aS hún getur hjálpaS al- þýSu rnanna til þess aS líta á störf læknavísindanna og læknanna meS virSingu og þó ekki sem ó- skiljanlega leyndardóma. En hræSslu- og hjátrúarblandin virS- ing ahnennings fyrir launhelgum læknanna er Gtt af því, sem nauS- synlegt er aS losna viS. Hér sem annarsstaðar þurfum viS aS fá skilning í staS hjátrúar, og þessi bók leggur sinn skerf til þess, og þaS á mjög elskulegan hátt. ÞýSingin virSist vera mjög viS hæfi bókarinnar. Á einstaka staS bregSur fyrir „lækna-íslenzku“, aS því er virSist aS óþörfu. En annars einkennir mest málfar þýðandans yfirlætislaus einfaldleiki og. skýr- leiki. Lesandinn finnur þaS ekki, aS hann sé aS lesa þýdda bók. Næsta blað kemur út 10, október. Aukaþing er í uppsiglingu Þingmenii kvaddir til flokksfnnda. Og svo á sögu þeirra aS vera INGMENN „þjóÖstjórnar“- flokkanna hafa nú veriÖ kall- aSir saman til flokksfunda í byrj- ítn næsta mánaSar. Framsóknar- flokkurinn reiS á þetta vaSiS, og var þetta ráð tekiS á miðstjórnar- fundi flokksins um fyrri helgi (rétt um miðjan mánuðinn). Hinir „þeir ábyrgu" urðu að taka sama ráðið, enda er samkomulagið innan stjórn- arinnar orðið þvílíkt, að við spreng- ingu liggur á hverjum degi, og þyk- ir þvi öllum „hinum ábyrgu flokk- um“ nauðsyn að hafa lið sitt her- vætt, þó að ekki sé annað. Þetta varð fyrst opinberlega upp- skátt látið með viðtali við forsætis- ráðherra, er Mbl. irti 23. þ. m. Þyk- ir við eiga, að birta þetta viðtal hér öðru sinni, svo sem hvern ann- an skemmtilestur: „— Hvaða mál eru það aðallega, sem stjórnin hyggst að ræða við þingmennina? spurðum vér for- sætisráðherra. — Aðallega eru það dýrtíðarmál- in, og svo nokkur önnur mál, svar- ar forsætisráðherrann. — Búizt þér við, að þingiÖ verði kvatt saman til aukafundar? — Það getur farið svo, svarar f or sætisráðherrann. Endanlega verður ])etta þó ekki ákveðið, fyrr en málið hefur verið rætt við þing- menn stuðningsflokka stjórnarinn- ar. En það er ekki ólíklegt, að þing- ið verSi kvatt saman til skyndi- fundar og þá strax upp úr viðræðu- fundunum meS þingmönnunum. — Getið þér gefið nokkrar nán- ari upplýsingar um viðhorf mál- anna, sem þarna verða rædd? — Ekki að svo stöddu, svarar forsætisráðherrann.“ Þetta viðtal er nú ef til vill eft- irtektarverðast fyrir það, sem for- sætisráðherra lætur ósagt, en heyra má í gegn. Það hljómar nákvæm- lega eins og það, er Napóleon sagði við Thiers, þegar hann bjóst fil Heljarslóðarorustu : „Eru ekki rosa- bullurnar mínar hermannlegar ?“ og „Eg held eg verði nú skki votur í þessari peysu!“ En Mbl. segir frá eigin brjósti um samtalið, eftir að það hefur orið fram venjulegar „þjóðstjórn- ar“-afsakanir og sakað Breta um vanefndir „hinna mörgu og fögru loforða“: „Svo eru það dýrtíðarmálin. Al- þingi tók það ráð, að kasta þeim í hendur ríkisstjórnarinnar eftir að hafa samið dýrtíðarlögin, sem voru svo afkáraleg og vitlaus, að illmögu- legt vár að framkvæma þau þann- ig, að nokkur áhrif hefði á dýrtíð- ina í þá áttina, að draga úr henni. .... Útkoman hlaut að verða sú, að framleiðendur reyndu hver um sig að koma verðlagi sinnar vöru sem hæst upp, i von um að fá sem mesta uppbót úr dýrtíðarsjóði. Auð- vitað gat þetta ekki haft aðrar af- leiðingar en þær, að dýrtiðin yxi nú hraðar en nokkru sinni áður. .... Og þar sem ríkisstjórnin sá sér ekki fært að grípa í taumana með öruggu eftirliti með verðlag- inu. var ekki annað úrræði fyrir hana, en að gefast alveg upp við að framkvæma dýrtíðarlögin. Þenn- an kostinn valdi hún. Og nú hefur ríkisstjórnin í hyggju að kasta mál- inu aftur i Alþingi. Allt er þetta ein samfelld raunasaga." Svona er nú ástandið á „kær- leiksheimili“ „þjóðstjórnarinnar" núna, samkomulagið, mannslundin og úrræðin. Menn skulu lesa Mbl. vandlega sem heimild, en gæta þess að gera það ekki að forsjá sinni. Sumir tala um kosnjngar upp úr ])essu aukaþingi. Ólíklega þarf að gera ráð fyrir þeim. „Þjóðstjórnin" sjálf veit ekki enn, að hún er dauða- dæmd, hún heldur jafnvel að hún sé „sterk" og hafi „sterka" aðstöðu. lá'átt fyrir ósamkomulagið má hú- ast við, að enn náist málamynda- sættir í hráð. Og sannast mála er, að það er æskilegast. „Þjóðstjórn- in“ þarf að vinna sér betur til húð- arinnar, svo að jafnvel þeir allra skilningslausustu sjái, að öll henn- ar pólitík er „ein samfelld rauna- saga". Við megum ekki við ])vi, Is- lendingar að fá hana afturgengna eftir kosningar. Því borgar sig að p YRIR BOTNI SEYÐIS- * FJARÐAR og meöfram inn- anveröum ströndum hans liggur Seyöisfjaröarkaupstaður, um- kringdur háum, tignarlegum fjöll- um. Á öndverðri þessari öld og fram um 1920 var blómlegt at- vinnulif á Seyðisfirði. Á þeim ár- um var rekin þaðan mikil útgerð og verzlun var þar hin fjörugasta. Seyðfirðingar höfðu þá oft góðan hagnað af viðskiptum við erlenda sjómenn, frá Frakklandi, Noregi og Færeyjum, er stunduðu fisk- og síldveiðar frá Seyðisfirði. Sótti verkalýður af Suðurlandi þá mjög sumaratvinnu sina til Austfjarða. 'Með fiskjveiðálöggjöfinni hu^fu viðskiptin við hin erlendu fiski- skip, og kom það allhart niður á Austfirðingum og olli verulegri truflun á atvinnulífi margra Seyð- firðinga, þar sem mikilvæg grein ’ þess var nú úr sögunni. Aflaleysi og hrun. KÖMMU síðar djó mjög úr þeirri fiskisæld, er ríkt hafði á veiðistöðvum Austufjarða, og hafa aflabrögð verið þar mjög lé- leg á síðari árum. Viðskiptabann- ið við útlendinga og aflaleysið olli hvorttveggja miklu hruni í at- vinnulífi Seyðisfjarðar, og sáust þess greinilegust merki, er flestar eldri verzlanir bæjarins hrundu niður og urðu gjaldþrota. Síðasta stórfyrirtækið á Seyðisfiröi, verzl- un Stefáns Th. Jónssonar, féll meö hruni íslandsbanka. Eins og vænta mátti hafði þetta hrun aðalatvinnu- vega bæjarins, verzlana og útgerð- ar, mjög alvarleg og lamandi áhrif á allt líf í bænum, þar sem bærinn hafði fyrst og fremst byggzt upp af sjávarútvegi og verzlun. En við hruninu varð ekkert gert. Og svo fór, að með óáran í viðskipta- og fjármálalífinu og framhaldandi aflaleysi, hurfu framleiðslutækin úr bænum. Bæjarbúar óviðbúnir að mæta hinum nýju örðugleikum. SVO SKYNDILEGA hafði þetta hrun borið að, þótt.hinn duldi aödragandi þess væri lang- ur, aö íbúar bæjarins áttu erfitt með að átta sig á hinum nýju og alvarlegu viöhorfum. Þeir höfðu snemma vanizt því, að hlíta forsjá einstakra kaupsýslumanna og lát- hún hjari til vors og sé þá eilif- lega úr sögunni. Engin hætta er á. að hún gangi af sér dauðann, þó a‘Ö hana beri undan nú. DauÖinn nær henni, þvi aÖ hún hefur ekki hugmynd urn, hvað hún getur gert af sér eða á af sér að gera. Rifrildi á „kærleiksheimilinu". þingflokkafundir, nýir leynisamn- ingar milli „höfðingja" þingflokk- anna, aukaþing til ])ess að sam- þykkja ný dýrtíðarlög, sem eru ó- f ramkvæmanleg eða eigi verða framkvæmd af „þjóðstjórninni", nýtt rifrildi, nýtt „þing", nýir samn- ingar, ný dýrtíðarlög, sem ekki verða framkvæmd ■—■ þetta er hinn varðaði vegur, sem bíður hinna „á- hyrgu flokka". iö sér það vel lynda, án þess að gera ráð fyrir því, að til félags- legra úrræða í atvinnumálum þyrfti að taka. Það hafði aldrei reynt á félagslega forustu í mál- um bæjarins. Félagslegur þroski bæjarbúa var því eðlilega ekki mikill, þegar þeir stóðu skyndilega frammi fyrir því vandamáli, að skipa málum sínum með nýjum hætti á félagslegum grunni, sviptir forustu öflugra atvinnurekenda. Hin pólitíska forhlið bæjarlífsins var einnig byggð upp á hugsjónum gamla tímans um forsjá fárra ein- staklinga, er umráð skyldu hafa yfir fé og fólki. En þær hugsjónir hrundu einnig með gömlu fésýslu- mönnunum. Tímabil félagslegrar sjálfs- bjargarstefnu hefst. ýM ÞESSAR MUNDIR var þó ” vakinn nokkur skilningur meiri hlutans í bænum fyrir þvi, að nýja skipan þyrfti að gera á málum bæjarins og hið félagslega framtak yrði að leysa einstaklings- framtakið af hólmi í þeirri mynd, er það áður var. Meiri hluti bæjar- stjórnar var nú skipaður mönnum, er báru traust til félagslegra átaka, þótt skilyrði til slíkra átaka væru hin örðugustu, þar sem allur þorri bæjarbúa hafði alizt upp í hinum gamla skóla, er prédikað hafi trú á for^já vissra einstaklinga, en vantrú á félagslegan mátt fólksins sjálfs. Og þegar þar við bœtist ótal aðrir örðugleikar fyrir við- reisn bæjarins, má enginn láta sér við bregða, þótt ekki hafi miklu verið áorkað í því efni á skömm- um tíma. Enda hafa hin mestu kreppuár lagt þungan hramm á þann nýgræðing, sem fulltrúar bæjarins hafa reynt að skapa og hlynna að í atvinnulífinu. Má þar til nefna forustu bæjarstjórnar í samvinnu við sjómenn fyrir því, að stofnað var Samvinnufélag, er réðist í að kaupa nokkra vélknúna fiskibáta. Þessi tilraun í þá átt, aö endurvekja gamlan og eðlilegan at- vinnuveg bæjarins var mjög virð- ingarverð og hefur ekki verið unn- in fyrir gíg, þótt Samvinnufélag- inu tækist ekki að standa af sér erfiðleikana, né sigra þá, sem m. a. má að einhverju leyti kenna erfið- um viðskiptum við lánsstofnanir, aö ógleymdu aflaleysinu og fisk- lokið. Framsóknarmenn herma það eft- ir Eysteini. aÖ hann ætli nú aö gera sig gildandi á væntanbsgu aukaþingi, en fái hann ekki vilj\ sinn frarn, þá sé hann ráðinn í aö segja af sér. Eysteins vegna væri það óskandi, að hann fengi ekki vilja sinn og stæði svo við það að segja af sér. Hver veit nema auka- þingið gæti þá orðið til þess, að einurn manni yrði bjargað frá ei- lífri glötun. Annars verður því ekki auðveldlega trúað að óreyndu, -— hvorki svo miklu um þingið, né svo góðu Eysteini til handa. Það er svo sem ekki auðvelt að hlakka til aukaþings að þessu sinni. söluörðugleikunum á þeim tíma, er það starfaði. Og þótt Samvinnu- félagið hafi orðið að lúta í lægra haldi í baráttunni við örðugleik- ana og beðið ósigur, þá eru bátar þess enn í þjónustu Seyðfirðinga. Eru bátarnir nú í eigu dugandi sjó- manna á Seyðisfirði. Hafa þeir síð- ustu vertíðir fært eigendum sínum og þeim, er við þá hafa unnið, veru- legar tekjur. Er ekki auðvelt aö sjá, að þær tekjur hefðu runniö til Seyðfirðinga nú, ef bátar þess- ir hefðu ekki verið keyptir af Sam- vinnufélaginu á erfiðum tíma, þeg- ar vonlaust var um, að einstakling- ar hefðu í slíkt ráðizt. Hér verður að sjálfsögðu engin tilraun gerð til þess að draga fram allar þær ástæður, er kunna að hafa valdið nokkru um ósigur Samvinnufélags- ins. Fyrir þá, sem að því stóðu og síðar kunna að standa að félags- málum bæjarins, eru þau mistök. sem sjálfsagt hafa komið fyrir i rekstri þess, til nokkurs lærdóms fyrir framtíðina, ef síðar þætti nauðsynlegt að beita samtökum. til þess að viðhalda, auka og efla tmdirstöðuatvinnuveg bæjarins. Ræktunarframkvæmdir. jÚ ERFIÐLEIKAÁRUM sjáv- arútvegsins hafa Seyðfirðing- ar lagt kapp á túnrækt og garð- yrkju. Átti bæjarstjórnin á sínum tíma frumkvæði að verulegri rækt- un lands í FjarðardaL Hafa bæj- arbúar notið ntikils stuðnings af þeirri ræktun og hún reynzt þeim þýðingarmikil atvinnubót. Munu Seyðifirðingar hafa verið einna fyrstir til þess af íbúum Aust- fjarðakauptúnanna, að hefja hjá sér ræktun í tiltölulega stórum stíl. Hafa nú allmargir Seyðfirðingar slcilyrði til þess að fullnægja mjólkur- og jarðeplaþörf heimila sinna. • Hefir jarðræktin þannig reynzt Seyðfirðingum farsæll styrkur í atvinnuleysisörðugleikum síðustu ára. Þarf ræktunarstarf- semi bæjarins enn að aukast, og eru til þess nokkur skilyrði. Ræktunar- málið er nú orðið sameiginlegt á- hugamál allra Seyðfirðinga. Þaö ætti líka að verða áhugamál allra kauptúna á landinu, að eignast land til að rækta. En því má þó ekki gleyma, að Seyðisfjörður er fyrst og fremst Framh. á 4. síðu. Sey ðisf j arðarkaupstaður.

x

Nýtt land

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land
https://timarit.is/publication/387

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.