Barnablaðið - 14.03.1901, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 14.03.1901, Blaðsíða 6
14 BARNABLAÐIÐ. sér ekki Bjarna; hann þýtur að báðum borð- stokknum, en þar er ekki annað að sjá, en sjöinn spegilsléttan í geislaskini tun'gls- Ijóssins. Bjarni hafði dottið útbyrðis og druknað. Bjarni var slæddur upp um morguninn og jarðaður skömmu síðar. * " * Svona inistu þá foreldrar Bjarna sína einu stoð, sem þau af hjarta treystu að mundi verða sú bezta og eina, senr þau gætu átt i þessu lífi. En þau báru sorg- ina með þolinmæði, en auðséð var, að hún gekk nærri, því faðir Bjarna heitins eltist nú fljótt, og varð á skömmum tíma hvítur fyrir hærum. Sorgblandin endurminning um hin leiðinlegu afdrif sonar hans tók sér bústað í hugskoti hans, og hann dó 2 ár- um síðar, en börn hans dreifðust sitt'í hverja áttina og biðu við það stóran hnekki á þeirri gæfu, er þau hefðu getað átt í vændum, ef hinn efnilegi og ötuli bróðir þeirra, Bjarni, hefði ekki fallið á freisting- anna tíma. Jón og I mba. hét prestssonurinn. — Hann ||gÍÍ m nú leng> verið hjá afa sín- um °S ömmu í kaupstaðnum, og gengið þar í barnaskólann. Hann var nú ekki nema 11 ára, en var orðinn svo spreng- lærður, að enginn í sveitinni vissi, hvar það myndi staðar nema. Hann var nærri því orðinn eins og hann Sæmundur fróði. Hann kunni svo mörg undarleg orð, og hafði lesið svo margar undarlegar bækur, á svo mörgum undarlegum málum. En gamla 'lmba á prestsetrinu hristi bara höf- uðið, þegar hann kom með þessi undar- legu orð. „Ef þú ætlar að rugla svona, þegar þú verður prestur, þá fær þú enga lifandi manneskju með þér í kirkjuna", sagði gamla Imba. Svo var það einn dag, að prestshjón- in fóru að heimsækja sýslumanninn, sem bjó skamt frá, og höfðu lofað tveimur elztu börnunum með, eu Jón var aleinn heima hjá Imbu gömlu. Það var í honum ólund af því að vera ekki boðinn lílca. Honutn hálfleiddist. Imba gamla var frammi í eldhúsi og bak- aði lummur, og Jón stóð hjá og horfði á hana. Ilann vissi ekki almennilega hvað hann ætti að gera af sér, og sagði því við Imbu: „Eigum við ekki að fara í skóla- leik. Þú skalt vera barn, en eg skal vera kennari, og í hvert sinn, setn þú getur ekki' svarað, þá skaltu gefa mér eina lumrau. „Ó jú“, sagði Imba gamla, „en þá vil eg líka fá að vera skólakennari stundarkorn, og í hvert sinn, sem þú getur ekki svar- að, þá skaltu gefa mér einn eyri. Það get- ur verið handa veiku konunni hérna í hjá- leigunni". „Eg kannalt", sagði Jón. Hann gekk nú um gólfið eins og kennarinn var vanur að gera í skólanum, og skotraði aug- unum að lummudiskinum. Hann hugsaði sér að byrja á einhverju þungu, og þó hefði það nú ekki þurft að vera, því Imba gamla hafði nú aldrei verið á neinum skóla, eða það hafði hún sagt sjálf.—Skyldí hún vita nokkuð um sólinaf [Þetta samtal geta tvö börn lesið og hermt eft- ir Jóni og Imbu]. J ó n : Getur þú sagt mér Imba, af hverju dag' ur og nótt kemur?

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.