Rödd fólksins - Vestmannaeyjum - 14.01.1938, Blaðsíða 2

Rödd fólksins - Vestmannaeyjum - 14.01.1938, Blaðsíða 2
KðBD FÖBKSINS Blessm vðragjaidsins Vörugjald til tekjuöflunar fyrir bæjarsjóð Vestmannaeyja nemur á að giska 30.000 krónum á ári hverju. Gjald þetta er lagt á allar vörur, sem fluttar eru um Vest- mannaeyjahöfn og liefir Vest- mannaeyjabær notið þeirra vafa- sömu „hlunninda“ frá Alþingi að fá einn allra bæja á landinu, að skattleggja, auk allra annara skatta og tolla, hvern bita og hverja flík, sem fólkið notar. Til- gangur íhaldsmeirililutans, með Jóhann Jósefsson í broddi fylk- ingar, er sá að létta útsvar liá- tekjumanna í bænum, en ná i þess stað tekjum í bæjarsjóð með ó- beinum tolli af öllum bæjarbúum. Bæði kommúnistar og alþýðu- flokksmenn hafa verið mótfallnir þessum „aukatolli“ frá öndverðu. Á liverju þingi fer Jóhann Jósefs- son fram á það við þingið, að fá f ramlen gingu vöru g j alds tolls þessa. Á síðasta þingi bar hann þetta aukatollafrumvarp fyrir Vestmannaeyjar fram að venju. Áð sjálfsögðu greiddi eg atkvæði gegn þessu frumvarpi, enda nóg komið af nýjum tollafrumvörp- um, og þar á meðal eitt til jöfn- unarsjóðs bæja og sveitarfélaga, sem ráðgert er að nemi 700 þús- und krónum. Yfir þessari afstöðu minni til málsins er nú „Víðir“ að fjargviðr- ast og lætur sem eg hafi sýnt Vestmannaeyingum sérstaka óvin- semd með þvi að leggjast gegn þessu einsdæma tollafrumvarpi. Má af þessari afstöðu hlaðsins marlca heilindi íhaldsmanna til tollamálanna yfirleitt. Með feit- um fyrirsögnum bölsótast blöð í- haldsins víðsvegar um landið út i tollafarganið og ausa fu' skálum reiði sinnar yfir stjórnina fyrir að viðhalda og auka stöðugt á tolla- hvrðina. Loksins þegar til þess kemur, að maður rís upp gegn þessu tolla- fargani og vill afnema þann toll- inn, sem sjálfsagðast virðist að af- nema, það er vörutollinn til Vest- mannaeyja, sem er alveg einstak- ur í allri tolla- og skattalöggjöf landsins, ætlar hlaðið „Viðir“ að rifna af vandlætingu. Ef að íhaldið er að kasta grím- unni og sýna sig í sinni réttu mynd, er það góðra gjalda vert, en ætli það að lialda áfram lýð- skrumi sínu eins og undanfarið, er afstaða þess til vörugjaldsins í Vestmannaeyjum ágæt leiðbein- ing iil þeirra, sem ef til vill hafa látið blekkjast. ísleifur Högnason. H£4t ©g þettm. Svo scm kunnugt er hefir verið háð hörð bai’átta innan sjálfstæð- isflokksins fyrir þvi liverjir ætlu að vera í efstu sætunum. Flokkur- inp á sem sem nóg af foringjum en kjósendum fækkar. Flestir tóku prókosninguna sem grín nema Ársæll Sveinsson, hann heimtaði að útkoman yrði gerð heyrum kunn, enda var hann efst- ur. Á fundinum hinn 5. þ. m. hélt svo flokkurinn sýningu á topp- fígúrunni fyrir um 700 Vest- mannaeyingum. — 30. janúar verður kveðinn upp dómurinn um sýninguna. — Hvað er gert á þessum kosn- ingaskrifstofum, spurði maður einn, einliverju sinni, þegar hann gekk fram lijá Sjálfstæðishúsinu. — Það er nú margt, svaraði ein- hver nærstaddur. — Hérna, til dæmis, lesa þeir Mannasiði fyrir Ársæl á Fögrubrekku. — Einmitt það, svaraði sá sem spurt hafði. — Ekki er öll vit- leysan eins. Fyrst lætur íhaldið sér detta í liug, að það nái á ný meirihluta liér í bæjarstjórn, og eg læt það svo sem vera, en að láta sér detta í hug, að lesturinn yfir Sæla beri árangur, það þarf bjartsýni til. Nazistarnir, sem íhaldið Iá á, eins og hæna á ungum, við síð- ustu kosningar, stinga nú nefinu úf undan væng sinnar uppdráttar- sjúku móður og leggja fx-am lista við þessar kosningar. Afturhaldið gefur nú liði sinu kost á að velja á milli speking- anna Ársæls á Fögrubrekku og Kalla Kristmanns. Sá á kvöl, sem völ á, segir máltækið. Jónas frá Hriflu hefir fengist við það að undanförnu að „sanna“ ýmsa liluti, svo sem eins og það, að kommúnistar komi aldrei til með að liafa nein áhrif á nokk- urn skapaðan lilut, eða að minnsta kosti ekki á stjórnmál. Einnig „sannaði“ hann það á fundinum í Alþýðuhúsinu um daginn, að Alþýðuflokkurinn hefði jú ekk- ert að segja framar, því að héð- an i frá væru það bara kommún- istar, sem segðu Alþýðuflokknum fyrir verkum. Nú er það ágætt, að sanna sitt mál, en galli verður það þó að teljast á „sönnununum“, þegar staðreyndirnar taka ekkert tillit til þeirra. Sömuleiðis bætir það ekki fyrir áliti eins stjórnmála- manns, að ryðja frá sér mörgum „sönnunum“, sem sökkva hver annari. Það eina, sem framkoma veslings Jónasar raunverulega sannar er það, að engin leið er að taka mark á því, sem liann segir nú orðið. Saltkjöt Og baunir. best að kaupa f ÍSHÚSINU. Eldavélar, þvotta- vélar, bðtakabyssnr rör, hné, ristar, leir og steinn. — Ávalt fyripligíjjandi. eru viöio*k;eiidaii? fypir* gæði. - Framtal til skatts. Þessa dagana er verið að bera út eyðublöð fyrir framtöl lil tekju- og eignarskatts. Framtalsfrestur er til 31. janúar n. k. og er liér með alvai'lega skorað á alla að hafa skilað framtölum sinum fyrir þann tíma, að öði-um kosti vei'ður þeirn áætlaður skattur. Jafnframt hafa öllum atvinnurekendum verið send eyðublöð undir skýrslur um laun stai'fsmanna sinna og verða þeir að liafa skilað þeim fyrir 20. janúar n. k. Til leiðbeiningar við framtöl verður Arinbjörix Ólafsson og verður hann framvegis að liitta á skrifstofum bæjariixs daglega frá kl. 1—3 og 5—7 e. h. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, 5. janúar 1938. Júh. fimmar Úlafsson. Allap matyðrup seljum við enn á saixxa lága verðinu þrátt fyi'ir tollhækkun um áramótin. HreÍnlætÍSVÖPUP. Allar tegundir — fjölbreytt úrval. HollapÖP. Smekklegt úrval — ódýr. Kaupfélag veFkamsnua. Vestmannabraut 35. Munið að kosninoaskrifstofa A-lisíans i

x

Rödd fólksins - Vestmannaeyjum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rödd fólksins - Vestmannaeyjum
https://timarit.is/publication/409

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.