Barnablaðið - 18.02.1901, Qupperneq 5

Barnablaðið - 18.02.1901, Qupperneq 5
BARNABLAÐIÐ. 3 Þetta verður maður sjálfur að gera, eu ekki I éta alt upp úr bókunum, sem maður skil- ur ekki. Bækurnar eru góðar til að sýna veginn, sem ganga skal, en duga ekki, ef maður kann ekki að nota þær. Hegesipp- us var nú í fyrsta sinni í skógnum. En í stað þess, að gæta nú vel að jurtum og dýrum, skoða mauravegina, og læra að þekkja fuglana á kvaki þeirra, þá kom hann alveg útlærður, og hélt hann vissi alt, sem stæði í bókunum, og það með, sem ekki stæði þar. O þú vitri Hegesippus! Hann varð nú ekki lifandi vitund hrædd- ur. Hann tók bara upp bókina sína, fletti henni í sundur og leitaði að einhverju dýri, sem líktist íkornanum: „Nykurinn eða vatnahesturinn er stórt og óliðlegt dýr, skrokkdigurt og stutthálsað, og mjög lág- fætt“ .... Æ, þarna sér maður það, þessi ferfætta skepna, sem datt áðan ofan í kjöltu rnína var óliðleg og stutthálsuð; það hlýt- ur því að hafa verið vatnahestur. Hvaða fugl ætli þetta sé á greininni þarnaf Eg ætla að gæta í bókina mína. — Jú, . . . . „Páfagaukarnir eru einkennilegir af því, að nefið á þeim er stutt, hátt og digurt“.... Já, það er alveg rétt, það er páfagaukur. En ætli það gæti nú ekki verið næturgali? Við skulum sjá.........Næturgalinn er ekki mjög neflangur". Fuglinn var, held eg, fremur stuttnefjaður. Það stendur heiina. Fuglinn er sjálfsagt næturgali! Það var merkilegt; það verð eg að skrifa upp lijá mér. — Hegesippus tók nú upp úr vasa sínum minnisbók og skrifaði í hana þetta, sem hann las upp hátt og hátíðlega: „15. maí var Lotta aftur heimsk. Eg fór fit í skóginn og sá næturgala, sem flaug ofan á nykur". — En hvað það er gam- an að vita alt, sem stendur í bókum! — Æ, — sagði Hegesippus við sjálfan sig — En hvað skógurinn er heimskur, og eg lærður. Stóri skógurinn getur ekki það, sem eg get. Stóri skógurinn á eng- ar bækur, en eg á bækur. Ekkert dýr, og enginn kvistur í skóginum þekkir svo mik- ið sem stafina, og því síður kann hann að lesa reiprennandi áfram. Skógurinn vex og vex altaf, en veit þó ekki, að tvisvar tveir eru fjórir. En það veit eg, og mik- ið fleira. Eg veit alt. Og ef eitthvað kynni að vera eftir, sem eg veit ekki, þá veit eg það, þegar eg verð stúdent; þá veit eg alt, sem til er og kannske svo lítið meira. Og þegar eg verð kandídat, þá veit eg enn þá meira. Sjáðu nú til, veslings skógur. Aumingja skógurinn svaraði ekki nokk- uru orði, heldur hlustaði forviða á allan þennan óskiljanlega lærdóm. Hann stóð þarna svo hljóður og alvarlegur, eins og hann ætlaði nú líka að fara að læra eitt- hvað af allri þessari miklu speki. Kann- ske furan færi nú að læra, livernig hún ætti að vaxa, eða reynitréð, hvernig það ætti að blómgast. Skýin vildu líklega læra að rigna, lækurinn þurfti sjálfsagt að Iæra að hoppa jöfnum fótum yfir smásteinana og —næturgalanum væri nauðsynlegt að læra hvernighann ætti að fljúga ofan á nykur. — Nei, nú verð eg að leita að hreiðri, — hugsaði Hegesippus með sér, og gekk nú lengra áfram. En þegar hann haf ði gengið um stund, þá varð fyrir honum engi, og á því var líka hlaða. Uppi yfir hlöðudyrunum fast uppi undir þakinu hékk eitthvað, sem hann hélt að væri hreiður; það var að sjá eins og grápappír, og var

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.