1. maí - Reykjavík - 01.05.1938, Side 17
1. MAÍ
11
Það er höfuðsynd Alþýðuflokksins,
að þetta hefir verið vanrækt.
Þess vegna á hann nú í þeim innbyrð-
is deilum, sem öllum er kunnugt.
Þess vegna geta þeir atburðir gerst,
að maður, sem rekinn er úr flokknum
fyrir það, að neita að beygja sig fyrir
samþyktum sambandsþings og sam-
bandsstjórnar, getur talið fjölda manns
trú um að það sé ranglega gert og að
sambandsstjórnina bresti alla heimild
til slíkra aðgerða.
Hvergi á Norðurlöndum nema hér
gæti slíkt komið fyrir.
Þess vegna er það, að félagi, sem
vikið hefir verið úr Alþýðusambandinu,
getur haldist uppi að senda fulltrúa
sína inn í fulltrúaráð verkalýðsfélag-
anna þvert ofan í öll fyrirmæli laga þar
um og skýlausan rétt sambandsstjórn-
ar til að víkja hvaða félagi, sem hún
telur ástæðu til úr sambandinu.
Þess vegna er það einnig, að mönnum
dettur í hug að hindra með ofbeldi að
ný félög, sem sambandsstjórnin hefir
veitt viðtöku í Alþýðusambandið með
fullum réttindum sambandsfélaga, fái
að taka sæti sín í fulltrúaráðinu.
En þó þetta hafi verið vanrækt og
þó Alþýðuflokkurinn virðist hafa liðið
nokkurn hnekki við þetta, er engin á-
stæða til að æðrast, því enn er hægt að
ráða bót á þessu, ef alþýðan í landinu
vill það, og um það er engin ástæða að
efast.
Sú saga, sem gerðist 1930, er nú að
endurtaka sig.
Þá gerðust nokkrir fyrverandi Al-
þýðuflokksmenn til þess að reyna að
kljúfa Alþýðuflokkinn. Þessir menn
stofnuðu sinn flokk — Kommúnista-
flokkinn — sem síðan hefir unnið að
því eins og kraftar hans hafa leyft að
skaða Alþýðuflokkinn og alþýðusam-
tökin.
Við síðustu alþingiskosningar sviku
yfir 1000 kjósendur í Reykjavík Al-
þýðuflokkinn og gengu til samstarfs við
kommúnistana. Þetta fólk er það, sem
nú undir forustu Héðins Valdimarsson-
ar reynir að kljúfa alþýðusamtökin. Til
þess nýtur það alls þess stuðnings, sem
kommúnistar geta veitt. og þess vegna
lítur svo út, sem hér sé um nokkuð al-
varlegan klofning að ræða í Alþýðu-
flokknum.
En það er langt frá því að svo sé.
Það fólk, sem styður klofningsmenn-
ina, er ekki Alþýðuflokksfólk, heldur
kommúnistar og samfylkingarfólk það,
sem í síðustu kosningum sveik Alþýðu-
flokkinn og er honum með öllu tapað.
Af því verður þess vegna einskis
góðs að vænta í framtíðinni fyrir Al-
þýðuflokkinn og alþýðusamtökin, held-
ur verður að líta á það sem fullkomna
andstæðinga og gjalda varhuga við öll-
um verkum þess.
Allir þeir, sem halda áfram að vera
félagsbundnir í Jafnaðarmannafélagi
Reykjavíkur, tilheyra ekki lengur Al-
þýðuflokknum, heldur eru þeir sérstak-
ur stjórnmálaflokkur, sem, undir for-
ustu ákveðins manns, vinnur markvist
gegn Alþýðuflokknum, stefnu hans og
starfi. Þessi flokkur hefir meðal annars
á stefnuskrá sinni:
að breyta núverandi stefnuskrá Al-
þýðuflokksins í kommúnistiska stefnu-
skrá.
að fyrirskipa í samþyktum flokksins
skilyrðislaust að verja Rússland, réttar-
far þess og framkvæmdir, hversu mjög
sem það brýtur í bág við alla vora rétt-
arkend og lýðræðishugmyndir.
að veikja sambandið milli Alþýðu-