Heimilisblaðið - 17.11.1894, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 17.11.1894, Blaðsíða 7
SElMltiISBLAÐlÐ. 111 Það er elcki það, sem þú trúir, heldur það sem þú gjörir, er veitir þ.jer með náð drottins vist í hinni nýju Jerúsalem. Hafirðu ekkert gert til þess, að mennirnir yrðu betri og lifskjör þeirra ljettari, muntu deyja eins og öreigi, þó að þú eigir miljón króna. í þeim bústað, sem ekki er af manna höndum gjör, er ekkert rúm fyrir þá, sem ekkert hafa í sölurnar lagt fyrir aðra. Enginn liefir nokkurn tima i sannleika elskað Guð, sem ekki hefir elskað börn hans. Ef þú elskar meðbræður þína og lætur elskuna tii þeirra koma fram í góöum verkum og göfugmannlegum, muntu ekki eiga nema eitt fótmál frá gröíinni til hins himneska bústaðar. * * * Svo sem nærri má geta stendur ekki til, að »Heimilisbl.<i flytji mikið af andlegum hugleiðingum, þó að það haíi tekið þenna ein- kennilega »praktiska« prjedikunarstúf, eptir amerískan prest, og þó að þess konar sje að vísu ekki fremur óskylt tilgangi blaðsins en hvað annað gott og nytsamlegt. Það hlýtur auðvitað að sníða sjer stakk eptir vexti og að halda sjer yflrleitt eingönga við ver- aldleg efni. Áfengið og heilinn. Áfengi heíir einkennilega eitur- verkun á heilann, en heilinn er liöæri sálarinnar; það er ekki hægt að trufla, skemma eða eitra heilann öðruvísi en að trufla, skemma og eitra sálina að sama skapi. Allar athuganir koma í einn stað niður um það, að áfengið veikir viljann og spillir honum, ruglar og skemmir skynsemina, sljóvgar meðvitund- ina um skyldur og rjettindi og aðrar siðferðislegar tilfinning- ar, en æsir hins vegar og örvar ímyndunaraflið og dýrslegar tilhneigingar manns. (D. G. T.). Hófsemi og bindindi. Bindindið er ákveðið ráð og áreiðanlegt, þar sem því er beitt. Hófsemi er ómögulegt að ákveða og húu hefir leitt til alls þess drykkjuskapar, sem til er í heiminum. Hver einasti drykkjumaður hefir einhvern tíma verið hófsmaður; það liggur eins í augum uppi eins og að tveir og tveir er fjórir. (Dr. Newmann Hall). Áfengisverzlunin er einhver hinn mesti háski fyrir vora frjálsu þjóð; af henni stendur heimilisláni voru og þjóð-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.