Good-Templar - 01.08.1903, Side 3

Good-Templar - 01.08.1903, Side 3
75 eba hitt sé synd, heldur það, hvort það sé í anda krisiilegS kærleika, og viðeigandi að i kristnu landi, þar sem kristnir menn ráða lögum og lofum, sóu leyfð og löghelguð þau viðskifti, sem steypa þúsundum í tímanlegt, andlegt og eilíft tjón. Það mætti þá eins löghelga okur og þjófnað og saurlífl o. a. þessh. Er það kristilegt, mannúðlegt eða þjóðræknislegt að vér þegjum, er vér sjáum og lieyrum hér í höfuðstað landsins drykkjulætin út frá „Hotel ísiand," sjáum fjölda bæjarmanna og sveitamanna veltast þar um í ósómanum löghelgaða, eyða fé og fjöri, sóma og skynsemi, og verða að örgustu dýi'um? En eg verð víst að biðja dýrin fyrirgefningar fyrir samlíking- una, því þau haga sór aldrei eins og drykkjumennirnir. Er ekki nóg komið af slíku, er ekki meira en nóg af vínkjöllurum og leyniknæpum ? Ó, þegar vér virðum fyrir oss allan þennan ósóma, þennan biett á þjóðarmannorði voru, allan þann óþverra hugsunarhátt, sem áfengisnautnin og vínverziunin hefir í för með sér, þá verðum vér að andvarpa þungan og segja: „Enn þá er nótt, niðdimm nótt, birtir eigi brátt?“ Hvað líður nóttinni, vökumaður? Að vísu megum vér lofa guð og þakka honum fyrir það, sem gert hefir verið á síðustu 20 árunum, það eru eins og ljósgeislar morgunsins, eins og bjarmi, sem farinn er að skína inn í næturdimmuna. „Hvað liður nóttinni, vökumaður? Vöku- maðúrinn svarar: Morguninn kemur og þó er nótt. Ef þér viijið spyrja, þá komið aftur og spyrjið.“ Já, vér viljum koma aftur og aftur og spyi-ja og kalla til þessa vökúmanns, sem guð hefir sett til þess að vera á verði móti þessum ræningja næt- urinnar, áfenginu. Þig viljum vér spyrja, göfuga.Regla, í hvert sinn er þú kemur hér sarnan á Stórstúkuþing, spyrja þig hvað nóttinni líði, livort dagsbrúnin stækki. Það er vegsamlegt verksvið, sem þú liefir fengið, enda er og ábyrgðin mikil og þung. Hvernig áttu þá að berjast, svo að sigurinn verði þér vís, svo að þú getir kent sofandi þjóð að vakna og sjá sitt hlutverk, getir unnið að því að græða sárin og’ hugga fólkið, eins og tal- að var um á siðasta Stórstúkuþingi hér á þessum heilaga stað? Fyrsta skilyrðið til þess or auðvitað það, að þú sjálf sért vakandi, vakandi yfir falutverki þínu, yfir söma þinum, yfir vopnum og ástandi þínu. Þú verður að vera vakandi á móti lyginni, úr hverri átt sem hún kemur, iyginr 1 að utan, sem

x

Good-Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.