Alþýðublað Hafnarfjarðar - 03.02.1962, Qupperneq 2
2
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
Útgefandi:
ALÞÝÐUFLOKKURINN í HAFNARFIRÐI
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
HÖRÐUR ZÓPHANÍASSON
Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu, sími 50499
PRENTSMIÐJA HAFNARFJARÐAR HF
.....- .. ..........-.. JJ
GATAN EÐA?
Hver góður og raunsýnn maður hlýtur að viðurkenna,
að æskan, hin komandi kynslóð, er sá dýrgripur heim-
ilisins, bæjarfélagsins, þjóðarinnar, já alls mannkynsins,
sem sízt má sýna fálæti og skilningsleysi. Misheppnuð
æska er ekki aðeins reiðarslag fyrir framtíðina, heldur
og þungbær dómur um andvaraleysi og ábyrgðarleysi
eldri kynslóðarinnar í þessum málum. Það er óumdeil-
anlega fyrst og fremst hlutverk eldri kynslóðarinnar,
þ. e. a. s. hinna fullorðnu, að ala upp æskulýð,
sem fær sé til þess að valda verkefnum og ábyrgð
framtíðarinnar. í þessum efnum er allt fullorðið fólk
í sama báti, mömmur og pabbar, ömmur og afar, frænk-
ur og frændur, giftir og ógiftir.
Tímarnir breytast, hraðinn í þjóðfélaginu vex dag
frá degi. Freistingarnar og hætturnar á vegi unglings-
ins fara vaxandi. Hringiða hraða og rótleysis í nútíma-
þjóðfélagi sogar unglinginn í vaxandi mæli frá heimilun-
um og áhrifum þeirra. Margir foreldrar berjast góðri
baráttu með góðum árangri, aðrir fyllast örvæntingu
og gefast upp. Skólum, æskulýðsfélögum og öðrum opin-
berum aðilum er ætlað æ meira hlutverk í uppeldismál-
um þjóðarinnar. Það er því þýðingarmeira en orðum
taki, að þessum málum sé gefinn góður gaumur.
Hér í bæ er margt gert í þessum efnum. En aldrei
er of gert og margt er mjög aðkallandi. Skulu hér nokk-
ur atriði nefnd, sem ekki þola mikla bið. Fyrst skulu
nefnd húsnæðismál skólanna. Fjölgunin í Hafnarfirði
hefur orðið mjög ör undanfarið og nemendatala skól-
anna aukizt jafnt og þétt. Nú er svo komið, að þrátt
fyrir nýja Oldutúnsskólann er fyrirsjáanleg vandræði
með að koma fyrir nemendum á barnaskólaaldri í barna-
skólum bæjarins. Flensborgarskólinn er yfirfullur og
sýnilegt, að næsta vetur getur skólinn ekki tekið við
öllum þeim nemendum, sem þangað munu leita. Þá eru
forráðamenn iðnskólans líka með áhyggjur vegna fyrir-
sjáanlegra þrengsla þar. Þetta vita flestir bæjarbúar. Þess
vegna hefur það fremur þótt of lítið heldur en hitt, er
meiri hluti bæjarstjórnar ætlaði eina milljón króna til
skólabygginganna á fjárhagsáætluninni. Hitt vakti miklu
meira en furðu, er bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
lögðu til, að einum 400 þús. krónum skyldi varið til
skólabygginga og greiddu atkvæði gegn því, allir sem
einn, að þessi liður yrði hækkaður í eina milljón krónur,
svo sem gert var. Hafa ýmsir gamlir og góðir bæjarbúar
haft þau orð um þetta, að oft hafi nú íhaldið í Hafnar-
firði rétt æskunni og framtíðinni löðrung, en aldrei slík-
an sem þennan. Er þetta fávizka Sjálfstæðisfulltrúanna
eða þrönsýni? Hins vegar vildu þeir auka fé til verk-
legra framkvæmda um 1,5 milljónir króna og höfðu þar
varanlega gatnagerð í huga. Ollum er ljóst, að varan-
leg gatnagerð er gott og nauðsynlegt mál. En eiga menn
að þurfa að hugsa sig um, hvort sé betra bæjarfélaginu
að byggja skóla fyrir æskuna eða steyptar götur. Spurn-
ingin var: skólinn og æskan — eða gatan og æskan.
Meirihluti bæjarstjórnarinnar sagði skólinn, og guði sé
lof fyrir það.
Þá má nefna, að allt tómstundastarf unglinga þarf að
auka og efla, áfengislausar skemmtanir þurfa að sækja á,
eftirlit með unglingum þarf að herða og taka upp skyldu
nafnskírteina fyrir unglinga. Forystumenn æskulýðsfé-
laga og skólamála þyrftu að koma saman á fundi og
Iþróttasamband Islands 50 ára
Árið 1912 voru fyrirhugaðir
Olympíuleikar í Stokkhólmi, og
fýsti íslenzka glímumenn að
sýna íþrótt sína þar. Einnig var
mörgum um það hugað, að efni-
legustu menn úr öðrum íþrótta-
greinum fengju að spreyta sig á
hinni alþjóðlegu íþróttahátíð.
Hins vegar var naumast hægt
að kom því við, nema hið opin-
bera hlypi undir bagga, og þótti
líklegt, að slíkt yrði auðsóttara,
ef. flest eða öll íþróttafélög
landsins stæðu þar að baki. Varð
þetta öðru fremur hvatning til
þess, að stofnað var Iþrótta-
samband íslands. Menn sáu nú
betur en nokkru sinni fyrr nauð-
syn slíkra allsherjarsamtaka í-
þróttamanna, sem hefðu marg-
þættu hlutverki að gegna: að
sameina hin dreifðu íþróttafé-
lög, leiðbeina þeim og efla til
dáða, og koma fram fyrir hönd
íþróttahreyfingarinnar gagnvart
innlendum stjórnarvöldum og
erlendum aðilum. Það var orðið
næsta aðkallandi að skipuleggja
þau hérlend öfl, sem vildu beita
sér fyrir að kenna þjóðinni að
leggja meiri alúð en áður við
líkamsrækt íslenzks æskulýðs
og helzt sem flestra lands-
manna. Þá var það og að heita
mátti ógerlegt að komast í sam-
band og samvinnu við erlend
íþróttasamtök og íþróttastofnan-
ir, nema til væri hér aðili, er
gæti komið fram fyrir hönd ís-
lenzkra íþróttamanna í heild.
Frumkvæðið að stofnun sam-
bandsins átti Sigurjón Péturs-
son, síðar verksmiðjueigandi.
Sigurjón var landskunnur orð-
inn fyrir íþróttir sínar, þótt ung-
ur væri. Hann var þá glímu-
kóngur íslands, en hafði auk þess
borið af öllum á íþróttamótinu
1911 í köstum og hlaupum. —
Hann var þá fremstur meðal
skautamanna Reykjavíkur, og
mátti að hann temdi sér með
ágætum árangri flestar íþróttir,
sem þá voru tíðkaðar hérlendis.
Sigurjón kvaddi sér til liðs
við stofnun sambandsins tvo
ágæta menn, þá Axel V. Tulin-
ius, fyrrverandi sýslumann og
Guðmund Björnsson landlækni.
Stofnfundur íþróttasambands
íslands var haldinn í Bárubúð
sunnudaginn 28. janúar 1912.
Tólf félög stóðu að stofnun sam-
bandsins og fyrstu stjórn þess
skipuðu: Axel V. Tulinius, for-
seti, Guðmundur Björnsson,
varaformaður, Björn Bjarnason,
ritari, Björn Jakobsson, féhirðir
og Halldór Hansen, gjaldkeri.
Einna mest aðkallandi var að
koma fasti skipan á iðkun
íþróttanna, svo að allir iðkuðu
nokkurn veginn á einn veg, en
ekki hver með sínum hætti. Um
flestar iþróttagreinar var svo
háttað, að hér voru engar fastar
samræmdar reglur til, og ekki
heldur um íþróttamót og kapp-
leiki. Um allt þetta þurfti að
setja lög og reglur og gefa út
leiðarvísa. Hver íþrótt er með
sínu sérstaka eðli og lýtur sín-
um lögum. Iþróttamót verður,
eins og allt annað, sem vel á
að fara, að heyja eftir settum
reglum, og iðka hverja íþrótt
eftir eðli hennar og tilgangi. I
öðrum löndum voru íþróttir á
nútímavísu miklu eldri en liér„
og því voru þar til fastar regl-
ur í hverri grein, áður en fór að
bóla á nútíma íþróttaviðleitni
hér á landi og löngu áður en
Í.S.Í. tók til starfa. íslenzkir
íþróttamenn höfðu því orðið að
búa við leikslög og reglur á
erlendum tungum, sem ekki
voru alltaf samhljóða, sumpart
vegna þess, að sinn var siður
í landi hverju í þeim efnum
framan af, og eins var þetta sem
annað breytingum undirorpið
vegna aukinnar reynslu. Gat
verið býsna erfitt að fá hingað
vitneskju um nýjungar og breyt-
ingar jafnskjótt og þær urðu,
og þó enn torveldara að koma
þeim á framfæri við alla þá,
sem lögðu stund á íþróttir. Enn
sem komið var gáfu íslenzk blöð
íþróttum lítinn gaum. Var því
fátt til þeirra að sækja í þessum
efnum, meðan allt var hér á
gelgjuskeiði.
Sambandið átti því láni að
fagna, að í stjórn þess sat fyrstu
10 árin maður, sem var afburða
málslyngur og hugkvæmur, og
það varð hans verk, öllum öðr-
ur fremur, að færa hin hálfút-
lendu bögumæli til rétt íslenzks
máls. Maðurinn var Guðmundur
landlæknir Björnsson. Naut
hann við þetta starf drjúgar að-
stoðar íþróttamanna, fyrst og
fremst Benedikts G. Waage, síð-
ar forseta Í.S.Í. Ávöxt samvinnu
þeirra sér þegar í 1. útgáfu
knattspyrnulaganna. Þar var og
þörfin brýnust. Að því er kunn-
ugir segja, munu hafa verið
flest og afkáralegust orðskrípi
í máli knattspyrnumannanna, en
nú var öllu gefið munntamt
nafn. Flest þessara heita festust
skjótt og auðveldlega í málinu,
og þó að knattspyrnumenn eigi
jafnvel til enn í dag að bregða
fyrir sig erlendum orðum og
hrognamáli, hefur í því efni orð-
ið stórkostleg framför frá því
sem áður var. Og fullyrða má,
að eftir að Guðmundur Björns-
son tók knattspyrnumálinu tak,
sé öllum vorkunnarlaust að ræða
knattspyrnu á hreinni og óbjag-
aðri íslenzku.
Ekki er hægt að geta svo ein-
stakra manna sem unnið hafa
frábær störf fyrir I.S.I að ekki
sé getið núverandi forseta sam-
(Framhald á bls. 3)
(jjjafir og: framlagr
til Vetrarhjálparinnar í Hafnar-
firði í desember 1961.
Söfnun skáta ......... kr. 16.896.00
Olíuverzlun íslands . . — 1.000.00
Olíustöðin í Hafnarf. . — 5.000.00
Dvergur hf...............— 600.00
Einar Þorgilsson & Co. — 1.000.00
Venus hf.................— 2.000.00
Dröfn hf................ - 1.000.00
Ásar hf................. - 1.000.00
Ilelga Nielsdóttir .... — 300.00
Kaupfélag Ilafnfirðinga — 1.000.00
Bæjarútgerð Ilafnarfj. — 1.000.00
Lýsi & Mjöl h.f........— 5.000.00
Einar Long ............. — 1.600.00
Ililmar Ágústsson .... — 500.00
Vilborg Pálsdóttir .... — 250.00
íshús Hamfarfjarðar h.f. — 2.000.00
Rafha h.f................- 2.000.00
Steinull h.f............ — 1.000.00
Iðjuv. Strandg. 25 h.f. — 500.00
Olíufél. Skeljungur h.f. - 1.000.00
Bátalón h.f............. — 500.00
Guðl. Aðalsteinsson . . — 100.00
Framlag bæjarsjóðs
Hafnarfjarðar .......... — 25.00000
Samtals kr. 70.246.00
Með beztu þökkum og nýársóskum
til allra gefenda.
F. h. Vetrarhjálparinnar í Hafinarf.
Garðar Þorsteinsson.
leita lausnar á vandamálum æskunnar í dag og sam-
ræma síðan aðgerðir sínar. Foreldrar og þessir aðilar
þyrftu að koma sér saman um, hvaða reglur og siðir
hæfi hverju aldursstigi barna og unglinga, og taka síð-
an höndum saman um að vinna þeim hefð í bæjarfélag-
inu. Margt fleira mætti nefna og verður kannski gert
síðar. En höfum það alltaf hugfast, að góð æska er gulli
betri, og að of seint er að byrgja brunninn, þegar barnið
er dottið ofan í.
Ungir knattspyrnumOnn að æfingu á knattspyrnutíellinum á Hvaleyrarholti.
)
\