Good-Templar - 01.10.1900, Qupperneq 12
því það ei' sannfæring vor, að þegar þjóðin hefir hugsað nógu
vel og nógu lengi um bindindismáiið og virt það fyrir sér frá
ölium hliðum, þá muni hún steinhætta allri áfengisnautn. Oss
kemur eigi til hugar að ætla þjóðina svo blinda eða einfalda,
að hún eigi sjái, eftir rækilega umhugsun, hvílík fásinna það
ei', að óg eigi segi heimska, að verja árlega of fjár í áfenga
drykki og spilia með því heilsu sinni og góðu kristilegu siðferði.
Og hvað ei' svo unnið við þetta, munu menn spyrja.
Mikið er unnið, afarmikið; miklu meira en vér nú getum gert
oss hugmynd um. — fað er enginn’efi á því, að þegar þjóðin
hefir verið einn mannsaldur bindindjsþjóð, þá vex upp ný kyn-
slóð, sem verður miklu auðugri og framtakssamari, miklu
hraustari og heilsubetri, mikiu siðferðisbetri og langlífari en
sú kynslóð, sem nú er uppi.
Hvenær sá tími nruni koma, að in íslenzka þjóð hafni al-
gerlega allri áfengisnautn, er ekki gott að segja. Það er eng-
inn vegur til að vita það fyrirfram, fremur en annað, hve fljót
þjóðin verður að átta sig á því máii. Það er undir hverjum
einstökum manni komið, og þar af leiðandi nokkuð undiryður,
sem hór eruð samati komnir. fað er undir góðum vilja og
öílugum samtökum komið, en fyrst og fremst undir góðri og
rækilegri umhugsun um bindindismálið, og því treystum vér
því, að þegar þór hafið ítarlega hugsað þetta málefni, þá munið
þór verða oss samtaka í þvi að ryðja því braut til sigurs.
Ó. B.
Mýlega cr stofnuð stúka á Álptanesi. Nánari skýrsla
um það verður að bíða næsta blaðs.
Löggjafarjing' Japansmanna hefir samþykt Jög, sem
banna öllum yngri en 21 árs að aldri að reykja. Að tyggja
tóbak er óþelct í Japan. Japanar gera þar sannarlega skömm
til mentaþjóðunum.
Kaupendur eru beðnir að borga blaðið ið fyrsta.
af „Good-Templar" þ. á. óskast endursent, ef ein-
hverjir skyldu Jiafa fengið ofsent af því tbl.
cJfr. 6
MGood-Templar(( kcmur út mánaðarlega. Yerð árgangsins er
1 kr. 25 au. Sölulaun í/bi gefin af minst 3 eintökum. Borgist í lok
J únímánaðar.
Abybgbakmabub: Þobvabbub I>obvakbsson, st.-g. u.-t.
Aldar-prentamiðja. — Pappírinn frá Jóni Ólafsiyni.