Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.08.1935, Page 9

Bjarmi - 01.08.1935, Page 9
BJARMI 121 mikil, að hún er óhugsandi innan vjebanda »presta«-kirkju þ. e. s. kirkju þar sem hinn eini opinberi handhafi embættisins ber alla ábyrgð1 á boðuninni. Til þessa þarf umfram allt að tala um hið biblíulega á nýjan hátt, alveg lausan við venjulegt guck fræðilegt málfar svo að bæði vjelfræðing- urinn og íþróttamaðurinn skilji boðskapinn. Og loks þarf boðun, sem á hin innri upp- tök sín í Biblíunni, en að ytra formi leit- ar ekki út frá henni heldur bendir inn í hana. Þótt maður geti ekki verið of strangur í ki-öfunni um að prédikunin við safnaðar- guðsþjónustuna, sje líka að ytra formi bundin við orð Ritningarinnar — sje Biblíu- útskýring, þá er þessi krafa órjettmæt þeg- ar um trúboð er að ræða, enda þóttinnihaid þess geti ekki verið annað en bcðskapur krossins. En eins og sjerhverjum trúboða mun kunnugt, þá mundi krafan í því til- felli einungis valda því, að ræðan yrði á- hrifalaus. Prédjkun er það snið boðskap- arins, sem undanfarnar aldir hafa leitt í ljós að er hið rétta í kristnum söfnuði, sem þegar er grundvallaður, — er krist- inn meir en að nafninu. Það hefir verið talað um »öld kirkjunn- ar« á þann hátt að vér getum ekki fallist á það. En ef einungis er átt við það að þessi öld þarfnist kirkjunnar og hvetji hana til þess að fylgja köllun hennar — á þann hátt að vart hafi nokkuð annað tímabil gert það, að heimurinn hrópi til kirkjunnar sem hinnar einustu hjálpar út úr óskapnaði nútímans — þá er orðatil- tækið »öld kirkjunnar« rjettnefni. B. E. þýddi úr Dagen. I>css bcra mciiii sár, II. birnli. Nú er síðara bindi þessarar sögu komið út, og geta kaup- endur Bjarma fengið það heim til þfn fyrir bók- hlöðuverð, 2 kr. og 80 aura. Ef þjer sendið þá upphæð til dæmis í ónotuðum frímerkjum til afgreiðslu Bjarma, þá borgar hún bui'ðargjald til kaupandans hjerlendis. Vestan hafs kostar bókin með burðargjaldi einn dollar. Frá Svípjóð. Flokksþing sænska jafnaðarmanna- flokksins, sem nú er stærsti stjórnmála- flokkurinn í Svíþjéð og hefir verið við völd uro nokkur ár, verður háð í apr l næsta ár. Tillögur um stefnuskrá flokks- ins áttu að vera komnar til flokktstjórn- arinnar fyrir 1. júlí þ. á. Þær tillögur, sem komið geta til greina á næsta flokksþingi, eru því komnar fram. Þær eru 13 alls. Sex eru frá kristilega sinnuðum jafnaðar■ mönnum og krefjast þ:er þess allar, að af- numið verði það eða þau atriði stefnuskrár- innar, sem fara fram á aðskilnað ríkis og kirkju eða afnám þjóðkirkjunnar. En það hefir, eins og að líkum lætur, verið stefnu- skráratriði flokksins frá fornu fari. Það er talið mjög líklegt, að þessar tillögur verði samþykktar. Eitt af meiriháttar blöðum flokksins hefir a. m. k. lýst yfir fylgi sínu við þessar tillögur með þessum orðum: »... . Þessar kröfur hinna kristnu jafn- aðarmanna bera þess vott, að ný öfl eru á ferðinni innan sænska verkamanna- flokksins. Og það er gleðilegt að þessir menn eru svona sterkur og virkur þáttur í verkalýðshreyfingunni. Þeir eiga merku hlutverki að gegna, að hreinsa burt ýms- ar af hinum gömlu kenningum flokksins í trúarefnum. — — — Umfangsmikil, pólitísk alþýðuhreyfing verður spegill þeirra tilfinninga og skoðana, sem hrær- ast meðal þjóðarinnar sjálfrar. Og meðal sænska almúgans er ótæmandi sjóður inni- legrar guðrækni. Hún hefir lífsgildi og fjelagsgildi, sem naumast verður metið. Því verður að varðveita hana, auka og efla. Alþýðuflokkurinn verður að hjálpa til þess. Því ætti flokkurinn ekki að neita ósk hinna kristnu jafnaðarmanna um já- kvæða áherslu á það stefnuskráratriðið, sem snertir guðstrúna og þann hluta þjóð- fjelagsvandamálanna, sem henni eru tengdar.«

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.