Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.08.1935, Page 2

Bjarmi - 01.08.1935, Page 2
114 BJARMI við þá um trúmál«, auglýsti óðalsbóndinn. Og hvernig fór þá? — Það komu um 300 manns. •— »Sumir þeirra hafa aldrei stigið fæti á mína landareign fyrri en i páskavikunni«, sagði húsráðandi. — Vitaskuld skýra blöðin aðallega frá fundahöldunum og er hjer lítið sýnishorn úr stórri hrúgu: Yfir 1000 manns sóttu samkomuna í trú- boðshúsinu á föstudaginn langa. Dr. Buch- man flutti þar aðalræðuna og talaði um »sha.ring« eða innbirðis trúnaðar játning- ar, og' talaði svo að bros og tár skiftust á hjá mörgum áheyrendum. »Það er alls ekki tilætlun vor, sagði dr. Buchman, »að menn játi á opinberum san> komum einkasyndir sínar. Þegar það kem- ur fyrir, er það fremur til tjóns en gagns.1) Oxfordflokkur er samfjelag syndugra manna. Ef vjer lifum undir krossi Krists í raun og veru, þá trúum vjer fyrir synd- um sjálfra vor en ekki syndum náungans. Segðu aldrei neitt um mann á bak nema það, sem þú ert fús að segja við hann, og heyra haft eftir þjer. Dveldu aldrei við syndir þriðja manns ...... Annar ræðumaður, Mac Kay hjet hann, sagði: »Mönnum hættir til að vera of heimtufrekir í bænum sínum. Bænir sumra líkjast vörupöntunum í síma. »Sendið mjer þetta, sem jeg tel upp. Það þarf að koma fljótt og vera vel úti látið.« Slíkt má segja við vörusala, en ekki við Guð. 1 vorum hóp lærum vjer að tala öðru vísi við Drott- in: »Hvað viltu, Drottinn, að jeg gjöri? Jeg er fús til að hlýða þjer.« 1) Frá Sviss er t. d. sú saga sögð nýverið, að þarlendur prestur hafi sagt frá ]>vi á opinberum »Hreyfingarvina-fundi«, að sig hefði einu sinni langað til að stela bók, sem hann fjekk ekki keypta, en nú hefði hann beðið bæði Guð og menn að fyrirgefa sjer þessa synd. Blaðaménn gripu þessa játningu hans á lofti, útmáluðu hana og stækkuðu á ýmsa lund, svo innan skamms gekk það staflaust blað frá blaði, að presturinn væri stórþjófur, — og sum bættu við »velvildar- hugleiðingum« um presta almennt út af þessu. Öviðjafnanleg blessun fylgir því að hlusta á orð Guðs kyrlátar stundir. Það er vafalaust engin tilviljun að maðurinn hefir 2 eyru en einn munn. Er það ekki bend- ing um að oss beri að hlusta tvöfalt meira en vjer tölum? Á kyrlátum stundum talar Guð við mann. Þeir, sem hlusta, fara eftir boðum hans, og fara brosandi. Nú ættum vjer a reyna að hlusta í fá- einar mínútur á það, sem Guð ætlar að segja oss«. Svo var þögn. Ögleymanleg kyrrð, hundr- uðir lutu höfði, og vafalaust var margur »einn með Guði«, þrátt fyrir mannfjöld- ann umhverfis. —- — Georges Light, enskur verka- mannaleiðtogi, sagði á annari samkomu: Fjelag, hvort sem það er stórt eða lítið, sem ekkert hlutverk hefir handa fjelags- mönnum, verður ekki langlíft. Jeg held að vjer nútímamenn sjeum á sögulegum vega- mótum: allt fer þá eftir því, hvort vjer kjósum Krist eða ekki. Lestir hafa aukist hvarvetna. Menn hafa ekkert hirt um fuli- komnunar reglurnar fjórar. Sjálfur var jeg í þeirra tölu. — Nú er jeg sannfærður um að heilagur andi Krists er einn fæ'r um að bjarga heiminum. Hann þarf að gagnsýra bankastörf, kaupskap, iðnað, fjölskyldulíf o. s. frv. Einstaklingarnir þurfa að breytast, þá breytist allt fjelags og viðskiftalíf á eftir. — Takist það ekki, má búast við ófriði; hræðilegri ófriði en nokkur hefir fyr sjeð------«. Á eftir spurði blaðamaður (frá »Ring- sted Folketidende«) hvort hann hjeldi aö Oxfordþreyfingin gæti nokkru áorkað til að bæta úr atvinnuleysinu. Hann svaraði því svo: Jeg hygg að hún geti brotið á bak aftur eigingirnina og fjegræðgina, sem valda mestu um hvað jarðnesk gæði skiftast misjafnt. Hreyfingin mun flytja nýja skift- ingu auðsins og byltingu, '— byltingu, sem brýst út hjá innra manni hvers einstakl- ings, en endurspeglast svo í öllu samfjelagi voru.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.