1. maí - Reykjavík - 01.05.1938, Blaðsíða 14

1. maí - Reykjavík - 01.05.1938, Blaðsíða 14
s 1. MAÍ Sonja Branting-Westerstahl: Þáttur ur lífi spanskra mæðra. Fyrst nú veit ég hvað orðið styrjöld raunverulega táknar, og fyrst nú kann gé skil á því, hvers virði friðurinn er. Eg hefi dvalið á Spáni undanfarnar vikur og þar hefi ég öðlast þekkingu mína. í hinni þrotlausu baráttu Spán- verja fyrir frelsi og lífi, hafa ógnir stríðsins lagst eins og hræðileg mar- tröð á fólkið. Styrjöldin grípur inn á öll svið hins daglega lífs og hindrar þess vanagangj. Hún breytir afstöðú hvers einasta einstaklings til lífs og dauða. í stuttu máli raskar allri til- verunni í smáu og stóru. Eg ætla ekki í þessari stuttu grein að ræða um líf hermannanna á víg- stöðvunum, eða um þær þungbæru hörmungar, sem dynja yfir fjölskyld- urnar í sambandi við þá. Það falla mörg tár yfir þeim, sem láta lífið í or- ustunum. Þau örlög eru hörð, að fá heim son, eiginmann, föður eða vin örkumla æfilangt. Og þó er hin kvelj- andi óvissa um þá, sem talið er að vanti, og hvorki finnast lífs eða liðnir á herlínunni, ef til vill hið erfiðasta. Að öllu þessu hefi ég líka aðeins verið sjónarvottur, en hinu daglega lífi spönsku konunnar heima fyrir er ég kunnugri; þar hefi ég verið þátttakandi. Á heimilinu hvílir byrðin þyngst á Fyrsti maí er dagur alþýðunnar — hann er tákn vors og vaxtar, hækkandi sólar og aukins starfs. Látum það á sannast. Haraldur Guðmundsson. móðurinni. Það er hún sem allt verður að vega og meta, spara hvern skilding, svo þeir hrökkvi fyrir nauðsynlegustu útgjöldum. Tímum saman verður hún að standa í röðunum fyrir framan matvörubúðirnar, jafnvel þegar sprengikúlurnar þjóta um í loftinu. Það er hún, sem verður að matreiða, þótt fjölda hráefna vanti, og þvo, án þvottaefna , á gasi, sem ekki má loga nema stutta stund úr degi, og hún lif- ir í sífelldum ugg og ótta, þar til allir meðlimir fjölskyldunnar, sem heima eru, safnast að köldum arni heimilis- ins. Á nóttunni er það auðvitað mamma, sem sefur lausast. Um leið og eim- blístrurnar blása, til að gefa til kynna, að nú sé loftárás að hefjast á borgina, er hún þotin ofan úr rúminu. í myrkr- inu þreifar hún uppi eldspýtustokk og kveikir á kertisskari. Hún vekur börnin úr fasta svefni, tínir á þau fötin og lokkar þau nauðug til að yfirgefa hlýtt rúmið. Svo dregur hún þau með sér niður tröppurnar og út á dimma göt- una. I kúlnaregni og fallbyssuhvin leggur hún leið sína að varnarkjöllur- unum, sem byggðir eru eins og nokk- urskonar vígi fyrir almenning. Hún verður að hafa hraðan á, svo þau komi ekki of seint og enn sé rúm fyrir þau þar inni. I kjallaranum reynir hún að svæfa minnsta barnið við brjóst sér, en jafn- framt verður hún sífellt að hafa vak- andi auga á þeim eldri, svo þau hlaupi ekki út aftur.

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.