Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1935, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.08.1935, Blaðsíða 10
122 BJARMI Blöð kommúnista telja það engum vafa bundið að þessar tillögur verði samþykkt- ar og’ gera að hi’óp mikið. Forustugrein í aðalmálgagni kommúnistaflokksins ger- ir þetta að umtalsefni og helst þar í hend- ur vitið og góðgirnin, eins og vænta m?. þar stendur meðal annars: »Pað er full ástæða til að ætla, að flokks- stjórnin muni styðja þessar tillögur. Hin- ar markvissu tilraunir Söderbloms og þjóðkirkjunnar til þess að leggja undir sig alþýðuflokkinn að innQn eru nú í þann veginn að bera sigur úr býtum. — Við vitum, að le'ðtogar alþýðuflokksins hafa sýnt stöðugt vaxandi, jákvæðan áhuga fyrir kirkjunni og að hjátrú hennar og skrök nái sem mestri útbreiðslu------.« Svona er haldið áfram, öllu blandað saman, þjóðkirkjunni, hvítasunnusöfr.uð inum, hjálpræðishernuro o. s. frv., og end- að með áskorun til verkalýðsins, að láta ekki blekkjast til frekara fylgis við þenn- an »óholla og afvegaleidda flokk«, sem skirrist við að halda til eilífðar í þau sjón- armið á hinum merkustu málefnum, sém baráttuhiti, minni þroski og roinni ábyrgð- artilfinning hinna fyrstu ára verkalýðs- hreyfingarinnar skapaði endur fyrir löngu. Það má vitanlega deila um það, hvoit afstaða manna og flokka til ríkis- eða þjóðkirkju er sama og afstaðan til krist- indómsins sjálfs. En þessi hreyfing innan jafnaðarmannaflokksins sænska er áreið- anlega sprottin af fölskvalausum áhuga fyrir viðgangi og vexti kristindómsins. Og breytti flokkurinn um afstöðu í þessu máli, þá getur ekki til þess legið önnur skiljan- legri skýring en sú, að flokkurinn telji það höfuðnauðsyn sænskum almenningi að hann verði fyrir áhrifum af kristindóm- inum og að þjóðkirkjan sje best til þess fallin að koma því áleiðis. Islenskir verkamenn og allur almenning- ur mun óska fjelögum sínum og frænd- um til hamingju, reynist þeir svo giftu- drjúgir í þessu máli, sem helst er að vænta nú. Þess er að vænt, að þeir þurfi ekki að öfundast yfir þessu. Það má telja víst, að almenningur Islands muni gefa komro- únistum einkarjett á aflægishættinum gegn trúarbrögðunum — og að sá flokk- ur verði jafnan þunnt skipaður eða a. m. k. vitið vaxi þá í rjettu hlutfalli við höfða- töluna. 5. E. Bæn um frið. Erkibiskupinn í Uppsölum, Erling Eid- em, hefir sent prestum erkistiftisins bréf, þar sem hann hvetur þá* til þess að »biðja innilega og óaflátanlega fyrir friðinum í heiminum« og hvetja aðra til þess. Bréfinu fylgir bæn, sem flytja á í hámessu nú um skeið á eftir hinni almennu kirkjubæn. Bænin hljóðar svo (í þýð.): »Almáttugi, eilífi Guð, elskaði faðir a himnum. Þú hefur sjálfur, fyrir munn þíns ein- getna sonar, Jesú Krists, Drottins vors, leyft oss og boðið, að vér megum koma til þín með allt, sero þjakar oss og skelfir. Þess vegna nálgumst vér þig, vor Guð, í trausti þinnar miklu miskunnar og biðjum, að þú virðist að vernda mannkynið, þína eign, frá skipbroti og blóðsúthellingum, sem nú ógna þessari jörð. Bein í náð þinr i bölvun stríðsins burt og haltu, við völd friðinum á jörðinni. Gef þjóðunum og stjórnendum þeirra hugarfar friðar og ein- drægni. Þú getur gert fært einnig þar, sem mennirnir standa ráðalausir. Á þig festum vér allt vort traust, Guð, vor Guð. Amen.« Væri vel að einnig Islendingar, þeir, sem Guð þekkja, heyrðu þenna boðskap hins sænska erkibiskups og tækju undir bæn- ina um viðhald og efling friðarins á jörðu hér. Sbj. E.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.