Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.08.1935, Qupperneq 8

Bjarmi - 01.08.1935, Qupperneq 8
120 BJARMI Hlutverk kirkjunnar nú er því tvöfalt. Hið fyrra hlutverk, og það er grundvall- andi, er, að kirkjan verði aftur kirkja, en það verður einungis á þann hátt, að skilningurinn aukist á orði Guðs, og að það verði máttugt meðal þeirra, sem finna ábyrgð hvíla á sjer gagnvart útbreiðslu fagnaðarerindisins. En jafnframt verður að gæta árvekni að því er snertir hið annað hlutverk, sem leiðir af því að staða kirkjunnar út á við hefir gjörbreytst. Mótmælendakirkjan er ekki enn þá vöknuð til meðvitundar um þessa aðstöðu. Hún hefir ekki enn komið auga á, að þetta hlutverk krefst ráða og aðferða, sem eru ólíkar þeim, sem endur- nýjun kirkjunnar inn á við krefst. Kirkja vor er enn, eins og fyrir 300 árum, útbú- in til þess að annast hina kristnu, söfn- uði. 1 starfi sínu gengur hún að því sem vísu, að aðstaðan sje nú sama. og hún var allt frá siðaskiftum og langt fram á átj- ándu öld, nefnilega einingin milli þjóðar- innar og hinnar kristnu játningarkirkju. En á vorum tímum snýst starfið ekki bara um slíka safnaðarþjónustu, heldur og um safnaðar-myndun. Kirkjunni nú á tím- um nægir ekki að hringja aðeins klukk- um og biða þar til fólkið kemur, hún verð- ur á ný, alveg eins og trúboðinn, að fara og leita fólkið uppi. Hún getur ekki leng- ur haldið fast við þá ímyndun sína, að hún standi gagnvart kristnum fjöldanum, hún getur ekki ákvarðað fræðslu sína og starf eftir þessari ímyndun sinni. Húr verður að játa, að hin fyrsta og þýðingar- mesta’ skylda hennar er trúboð meðal þeirra, sem ekki þekkja Jesúm Krist ,og því síður trúa á hann, Pví að kirkja Krists er kirkja, sem boðar trú, og því meir sem opinber eða leynd heiðni leitar inn í söfn- uoinn, því brýnni verður trúboosskyldan. Ef kirkju. vorri verður á annað borð ljcs þessi nýja afstaða og þetta nýja hlutverk, þá mun hún sjá hversu illa hún er útbúin til þess að gegna þessari þjónustu. Hún mun sjá, að allt fyrirkomulag hennar, em- bættatilhögun, og skipulag, menntun þjóna hennar, mótun boðskapar hennar, að alit þetta er komið frá þeim tímum, sem ekki þekkti þau verkefni, sem nú blasa við. Af- leiðingin er því sú, að þetta gagnar ekii við þjónustuna að trúboði, þó það eigi við í þjónustu þeirra safnaða sem þegar eiu mótaðir. Lífsþróttur kirkjunnar ætti að sjást í því, að hún skildi að þessi tvö hlut- verk eru gjör ólík, og þess vegna ætti hún að útbfia sig til þessara tveggja clíku starfa. Það verður að starfa cðru vísi í söfnuði, sem er samansettur af játandi kristnum mönum eða meðal einstaklinga, sem hvorki vita eða vilja heyra nokkurt orð um Jesúm Krist. Jeg get aðeins drepið lauslega á nokkrar breytingar, sem yrðu að gjöra á kirkjunni, ef hún á ekki einungis að vera. fær um að varðveita söfnuði, held- ur einnig að endurreisa og stofna söfnufi. Kristniboðskirkjan verður að vera hreyf- anleg tjaldbúð til aðgreiningar frá vernd- andi kirkju, sem hefir stöðugleika muster- isins sem fyrirmynd. Guðsþjónustan og bcð- unin í hinni verndandi kirkju er mdðuð við það, að allir hafi sömu trú, að þeir viður- kenni úrskurðarvald Ritningarinnar, cð þeir skilji gildi þess arfs, sem fólginn er í helgisiðum, sálmum og bænum. En trú- boðsþjónusta kirkjunnar verður að ákvarð- ast af því, að að slík sameiginleg játning er ekki fyrir hendi, að úrskurðarvald Ritn- ingarinnar er ekki viðurkennt og að hinn dýrmæti fjársjóður hins kirkjulega arfs er algjörlega óþekktur. Eigi kirkjan að boða trú þá verður hún fyrst og fremst að kalla trúaða leikmenn til starfa, hin almenna prestsþjónusta allra trúaðra verð- ur að lifna á ný, Það verður að vekja með- vitundina um það að allir trúaðir eru skyld- ir að boða trú. Til þess þarf frjálsari boð- un, sem hefir minna guðsþjónustu snið á sjer, boðun sem líkist fremur samtali sálu- sorgara við einstakling heldur en opinberri prjedikunar-guðsþjónustu. Til þess þarf ennfremur sálusorgun sem er svo umfangs-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.