Barnablaðið - 31.07.1901, Blaðsíða 3

Barnablaðið - 31.07.1901, Blaðsíða 3
BARNABLAÐIÐ. 27 hlæjandi og æpandi fólki. Þar er líf, há- reysti og hreyfing. Borgin er flutt þ ing- að út þaðan sem hún var, inn á megin- landinu, og síðan hefir hún orðið ferfalt stærri, fólksfleiri og auðugri .... Ó, en hvar eru nú öll fallegu berin og inndælu söngfuglarnir í hinum kyrlátu, friðsælu skóg- arlundum? Þeir hafa flúið háreystið; þeir una ekki í fallegu lystigörðunum, sem al- staðar eru við ströndina. En lítið á, þang- að kemur ógn-gömul kerling, umkringd af barnabörnum sínurn. Hún er máttlaus í öðrum fætinum, og getur ekki gengið leng- ur, en er borin í stól, en hún er samt ekki blind eins og gamla amma. En hvað hún er góðleg og elskuverð að sjá í svona hárri elli; hver ætli það sé? María sér hana í draumnum, gætir vandlega að henni, elsk- ar hana og kyssir hönd hennar. en þekk- ir hana ekki .... Þá hvíslar rödd í eyra hennar: „Það er þú sjálf, það er María að sjötíu árum liðnum!“ Þá kippist María til í svefninum og verður aftur svo undar- lega þungt um lijartað; hana langar til að gráta bæði af sorg og kærleik, en getur það ekki........Henni finst hún vera orð- in svo ósköp gömul, hún, sem er mátt- lausa, heyrnarlausa, gamla, níræða kerling- in, sem situr þarna í burðarstólnum .... Hún lítur aftur.......langt aftur á bak! Hún lítur nú þangað, sem gamla sæluhúsið stóð forðum; þar er nú dálítið lystihús, með ljósrauðum gluggatjöldum úr silki, og með ofurlitlu flaggi á þakstönginni. Þá segir hún við barnabörnin sín : „Trúið þið því, að hér stóð fyrrum gamalt, hrörlegt sæluhýs, sem hafði frá svo mörgu, mörgu að segja. Fyr- ir 140 árum stóð hún amma mín hér á sama stað og við núna, og kvaddi glaðværan pilt, sem sigldi svo langtburtu út í heiminn, og aldrei kom aftur. Hér stóð eg sjálf, fyrir 70 árum liðnum, svo ung og barnaleg; við Antonía systir mín höfðum vilzt í skóginum og sváfum því um nóttina í gamla sæluhúsinu; þar fann eg hring......Þá var eg seytján ára! . . . . ! Og unga, laglega stúlkan, sem stóð næst gömlu og máttlausu, heyrnarlausu, skorpnu, níræðu konuntii, leit hissa á hana og sagði svo sakleysislega: „Er það mögulegt, að amma hafi líka verið noklcurntíma seytján ára ! Þá varð Maríu aftur þungt fyrir brjóst- inu; henni sýndist verða dimt yfir lystihús- inu, rauðu silkigluggatjöldunum og flagg- inu á þekjunni, og dimman huldi alla og alt, og einnig gömlu konuna í burðarstóln- um, og börnin í kringum hana.........og í sama bili vaknaði María við það, að tár- in runnu ofan kinnar hennar. Hún stóð dauðhrædd upp . . . Var hún í raun ogveru orðin svona gömul, visin og hrörleg, eins og hún hafði séð sig í burðarstólnum ? Ó, nei; hún var jafn-ung og létt á fæti og hún hafði verið áður. Kinnarnar hennar voru heitar, fíngerðar, mjúkar og rjóðar. Hún leit ofan á hendur sínar; þær voru líka hvítar og mjúkar eins og áður! Já, hún var enn þá seytján ára, og það, sem hún hafði séð og hafði hrifið hana svo undar- lega, að hún hafði tárast, — það var alt draurhur. Var það nú alt draumur ? Já, því nú skein sólin svo glatt inn um brotnu glugga- rúðurnar í gamla, gráa sæluhúsinu. Þrumun- um og regninu var slotað og ilmurinn frá skógnum og blómgresinu barst angandi inn til þeirra.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.