Hamar - 18.01.1921, Blaðsíða 2

Hamar - 18.01.1921, Blaðsíða 2
H A M A R H A M A R. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Morten Ottesen. Afgreiðsla er í Bárunni fyrst um sinn og er opin frá ÍO1/^ f. m. til 8 e. m. Kemur út einu sinni í viku og oftar ef þörf gerist. Verð kr. 10,00 um árið. Útsölumenn fá mikil ómaks- laun. Auglýsingum í blaðið sé skilað annaðhvort á afgreiðsl- una eða í prentsmiðjuna Acta daginn áður en blaðið kemur út. Fasteignabanki í Reykjavík. Ef höfuðstaðarbúar fengju óskastund, þá er lítill vafi á því, að flestir þeirra myndu segja: „Gefið mér sæmttegt húsnæði". J?að er áreiðanlega ekki gott að ásaka Reykvíkinga fyrir það, þótt þeir notuðu óska- stundina á þennan hátt. Hér eru þúsunrir manna, sem telja má húsviltar, eða sem búa í svo vondum húsum, að ekki er mönnum bjóðandi. Og altaf versnar með hverju árinu. Eg bið „Hamar" fyrir þá orð- sending frá mér, sem einum af kjósendum þessa bæjar, að þá er eg vissi að D-listinn ætlaði að gera húsamálið að einu af sínum allra mestu áhugamál- um, þá afréð eg að láta mitt at- kvæði falla til hans. Eg hefi verið á fundum hjá öllum flokkunum. Sumir hafa talað skáldlega um kjallara- íbúðirnar. En þeir hafa aug- sýnilega ekki haft hugmynd um það, hvernig ætti að láta þær hverfa. Allir vita, að fjár- hagur ríkissjóðs er ekki svoleið- is, að hann færi að byggja yfir okkur, sem ekki eigum fjöl yfir höfuðið. . En af ræðu porðar læknis Sveinssonar sannfærð- ist eg um að þingið og áhrif Reykvíkinga geta þó haft mikil áhrif. pað sem þarf að gera, eins og læknirinn sagði, er að útvega mönnum hér í bænum hentug og löng lán til að byggja íbúðir fyrir. pað þarf að taka gömlu veðdeildina, með stein- dauðum 3. og 4. flokks pappír- um, og breyta henni í góðan fasteignabanka eins og skyn- samar manneskjur hafa þá nú á dögum. Mér líkaði vel ýms þau ráð, sem hr. pórður læknir Sveins- son benti á til að gera bréfin auðseld, og þar með útvega peninga í húsin. Eg veit að hér á landi er jafnan mikið spari- sjóðsfé til, sem standa má lengi á vóxtum. fetta fé láta allar al- mennilegar þjóðir fara í fast- eignabankana, — nema við. pingið hefir ekki kunnað nokk- tlotiQ íslonzkor uorur! Styfljifl íslenzkon iflnaO! f Komið blessaðar! Eg vil láta yður vita það, að íslenzka sápan okkar enbetri en sú, sem þér hafið fengið frá útlöndum. Því ekki að nota hana fyrst og fremst? Jú — Islenzka sápu til að þvo íslendinga er takmark vort. Biðjið kaupmenn yðar um íslenzku sápuna frá »Seros«. Virðingarfyllst. Fr. H.f. ,Seros', Reykjavík.j Sigurjón Pétursson. ur ráð til þess að laga þetta, af því að þingmenn hafa ekki skilið hvað gera átti. Við höfuðstaðarbúar líðum langmest fyrir hirðuleysið. það er mest af okkar „böli". Eigum við ekki að bjarga þessu við sjálfir? Við þurfum mörg, mörg ný hús. J?að er ómögulegt að koma þeim upp nema með góðum fasteignabanka. Hann er eng- inn til. pað verður að búa hann til. En svo að það komist í framkvæmd, þá þarf að vera á þinginu að minsta kosti einn maður, sem hefir vit á bæði að þetta þarf að gerast og hvern- ig á að gera það. Reykvíkingar gætu meira að segja sent þrjá menn til þess að vinna þetta verk, þá nafnana alla. Eina snjallræðið sem fólki hefir enn dottið í hug móti húsnæðisleys- inu, er að setja alla fasta hvern í sinni kytru. En báðum líður illa, húseiganda og leigjanda, í því spyrðubandi. það er orsök til endalausra illinda og haturs milli fólks, sem ella gæti lifað sátt og samrýmt. En það tjáir ekki að áfella menn fyrir hatur út af þessu. Húsleysið hefir skapað það. Mörg ný hús í bæn- um myndu gera ótalmargar fjölskyldur ekki bara ánægðar,- heldur líka betri. Og hvað segja mæðurnar um þessi boðorð? Vondu húsakynn- in sverfa þó mest að þeim. Myndu þær ekki vilja vinna meira til en labba ofan í barna- skóla og kjósa skynsamlega, til þess að leggja sinn skerf fram til að bæta úr húsaeklunni ? Mér finst að allir þeir, sem ekki eiga fjöl yfir höfuðið, eins og eg, ættu að reyna þetta. Fasteignabanka má koma upp. Án hans verða engin hús reist, nema yfir ríka fólkið. Hvers- vegna eigum við hinir að vera eilíflega húsviltir, og í ómögu- legum húsakynnum þó? Kjósandi. rá oo Kosningarréttur borgaranna er ákveðinn í stjórnarskránni, en framkvæmd þeirra réttinda er komin undir kjörskrá. Nú er það vitanlegt, að kjörskrá er samin á alt annan veg en æski- legt væri og krefjast mætti. 1 þetta skifti er svo farið, að sögn, að á kjörskrá vantar mörg eða nokkur hundruð þeirra manna, sem rétt hafa til þess að vera þar. Auðvitað stafar þetta af hirðuleysi eða því, að skráin er eigi samin svo vandvirknislega, sem vera ber. pað hlýtur að vera slæmt ,,fyrirkomulag", að hroðvirknislega samin kjörskrá geti svift menn þeim rétti, sem sjálf stjórnarskrá ríkisins veitir. Mér er ekki vel kunnugt um það, hvernig unnið er að samn- ing kjörskrár, en eg ætla að það sé jafnvel gert sumstaðar af kosningasmölum, eða þeim, sem þarf að sjá eitthvað við. Getur þá hver dæmt um, hvort rétthærra ætti að vera slíkt mannvirki, sem kjörskráin er, eða sjálf stjórnarskráin. En er á kjörfuhd kemur, verður stjórnarskráin ætíð að lúta í lægra haldi fyrir kjörskrá. þessi aðferð er í einu orði sagt óþolandi, og verður að finna ráð við því, að menn séu leiknir svo grátt, sem raun hefir oft á orðið. það er engin afsökun þessu fyrirkomulagi, að þeir geti kært, sem ekki standa á kjörskrá, en hafa rétt til þess. Skráin er að jafnaði samin löngu áður en kosning fer fram, og menn hafa þá alt annað í huga en kosningar,enda getur fjöldi kjósenda þá verið fjarverandi þá fáu daga, sem skráin er til sýnis og þar með útilokaðir frá því að kæra. þingmannaefni D-listans vilja vinna að því, að réttur sá, sem stjórnarskráin veitir mönn- um, sé eigi af þeim tekinn með kjörskrá. Spurningar. þingmannaefni eru vinsam- lega beðin að svara þeim spurn- ingum í heyranda hljóði, sem hér fara á eftir. 1. Utanríkismál. 1. Vill þingmannsefnið heita því, að krefjast þess, ef það kemst á þing, að einn af ráð- herrunum sé utanríkisráð- herra og heiti svo? 2. Vill þingmannsefnið halda því fast fram á þingi, að þeir ræðismenn eða sendi- herrar, er skipa má eftir 7. gr. sáttmálans 3. lið, séu ís- lenzkir embættismenn, svo sem hinn íslenzki hluti nefndarinnar samkv. 16. gr. hefir haldið fram, og að ráðunautar samkv. sama lið séu og íslenzkir embættis- menn, og enn að hvenær sem sem stjórn vor sendir sendi- mann úr landi samkv. sama lið til þess að semja um sér- stök íslenzk málefni, þá séu þeir sendiherrar og hafi því samkvæmar yfirlýsingar og meðmæli og erindisbréf frá utanríkisráðherra vorum ? 3. Vill þingmannsefnið krefjast þess, að næstu tvo áratugina verði þessir síðastnefndu sendiherrar um stundarsak- ir látnir gera alla samninga vora við önnur ríki og að því samkvæm meðferð verði höfð við staðfesting þeirra samninga ? 2. Strandvarnir. 1. Vill þingmannsefnið krefjast framkvæmdar á strandvarn- arlögum alþ. 1919? 2. Að stjórnin kaupi eða leigi skip? 3. Og að stjórnin leigi nú skip af Vestmannaeyingum ? 4. Vill það átelja stjórnina fyr- ir að hafa ekki gert það og jafnvel reynst þeim brigð- mál? 3. Fjármál og atvinnumál. 1. Vill þingmannsefnið innlend yfirráð yfir bönkunum? 2. Vill hann atvinnuvegum til öryggis að bankar vorir hafi lánstraust víðar en í einum stað eða einu landi? 3. Vatnamál. Vill hann neita um öll sérleyfi, sem ríkið á ekki meiri hluta í fyrirtæk- inu og ræður því? 4. Vill þingmannsefnið sérstak- lega neita „Titan" um sér- leyfi á pjórsá og „íslandi" á Soginu? 5. Vill þingmannsefnið vera á móti járnbraut, nema ríkið eigi hana? Bjarni Jónsson frá Vogi.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/426

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.