Good-Templar - 01.10.1900, Page 4
124
hættuleg séu fyrir heilbrigði manna, og sé þannig, að hann
sé líklegur til að geta útrýmt vínandablönduðum þorstadrykk-
jum og nautnardrykkjum."
Síðari hluta dagsins hélt prófessor Ernst Almquist frá
Stokkhólmi fyrirlestur um „þýðing víndrykkju fyrir heilsuna.“
Yér látum oss nægja, að segja, það eitt um fyriríestur þenna,
að þar var rist svo djúpt, svo vísindalega sannað, og á svo
áhrifamikinn hátt sýnt fram á, hvilíkt tjón væri að áfengum
drykkjum fyrir heilsuna, að haíi áður verið efi hjá tilheyrend-
unum í þessu efni, hlýtur hann að hafa horflð að öllu leyti við
að heyra jafn-ágætan fyrirlestui-.
Þar næst hélt Bjerre prestur úr Sórey fyrirlestur „um
bindindismálið og skólann." Hóf hann ræðu sina með því að
segja frá gömlum kennara, sem vildi kenna börnunum að greina
milli þess, sem æskilegt væri, og þess sem nauðsynlegt væri.
T. d. viiji maður eignast konu, er það æskilegt, að hún sé
fögur, ung og rik; en það er nauðsynlegt, að hún sé dygðug,
iðjusöm og þrifin. Það eru mörg atriði bindindismálsins, er
vér vildum gjarnan koma inn í skóiana; en það er eitt, sem er
algerlega nauðsynlegt, og það er að fræða barnið um, að vín-
andinn sé aðfengið efni, sem líkaminn hafi engin not af, held-
ur sé skaðlegt fyrir hann. Að öðru leyti á kennarinn að hafa
frjálsar hendm-, en þessa eina eigum vér að mega krefjast af
honum. Pá er það og afar-áríðandi, að fá kennarana í fyigi
með sér. Það eru einmitt kennararnir, sem vér þurfum núna
með. Það hefir svo afar-mikla þýðingu fyrir næstu kynslóð-
ina, og á hennar dögum á aðal-orustan að heyjast. Ræðu-
maðurinn sýndi þetta með dæmi úr öðru púnverska stríðinu.
Það skreið ekki til skarar í fyrsta púnverska stríðinu heldur
í inu öðru; því þeir, sem börðust þá, höfðu séð, hvernig feð-
ur þeirra börðust í fyrra stríðinu. Kennararnir gætu hjálpað
oss afarmikið, ef þeir að eins vildu það. Og það fyrsta, er
vér viljum biðja kennarana um, er dæmi þeirra. Yér viljum
ekki segja þeim fyrir, hvernig þeir oigi að haga verki sínu.
Kærleikurinn mun sýna þeim, hvað þeir eigi að gera. En það
ríður á því, að ofþreyta börnin ekki með ræðuhöldum um
bindindis-málið, því þá verða þau þreytt á því og leiðist. það.
Ekki má heldur nota skólann til undirróðurs í þessu efni svo
neinu nemi. Yér megum ekki neyða börnin til þess, að velju