Barnablaðið - 01.12.1898, Blaðsíða 2

Barnablaðið - 01.12.1898, Blaðsíða 2
52 hver hún var, eða hvar foreldrar hennar bjuggu. Kerlingunni þótti þetta mjög und- arlegt; hún kendi í brjósti um hana og sagði við liana: „Fyrst þú ert svona fátæk og munaðarlaus, þá skaltu fá að vera hjá mér. Ég þarf hvort sem er einhvern til að sitja hjá geitunum mínum í skóginum. Éú mátt gera það, barnið gott, ef þú ert væn og þæg, og ánægð með að fá bara brauð og vatn og ofuriítið af geitamjólk á tyllidögum". Aðalmína varð nú mjög ánægð með þetta og kysti á hendina á kerlingunni. Án þess hún vissi höfðu ummæli bláu völ- unnar rætst. Aðalmína hafði nú eignast það sem var betra en fegurð, vizka og auðæfi, en það var gott og auðmjúkt hjarta. Hún var miklu ánægðari nú, þegar hún sat yfir geitunum, át þurra brauðið sitt og svaf í harða hálmrúminu með mosa undir höfðinu, enn áður. Iíún var miklu betri nú enn áður, því auðmjúku hjarta fylgja margir góðir kostir, svo sem góð samvizka, ánægja og rósemi, góðvild og kærleikur, hvar sem maður er. Og hvar sem Aðalmína gekk, var enn þá sólskin kringum hana, en það var ekki hennar fyrri hverfula fegurð, það var yfiiiætislaus fegurð, sem skín í kringum þá sem eru góðir og guðhræddir í heiminum. Það varð mikið uppþot í kóngshöllinni þegar kóngsdóttirin hvarf. Það hjáipaði ekki þó aumingja þjónunum, sem áttu að gæta hennar og höfðu fylgt henni út að hliðinu, væri kastað í fangelsi, þar sem aldrei sást nokkur skíma af sól eða tungli, og þar sem rauði böðuilinn með ijóta skeggið stóð með öxina sína fram við dyrnar. ICóngur og drotning vóru óhugg- andi. Allir í ríkinu urðu að klæðast sorg- arbúningi, og því var lýst í öllum kirkjum, að hver sem gæti komið með Aðalmínu kóngsdóttur skyldi fá að eiga hana og hálft kóngsríkið í tilbót. Éað var siður á þeim tímum, eins og allir vita. Það vóru nú hka góð fundarlaun, og margan kóngsson og riddara langaði til að vinna til þeiira. Éeir vóru á ferðalagi í þrjú ár um allan heiminn, en þeir fundu ekki svo mikið sem annan gylta hælinn af skónum liennar Aðalmínu. Loks kom ungur og vaskur kóngsson, Sigmundur af Frakklandi, í kofa til gamallar kerhngar. Hún var í sorgarbúningi, og reyndar ekki sórlega fín, en svartklædd var hún og meira að segja geiturnar hennar úti á holt- inu vóru svartar og hvitar. „Hvern eruð þór að syrgja móðirgóð?" spurði kóngssonurinn. „Og kóngurinn hefir skipað að við skulum öll syrgja kóngs- dóttirina okkar sem hvarf", sagði keriingin. „En það er nú ekki mikill missir að henni. Reyndar var hún faileg og rík og vitur, en aliir sögðu að hún væri svo drambsöm, og það var nú verra, og þess vegna þótti engum manni vænt um hana“. (Framli.). BarnabBaðið kostar 50 aura fyrir kaup- enclur Kvennablaðsins, en 75 au. fyrir aðra, nema í Reykjavík 60 au. Þeir sem útvega 5 nýja kaupendur, fá cinn árgang í sölulaun. Gerið þið það, börnin min! Útgcfandi: Bríet Bjarnhéðinsdóftir. Prentverk Jóns Olafssonar.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.