Barnablaðið - 18.02.1901, Side 8

Barnablaðið - 18.02.1901, Side 8
BARNABLAÐID. 6 hætti að sýna gestunum hana, því að all- ir sögðu að hún hefði víst verið fjarska falleg meðan hún hefði haft horn og fjóra fætur. Eins og hún væri ekki nógu þokkaleg ennþá, svo feit og gljáandi, og með svo greindarlegt höfuð! En henni smáhnignaði nú altaf. Um sumarið misti hún annan fót til, og nú gat hún ekki staðið nema upp við, Og þá datt hún oftast og lá svo flöt. En alt- af þótti mér vænna og vænna um hana. Hún hafði verið svo falleg og bar þar eft- ir raunir sínar með þolinmæði, þó hún væri altaf orðin svo raunaleg á svipinn, og eng- inn vildi sjá hana nema eg. Svo var það einn • sumardag, að við fórum ö!l til berja: mamma, pabbi, Gunna, Siggi og eg upp í Hamarsdal. Auðvitað hafði eg kusu með. Áður hafði eg borið hana undir h.endinni, af því allir krakkar öfunduðu mig af henni, en núbareghana í svuntu minni af því hún var veik. Við höfðum mat með okkur, tíndum ber, átum og lékum okkar á milli. Eg vissi að kusa þoldi engin ólæti, og setti hana því í svolitla lyngvaxna holu utan með stórum steini, þangað gaf eg henni góða tuggu af grasi og súrum á meðan. Um kveldið var komið sólsetur þegar við fórum heim. Veðrið var gott og hlýtt, og himininn heiður og blár. En alt í einu mundi eg að eg hafði gleymt kusu. Eg varð dauðhrædd og leit við. Við vor- um ekki langt komin, svo eg bað um leyfi að snúa við til að sækja hana. „Ó, láttu nú þetta gamla rusl vera“. sagði mamma. Gamla rusl! Hana kusu mína! Svo fallega og góða kusu! Eg gat ekkert sagt af reiði og gremju. En þá sá pabbi hvað mér varð um þetta, og sagði við mig: „Jæja, flýttu þér þá og hlauptu, við skul- um bíða á meðan eftir þér“. Eg flýtti mér sem fætur toguðu, en þá heyrði eg á eftir mér hlátrana í fólkinu að mér. Kusa stóð kyr og þæg í græna skýlinu sínu. Eg tók hana í svuntu mína og hljóp ti! baka En alt kveldið lá mjög illa á mér. Og það var líka lengi á eftir, því þá leið kusu oft illa. Gunna og Siggi hlógu stöðugt að henni og kölluðu hana aldrei annað en „ruslið". Nú mundu þau ekki eftir hvað oft við höfðum drukkið mjólkina úr henni úr litlu bollapörunum okkar. Þegar önnur börn komu heim til okkar, þá drógu þau kusu fram, til að hlæja að henni. Fullorðna fólkið hló líka að henni þegar það leit á hana. En aumingja kusa lá á hliðinni. Hún var orð- in ósköp óhrein, því þó eg væri farin að þvo hana oft með grænsápu, þá gekk ó- hreinkan þó ekki af henni, hún var líldega orðin of grómtekin. Kusa var líka orðin bæði eyrnalaus og hornalaus með eina tvær fætur. Eg gat ekki þolað þessa niðurlæging fyrir kusu mína til lengdar. Eg lagði því á stað einn góðan veðurdag með kusu mína í svuntunni. Eg flýtti mér út úr bænum og í hvarf við hann. Svo lagði eg af stað al- ein alla leið upp í Hamarsdal. Þar leitaði eg að litla græna skýlinu undir steininum, þar sem kusa hafði staðið hið minnistæða kveld um sumarið, þegar við fórum berja- ferðina, og þar lagði eg hana á mjúka græna mosann, og nóg grænt gras hjá henni, og vatnsfötu fulla með salt, vatn og smásteina. Svo grét eg ofan á óhreina

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.