Good-Templar - 01.10.1900, Side 8
128
búin að sýna og sanna; og því viljum vér setja bindindis-
málið efst allra mála, byrja á því að byggja ölhim drykkju-
skap út. Fyrst algerð reglusemi, svo nýtt líf og framfarir
bæði i stjórnmálum og öðru.
Irf fyrsta afleiðing drykkjuskaparins er fjáreyðsla; óhem-
juleg eyðslusemi. Að því er okkar þjóð snertir, þá vitum
vér, að vór eyðum árlega í áfenga drykki svo mörgum hund-
ruðum þúsunda króna skiftir, sem er beinlínis útlagt fé, auk
alls annars, sem af áfengisnautninni leiðir og henni fylgir.
Þetta er stórfó fyrir vora fámennu og fátæku þjóð, sem hún
ekki getur bætt sér upp, stórfó, sem á þennan hátt er ver
varið, en þótt því væri kastað í sjóinn. Mér hættir oft við
að telja annan óþarfa með áfenginu, en það er tobakið. Fjár-
eyðslan okkar íslendinganna fyrir tóbak er upp á síðkastið
farin að jafnast á við áfengiskostnaðinn, og svo er hún gífur-
leg, þessi fjáreyðsla, að framundir milíón króna eyðir þjóðin
nú orðið árlega í áfengi og tóbak, ef ekki beinlínis, þá að
minsta kosti ef alt er meðtalið, sem nautninni fylgir og af
henni hlýzt; og mun þó fremur lágt reiknað. Frá þessari hlið,
fjárhagshliðinni, á því bindindismálið að vera mjög ofarlega ef
ekki efst á dagsskrá.
En máiefnið hefir fleiri hliðar. Áfengisnautninni fylgir
in mesta heilsuspiliing, og er það því mjög miJúð heilbrigðis-
mál fyrir hverja þjóð, hvort hún er bindindisþjóð eða óreglu-
þjóð. En af því að öðrum er í kvöld ætlað að tala um
áhrif áfengis á lieilbrigði manna, ætla ég ekki að fara lengra
út í þá sálma, en að benda á, að einnig í heilbrigðisiegu til-
liti stendur bindindismálið mjög hátt.
In þriðja hhð bindindismálsins er siðferðishliðin. Allir
kannást við, að mjög mikil siðspillíng ei' i föi' með drykkju-
skapnum. Orðbragð drukkinna manna og drykkjumanna
kannast ahir við. Drukknir menn skammast og klæmast, blóta
og guðlasta o. s. frv. og það jafnvel þeir, sem eru mjög orð-
varir ódrukknir. Einkum má lieyra þetta orðbragð á veitinga-
húsum, þar sem margir drukknir menn eru komnir saman í
einu. Siðsömum ínönnum er ekki vært á slíkum stöðum
fyrir fúlyrð im og alls konar ósvinnu af hálfu drukkinna manna,
jafnvel áflogum og ryskingum. Um glæpi, lögbrot og lauslæti