Barnablaðið - 18.02.1901, Síða 3

Barnablaðið - 18.02.1901, Síða 3
^SarnaBLaöiö. 4. ár. Reykjavík, janúar — febrúar (l8/a) 1901. M Lærði drengurinn. 21, en hvað hann Hegesippus er gáfaður og skýr, sagði jómfrú Jústína og klappaði saman lóf- unum. Hann veit hreint alt. Sko, það er nokkuð, að vera svo lærður; það er eitt- livað annað, en hann Knútur auminginn, sem ekkert veit. Hegesippus komst ekki til að svara; hann var að skoða afturfót á tordýfli í smásjá. Hann var 12 ára og gekk í latínuskólann, þess vegna vissi hann alt; en aumingja Knútur var 14 ára og gekk í gagnfræða- skólann, — því vissi hann ekkert. Jómfrú Stína, sem var ráðskona þar á heimilinu og hafði IOO krónur í kaup, var allra vænsla piparjómfrú. Hegesippus var uppáhaldsdrengurinn hennar. Hún hafði altaf sagt honum, frá því hann var svolítill angi, að hann væri helmingi vitrari en, önnur börn, og sér í lagi langtum gáf- aðri en ræfillinn hann Knútur. Maður trúir nú oftast því, sem maður heyrir alt- af fullyrt, sem sjálfsögðu, enda varð Hege- sippus alveg sannfærður um, að hann væri sá lærðasti skóladrengur, sem nokkurntíma hefði brotið hundseyru á blöðin í málfræð- inni sinni. Nú dró liann annað augað í pung, klór- aði sér í höfðinu og sagði: Hefir Stína séð eggjasafnið mittf 1-2. Stína hafði nú séð eggjasafnið sjálf- sagt sjö sinnum sjötíusinnum. En hún sagði þá bara: Já, öllu tekur hann upp á, blessaður drengurinn. —Komdu Stína, nú skaltu fá að sjá þau, sagði Hegesippus, og svo sýndi hann henni í svolítinn pappakassa; þar voru allrahanda þau voru sitt í hvoru hólfi, og hvort með sinni utanáskrift. Þau voru af öllum stærðum, frá stóru arnareggjunum og til allraminstu sólskiíkjueggja. Öll voru þau tóm, og eggjamaturinn blásinn úr þeim gegnum ógnlítið gat á öðrum endanum; þau voru eins og ósköp litlar líkkistur dauðra fuglaunga. Þegar Stína var að dást að eggjunum þá kom Lotta litla stökkvandi inn. Hún var 10 ára, og hafði enn þá ekki vit á að ineta þetta fágæta eggjasafn. Hún spurði Sippus, hvar hann hefði fengið öll þessi egg. Sippus sagði ógnar íbygginn, að sum þeirra hefði hann fundið, en sum keypt af öðrum drengjum. — En er það ekki synd, að fara svo illa með litlu fuglana, spurði hún sakleys- islega. Sippus snýtti sér; hann var oftast kvefaður, og gekk í yfirfrakka og með utan- yfirskó; maður lítur svo út fyrir að vera lærður, þegar maður er nefmæltur. Hann kærði sig ekki um að svara svóna heimsku- legri spurningu öðru. En Lotta lét sér ekki hugfallast. — Eg get vel skilið, að maður geti lært

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.