Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.05.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.05.1962, Blaðsíða 1
Jafnaðarstefnan er stefna alþýðunnar. ALÞYÐUBLAÐ Alþýðuhlað Hafnarfjarðar kemur næst út laugardaginn 26. maí n. k. haf mmm sf jj airiið) Æ\m XXI. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 23. MAÍ 1962 , 11. TÖLUBLAÐ Útvnrpsumrnðurnar um bmjnrmnlio: Algerir yfirburðir Alþýðuílokksins Alþýðuílokktirinn: Heiðarleg, markviss málefnabarátta - Örugg sókn Sjálfstæðisflokkurinn: Óhróður um bæjarfélagið, stefnuleysi - Undanhald Utvarpsumræðurnar, sem fram fóru um bæjarmálin á mánu- dagskvöldið, báru þess glöggt vitni, að Alþýðuflokksmenn eru i mikilli sókn í kosningabarátt- nnni. Ræðumenn A-listans ræddu fyrst og fremst málefna- lega um þau efni, sem til um- ræðu voru, túlkuðu stefnumál flokksins og sýndu fram á ör- ngga og trausta stjórn bæjar- mala á undanförnum áratugum. Hvergi voru þeir í varnarstöðu, heldur svöruðu gífuryrðum ^haldsmanna með þeim rökum, að framkvæmdir hafa aldrei ver- •ð meiri en á síðasta kjörtímabili, enda vöxtur bæjarins aldrei ör- ari en á síðustu árum. Það bæri stjórn Alþýðuflokksins gott vitni. Hins vegar hefði íhaldið skilið við allt í kaldakoli, þegar það hrökklaðist frá völdum, og síð- an hefðu Sjálfstæðismenn verið neikvæðir í bæjarstjórn, verið á moti mörgum nytjamálum og nnnið bænum ógagn ut á við, ef þeir máttu. Þetta væru stað- reyndir, sem töluðu sínu máli um hæfni þeirra til að stjórna bæjarfélaginu. Alþýðuflokks- menn ympruðu á mörgum fram- faramálum, sem nú væru á prjón unum, og vinna þyrfti að á næst- unni. Þeir vísuðu algerlega á bug fleipri íhaldsmanna um slæman fjárhag bæjarfélagsins og sýndu fram á, að eignir bæj- arins og bæjarfyrirtækja hefðu aldrei verið meiri en einmitt nú. Málflutningur Sjálfstæðis- manna einkenndist af furðu- legri málefnafátækt. Allir stög- uðust þeir á sömu fullyrðing- unum, og mátti raunar segja, að langir kaflar í ræðunum væru eins hjá þeim öllum, nema þá helzt hjá skólastjóranum, sem flutti belgingsræðu um við- kvæma hluti, sem enginn sarftiur skólamaður gerir að pólitísku æsingamáli fyrir kosningar. Hvergi örlaði á neinni stefnu- yfirlýsingu í aðalatriðum bæjar- mála hjá þeim Sjálfstæðismönn- um„ og vöruðust þeir eins og heitan eldinn að segja, hvað þeir (Framhald á bls. 3) Staðregiufír um sigurborfur Þaö er staðreynd að í síðustu kosningum tapaði Sjálístæðisflokkurinn hátt á fimmta hundrað atkvæðum í Reykjaneskjördæminu. Þetta bendir ótvírætt til þess a& í síðustu kosningum hér, hafi Alþýðuflokk- urinn fengið rúmlega 1500 atkvæði hér í Hafnarfirði, en Sjálfstæðis- tlokkurinn undir 1300 atkvæði. Það er staðreynd að kjósendafundir Alþýðuflokksins hafa verið þrótt- miklir og mjög f jölmennir og borið vott um sóknarhug Hafnfirðinga fyr- ir sigri A-listans. Þetta vita allir Hafnfirðingar, sem ýmist hafa verið á fundunum eða séð myndir og frásagnir frá þeim. Það er staðreynd að kjósendafundir Sjálfstæðisflokksins hafa verið daufir og hlotið slæmar undirtektir fundarmanna, svo að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki treyst sér til að birta nokkrar myndir frá fund- unum og jafnvel falið frásögn af fundinum í Hafnarfjarðarbíói innan í Hamri í smáum eindálki. Það er staðreynd að Alþýðuflokkurinn einn hefur raunhæfa möguleika á hreinum meirihluta í kosningunum á sunnudaginn kemur. Talandi tákn ^líÞsihígur íuiidur íi|T^ Sjalísfæðisílokkniini Sjálfstæðisn.okkurinn efndi til ahnena$ fundar urn bæjannál í Hafnarfjarðarbió sl. ]>riðjudag. har fluttu ræður: Stefán Jóns- son> Hafsteinn Baldvinsson, Ámi Grétar Finnsson, Páll V. Daní- n ssoii, Eggert Xsaksson, Iílín IJosefsdóltir, I>orgeir Ibsen og Sigurður Kristmssön. b'Uidurinn var rnjög fjölsótt- llr °8 sóknarhugur mikill f fund- annönnuxn að gera sigur Sjálf- pbpðisflokksins sem glæsileg- Greinarstúfur sá, sem hér er birt mynd af, birtist í Hamri, er út kom s. I. laug- ardag. Er liann talandi tákn um þá niðurlægingu, sem nú rikir í herbúðum Hamars. Hvenær í ósköpunum hefir það gerzt, að Hamar hafi var- ið jafnlitlu rúmi til að segja frá aðalkosningafundi íhalds- ins í Hafnarfirði fyrir kosn- ingar? Þarf frekari vitnanna við um það, sem álmanna- rómur veit, að Sfálfstæðis- flokkurinn í Hafnarfirði er kominn ú hratt undanhald, og fylgið hrynur af honum. Sjálfstæðismenn grátbáðu kommúnista um samstarf Kristján Andrésson upp- lýsti í útvarp'sumræðunum, að Sjálfstæðismenn í Hafnar- firði hafi grátbeðið kommún- ista í Hafnarfirði um sam- starf í bæjarstjóm fyrir nokkr um ámm, án nokkurra sér- stakra skilyrða um menn í nefndir. Matthías Mathiesen mót- mælti ekki yfirlýsingu Krist- jáns Andréssonar hér um, og þarf því ekki frekari vitni um það, að íhaldið vill sam- starf við komma, éf það á þess nokkum kost. Það fer nú að standa lítið eftir af hreystiyrðum Ham- ars um hreinan skjöld þeirra Sjálfstæðismanna gagnvart samstarfi við kommúnista, enda er það mála sannast, að enginn stjómmálaflokkur hef ur unnið nánar með komm- um en einmitt íhaldið, sbr. hið ljúfa líf Ólafs Thors og Einars Olgeirssonar í nýsköp- unarstjóminni forðum, og sammnann í verkalýðshreyf- inguimi fyrr á ámm. Þannig er íhaldið alltaf. Ef samstarf við komma hentar þeim í valdabaráttunni, þá má vinna með þeim. Svo þykjast Sjálfstæðis- menn í Hafnarfirði þess um- komnir að brigzla Alþýðu- flokknum um þjónkun við kommúnista, heyr á endemi. Slíkur er Ioddaraleikur íhalds ins í þessu máli sem öðrum. A-listiim er Yimti Hafnfirðing:a

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.