Heimilisblaðið - 17.11.1894, Qupperneq 4

Heimilisblaðið - 17.11.1894, Qupperneq 4
108 HEIMILISBL AÐIÐ. verið þess konar vín, sem Kristur framleiddi með krapta- 'verkinu í Kana, og eins vín það, er hann og lærisveinar hans neyttu »á þeirri nótt, sem hann svikinn var«. Það væri óneitanlega miklum þröskuldi rutt úr braut bindindishreifingarinnar um hinn kristna heim, ef útrýmt yrði þeim háskalega misskilningi, að guðsorð sje hlynnt nautn (auðvitað »hóflegri« nautn) áfengra drykkja. Göðverk. Og gefum gœtur liverir að öörum, til þess að uppörva oss til kœrleika og góðra verka. (Efes. 10, 24). Hvorki í þessum heimi nje öðrum hefir sá maður mikið til síns ágætis, sem hugsar að eins um sjálfan sig og gleymir því sem aðrir eiga að honum. Sá maður, sem er eintóm eigingirni, vill hremma allt, en ekkert láta af hendi rakna, mun ekki eiga greitt aðgöngu eptir dauðann að hliði himnaríkis og mun ekki hitta það hlið opið, nema hann taki sinnaskiptum og verði nýr maður frá rótum. Að hafa glöggar gætur á rjettindum sínum, en láta sjer sjást yfir skyldur sínar, það er breytni, sem englarnir gráta yfir, en djöflarnir hlakka yfir. Sá sem hefir sterka eigingirnis-tilfinningu, en sigrast á henni og veitir bróðurást og lijálpsemi rúm í hjarta sínu, sá maður afrekar opt mest til þess, að Guðs vilji verði svo á jörðu sem á himni. Sá maður, sem sækist eingöngu eptir þessa heims gæðum og á ekkert, sem eign er í, annað en fulla peningapyngju, hann mundi ekki kunna við sig í öðru lífi meðal Guðs út- valdra, heldur mundi honum sjálfum finnast hann vera þar framandi maður í framandi landi. Það er gott, að afla sjer fjár og sækjast eptir því; en það er ekki allt og ekki heldur hið bezta í heiminum. Það er ekki hrósvert að fyrirlíta fjeð. En minnast skaltu þess, að þó að þú getir aflað þjer fyrir það mikils, sem er

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.