Heimilisblaðið - 17.11.1894, Qupperneq 5

Heimilisblaðið - 17.11.1894, Qupperneq 5
HEIMILISBL AÐIÐ. 109 æskilegt og eptirsóknarvert, þá er samt hvorki sönn vellíðan nje göfugt hugarfar nje ráðvandur hugsunarháttur fáanlegt fyrir það. Nema þvi að eins, að þú miðlir þeim, er bágt eiga, munu jarðneskir fjármunir gjöra þig harðbrjósta og spilltan, í stað þess að færa sjer hamingju í skaut. Sá sem á meira til en hann heiir með að gjöra, en af- segir samt að miðla af allsnægtum sínum til þess að firra nágranna sinn hungri, hann er hin aumasta sjón, er nokkur maður fær augum litið. Það er meiri ánægja fyrir þig að sjá börn fátæklingsins borða brauð, sem þú hefir aflað, en að sitja sjálfur að dýrindiskrásum, er þú fær varla torgað, sjertu um leið hugsunarlaus um örbirgð- ina umhverfis þig og látir börn fátæklinganna svelta. Sönn trú er mjög einföld. Þú kemst vel af, þó að þú kunnir lítið i trúfræði; en þú kemst ekki af án þess að gera meðbræðrum þínum gott eptir megni, ef þeir þarfnast þess. Heimurinn er fullur af og sorg sút, eymd og bágindum. Tár eru algengari en dögg, og andvörp hrjáðra vesalinga berast að eyrum vorum hvar sem vjer erum staddir. Þeir, sem þrautirnar bera, eru börn hins sama föður sem þú. Þú hefir enga heimild til að vera tómlátur. Tómlæti er glæpur. Getir þú rjett bágstöddum náunga þínum hjálparhönd, en látir það ógert vegna þess, að þjer er meira í mun að brúka báð- ar hendur sjálfum þjer til þæginda, þá er þar með glatað tækifæri, sem forsjónin liefir veitt þjer, og þjer mun verða erfitt að gera grein fyrir þeirri háttsemi þinni á hinum mikla reikningsskapardegi. Að gera vel til annara af einlægum hug og elsku til skap- ara þíns, það er aðferðin til þess, að afla sjálfum þjer ánægju og farsældar. Sterkasta sönnun fyrir, að trú sú, er þú hefir, sje frá Guði, muntu fá, ef þú ver nokkru minna af tíma þínum til að leita trú þinni viðgangs og stuönings í bókum, en nokkru meira af honum til þess að hjálpa bágstöddum nágrönnum og hugga hrellda. Getirðu flutt með þjer gleði inni í annars manns hús og þjarta, þá mun gleðin um leið halda innreið sína í hjarta þín sjálfs um leynda stigu. Það er rjett og sjálfsagt að biðja: »Gef oss í dag vort

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.